Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Side 10
É
g myndi taka því þegjandi og
hljóðalaust ef ég yrði dæmdur
í lífstíðarfangelsi, líka ef ég
fengi dauðarefsingu. Ef ég gæti
hlaupist undan réttvísinni
myndi ég ekki gera það.“ Þetta segir
Líberíumaðurinn Joshua Milton
Blahyi, betur þekktur sem Allsnakti
hershöfðinginn (e. General Butt
Naked). Blahyi er einn alræmdasti
uppreisnarforingi sögunnar en hann
og fylgismenn hans fóru mikinn í
borgarastyrjöldinni sem geisaði í
Líberíu á árunum 1989 til 2003. Talið
er að um 250 þúsund manns hafi
beðið bana í styrjöldinni.
Frjáls maður
Stríðsherrar hafa gjarnan það orð á
sér að vera vægðarlausir og siðblind-
ir. En Blahyi sló öll met hvað það varð-
ar enda myrti hann þúsundir einstak-
linga á tímum styrjaldarinnar. Nú,
rúmum tuttugu árum síðar, er Blahyi
frjáls maður og starfar sem prestur í
heimalandi sínu. Á undanförnum
árum hefur hann leitað – með mis-
jöfnum árangri – fyrirgefningar hjá
ættingjum þeirra sem hann myrti
í borgarastyrjöldinni. Þýska blaðið
Spiegel heimsótti Blahyi á dögunum.
Tuttugu þúsund mannslíf
Sex ár eru liðin síðan tilraun var gerð
til að meta voðaverk Blahyi og fylgis-
manna hans í borgarastyrjöldinni.
Þáverandi forseti Líberíu setti saman
níu manna nefnd sem meðal annars
samanstóð af blaðamönnum, mann-
réttindafrömuðum, lögfræðingum og
presti. Blahyi kom fyrir þessa nefnd og
var óvenju hreinskilinn. „Ég veit ekki
hver nákvæm tala er, en ef ég ætti að
giska á það eru það ekki færri en tutt-
ugu þúsund,“ sagði hann þegar hann
var spurður hversu marga hann hefði
drepið í borgarastyrjöldinni.
Mannát og mannfórnir
Blahyi er fæddur 30. september 1971
og er því rétt rúmlega fertugur. Hann
tilheyrir Sarpo-ættbálknum í austur-
hluta Líberíu og þegar hann var ellefu
ára tók hann þátt í fyrstu mannfórn-
inni. Sjálfur segist Blahyi í kjölfarið
hafa fengið hugboð frá sjálfum djöfl-
inum sem hefði sagt honum að hann
yrði stórkostlegur stríðsmaður og
ætti að halda áfram mannfórnum og
mannáti til að auka mátt sinn. Þetta
gerði Blahyi í borgarastyrjöldinni og
eru sögurnar af gjörðum Blahyi og
fylgismanna hans vægast sagt skelfi-
legar. Viðurnefnið Allsnakti hershöfð-
inginn fékk Blahyi vegna þess að hann
tók þátt í bardögum kviknakinn – að-
eins klæddur í skó og vopnaður sveðju
eða skotvopni. Hann taldi að þannig
myndi hann ekki verða fyrir byssukúl-
um óvina og öðlast meiri styrk en ella.
Hann stundaði mannát og mannfórn-
ir, einkum og sér í lagi á börnum, og
taldi að það myndi gera hann allt að
því ódauðlegan.
Kenndi börnum að drepa
Fáir stríðsherrar hafa verið sakaðir um
jafn mörg ódæðisverk og Blahyi og
gengist við ábyrgð. Kaing Guek Eav,
yfirmaður fangabúða Rauðu khmer-
anna í Kambódíu, þar sem 15 þús-
und manns voru pyntaðir og myrtir,
sagði að hann hefði verið venjulegur
yfirmaður sem hefði hlýtt skipunum
hátt settari manna. Ratko Mladic,
fyrrverandi hershöfðingi í her Bosn-
íu-Serba, neitaði sök þegar hann var
sakaður um að bera ábyrgð á átta þús-
und mannslífum í Srebrenica og ellefu
þúsund mannslífum í Sarajevo. Fyr-
ir nefndinni kom Blahyi hreint fram
og játaði að hafa fengið börn í lið með
sér í stríðinu og kennt þeim að drepa.
Hann játaði að hafa skorið fórnarlömb
sín upp og borðað úr þeim hjartað.
Var aldrei refsað
Þrátt fyrir að hafa játað öll þessi voða-
verk var Blahyi aldrei refsað fyrir glæpi
sína. Hlutverk nefndarinnar sem vís-
að var til í upphafi greinarinnar var að-
eins að rannsaka glæpina í borgara-
styrjöldinni. Í umfjöllun Spiegel kemur
fram að stöðugleiki í landinu hafi ver-
ið tekinn fram yfir réttlætið. Lögsaga
Stríðsglæpadómstólsins í Haag nær
aðeins til stríðsglæpa sem framdir
hafa verið eftir stofnun hans árið 2002.
Á því eru þó undantekningar og má
nefna þjóðarmorðin í Rúanda, Kam-
bódíu og fyrrverandi Júgóslavíu. Enn
sem komið er hefur Stríðsglæpadóm-
stóllinn ekki lögsögu yfir atvikunum í
Líberíu en það gæti breyst og er alfarið
í höndum öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
„Algjör fyrirgefning“
Sem fyrr segir starfar Blahyi sem
prestur í höfuðborg Líberíu, Mon-
róvíu. Hann snerist til kristinnar trú-
ar fyrir nokkrum árum og segist vera
annar maður en hann var. Það breytir
þó ekki þeirri staðreynd að hann
er réttilega hataður af þúsundum
samlanda sinna.
Blahyi reynir að bæta fyrir syndir
sínar með því að heimsækja ættingja
fórnarlamba sinna – enda er engin
önnur leið fær en að fá fyrirgefningu.
„Ég heimsæki þá sem ég hef sært og
reyni að hjálpa þeim,“ segir hann.
Hann segist ekki gefast upp fyrr en í
fulla hnefana og það dugar honum
ekki að fá „venjulega fyrirgefningu“
eins og hann orðar það. Hann vill
„algjöra fyrirgefningu,“ segir hann og
vitnar í biblíuna máli sínu til stuðn-
ings.
Drápu mömmu hennar og systur
Hann hefur heimsótt 76 fórnarlömb
eða ættingja fórnarlamba sinna. Enn
sem komið er hafa einungis nítján
fyrir gefið honum. Blaðamaður Spiegel
fylgdist með þegar Blahyi heimsótti
fórnarlamb númer 77, konu að nafni
Faith Gwae. Blahyi komst í kynni við
hana í gegnum prestinn í kirkjunni
sem hún sækir í Monróvíu. Faith féllst á
að hitta Blahyi vegna þess að henni var
lofað að hún þyrfti ekki að segja neitt
eða gera neitt. Í samtali við Spiegel rifj-
ar hún upp kynni sín af Blahyi.
Þetta gerðist í júlí 1991 og á þeim
tíma var Faith 16 ára en Blahyi 19 ára.
Hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í út-
hverfi Zwedru í austurhluta Líberíu.
Þau höfðu fengið veður af borgara-
styrjöldinni í gegnum útvarp og velti
fjölskyldan fyrir sér hvort hún ætti
að yfirgefa svæðið eða vera um kyrrt.
Rigningartímabilið var í hámarki og
það gerði fjölskyldunni erfitt um vik
að yfirgefa svæðið. „Stríðið mun ekki
standa yfir lengi,“ sagði móðir Faith
og varð úr að þau ákváðu að vera um
kyrrt.
Skyndilega heyrði Faith öskur fyrir
utan heimilið og þegar henni var litið
út um gluggann sá hún nakinn mann
vopnaðan sveðju. Augnabliki síðar sá
hún fleiri menn koma aðvífandi sem
allir héldu á byssum. Á heimili Faith var
barnfóstra sem tilheyrði öðrum ætt-
bálki. Blahyi og fylgismenn hans fengu
veður af því og ruddust inn á heimil-
ið. Faith rifjar upp að bróðir hennar
hafi reynt að hlífa barnfóstrunni „Hún
er manneskja, eins og ég og þú,“ sagði
bróðirinn. Blahyi brást ókvæða við og
skipaði undirmanni sínum að ganga
frá bróður hennar. Hann beið ekki
boðanna heldur réðst á hann með
sveðju. Í kjölfarið var móður hennar
og systur nauðgað áður en þær voru
myrtar. Faith var sú eina sem komst lífs
af og segist hún þakka fyrir það. Hún
vill ekki tala um það sem Blahyi og
fylgismenn hans gerðu henni áður en
þeir héldu á brott.
Í umfjöllun Spiegel kemur fram að
Faith hafi ekki tekið beiðni Blahyi um
fyrirgefningu, ekki að sinni að minnsta
kosti. „Ég vil ekki heyra neitt. Ég vil ekki
segja neitt. Farðu,“ voru hennar fyrstu
viðbrögð. Blahyi gafst þó ekki upp og
hélt áfram að telja henni trú um að
fyrir gefning væri rétta leiðin. „Þetta er
ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu.
Þetta er ferli,“ sagði hún og bætti við að
hún ætlaði að íhuga beiðni hans.
Blahyi á langan veg fyrir höndum
til að öðlast fyrirgefningu hjá ættingj-
um fórnarlamba sinna sem hlaupa á
þúsundum. Hann segist ekki ætla að
gefast upp og halda leið sinni áfram
þar til yfir lýkur. n
10 Fréttir 6. nóvember 2013 Miðvikudagur
Nakti hershöfðinginn
vill fá fyrirgefningu
n Joshua Milton Blahyi er einn alræmdasti stríðsherra 20. aldar
Allsnakinn Viðurnefnið Allsnakti hers-
höfðinginn fékk Blahyi því hann tók þátt í
bardögum kviknakinn. Hann taldi að þannig
yrði hann allt að því ódrepandi.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Ég heimsæki
þá sem ég
hef sært og reyni
að hjálpa þeim
Stríðsglæpamaður
Blahyi, betur þekktur
sem Allsnakti hershöfð-
inginn, hefur þúsundir
mannslífa á samviskunni.