Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Qupperneq 11
Umræða 11Miðvikudagur 6. nóvember 2013 U m daginn kviknaði ljós. Ég var að horfa á fréttirnar af útgáfu nýja milljónkallsins (milljónkallinn sem tvö núll voru tekin aftan af árið 1981 og heitir nú tíuþúsundkall) en ljósið kviknaði ekki samstundis, því eins og við vitum ekki þá eru sendar út bylgj- ur samtímis íslenskum sjónvarps- útsendingum sem deyfa í manni heil- ann. En ég var svo heppinn að kveikja ekki á sjónvarpinu tvö kvöld í röð og því voru áhrif bylgjanna eitthvað að dofna þegar ég var að bursta í mér tennurnar í gærkvöldi, úr speglinum horfði tómum augum á mig þessi fá- viti. Það kviknaði ljós, bara smá tíra. Við erum svo rík Okkur er sagt á tyllidögum að við séum svo rík, við eigum svo mikið af auðlindum. Það er alveg rétt, auðlind- irnar sem við eigum ættu að geta gefið af sér meira á hvern íbúa hér en auð- lindir Noregs gefa af sér á hvern íbúa þar. Samt kjósum við yfir okkur stjórn- völd sem segja okkur að jú við séum svo rík, en best sé að innheimta ekki sanngjarnan hluta umframarðsins til þjóðarinnar og ekki nóg með það, heldur svo lítinn hluta að hann dugar vart fyrir rekstri Hafrannsóknastofn- unar, Landhelgisgæslu, Fiskistofu og apparatsins í heild. Svo við tökum smá líkingu á þetta, þá er þetta eins og að vera svo heppinn og ríkur að eiga fjögurra herbergja íbúð aukalega en leigja hana svo ódýrt að leigan dugar vart fyrir rekstrarkostnaði, eigum við afgang af leigu íbúðarinnar eða ekki? Ástæðan fyrir því að ekki má leggja meira á útgerðina, er að sum, já sum útgerðarfyrirtæki myndu ekki þola það. Eru það ekki þau fyrirtæki svo eru svo illa rekin og eru svo skuldsett að þau mega bara fara á hausinn eins og önnur illa rekin fyrirtæki? Nei, að vera sægreifi er lénstitill og slíku léni fylgir að viðkomandi er á sérkjörum og má ekki fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki sem eru illa rekin. Fiskurinn yrði að vísu veiddur áfram, en sægreifinn skal vera friðaður. Híbýli fávitanna Eins og við séum ekki nógu miklir fá- vitar vegna framansagðs, þá tek ég undir með stjórnvöldum og jarma með kórnum; „Já, við erum svo rííííík –meeeee“. Í svartnætti hug- ans þá rifja ég upp fréttina af því þegar ný ríkisstjórn var kynnt á slóð- um Hriflu-Jónasar á Laugavatni, þar sem rætt var um þjóðmenninguna, hagsmuni Íslendinga af því að ganga ekki í Evrópusambandið (sem getur svo sem vel verið rétt). En almáttug- ur forði okkur frá því að fá samning sem við getum svo tekið afstöðu til, því undir liggur að við gætum valið rangt, fávitarnir. Svo hefur verið rætt um blessuðu íslensku krónuna sem kom okkur í gegnum hrunið, þessa sömu krónu og ekki er hægt að selja á neinum stað utan híbýla fávitanna sem eru skýrt afmörkuð af eylandi, með miklu hafi um kring. En það sem okkur fávitunum er ekki sagt er að það kostar u.þ.b. 100 milljarða mælt í þeirri sömu krónu að halda í þessi menningarverðmæti. Á hag- fræðimállýsku væri þetta kallaður fórnarkostnaður, en köllum það her- kostnað fávitanna. Hvert fara þessir 100 milljarðar sem fórnað er? Jú, þeir eru notaðir til að gjaldfella laun fá- vitanna og renna því óbeint til þeirra sem greiða þeim laun, annar hluti kemur fram í mun hærri vöxtum sem við greiðum illa reknum fjármála- fyrirtækjum, sem geta verið illa rek- in áfram því engin erlend fjármála- fyrirtæki hafa áhuga á þessum litla örmarkaði í íslenskri krónu. Þeir sem græða mest eru útflutningsatvinnu- vegirnir, t.d. hinir friðuðu sægreifar sem greiða sinn kostnað í krónum en fá tekjurnar í forboðnum evrum. Af einhverri undarlegri tilviljun eru sæ- greifarnir alveg samstíga stjórnvöld- um í þeirri ákvörðun að slíta viðræð- um við Evrópusambandið. FF samtökin Við látum 100 milljarða sigla fram- hjá okkur í kostnaði við gjaldmiðil- inn og svo nokkra tugi milljarða í arð af sjávar auðlindinni og orkan er not- uð sem skiptimynt og seld á útsölu til að fjármagna atkvæðakaup. Meðan á þessu stendur, þá er heilbrigðiskerfið okkar að molna í sundur og allur rekstrarkostnaður Landspítalans á seinasta ári var 39,8 milljarðar, svona til að tölur séu settar í samhengi. Ég segi við jafnaldra mína, eins gott að þið verðið ekki veik, það tekur 10–15 ár að byggja kerfið upp aftur ef það stendur yfirhöfuð til, foreldrar okkar eru því í heldur vonlausari stöðu. Hvað er til ráða? Ég ætla að stofna samtök, FF samtökin. FF samtök- in verða fyrir okkur fokking fávitana og eiga að hjálpa okkur við að sætta okkur við stöðu okkar og lifa einn dag í einu sem fáviti. Við fáum okkur fundarstaði og skipuleggjum net funda, þar sem við getum komið saman og stutt hvert annað áfram í fávitaganginum, því ekki viljum við fórna þjóðmenningunni og skerða kjör sægreifanna, frekar viljum við drepast. Jón heiti ég og er fokking fáviti. n Jón heiti ég og er fokking fáviti Kjallari Jón Einarsson Viðskiptafræðingur „Hvert fara þessir 100 milljarðar sem fórnað er? ANTIKÚTSALA AFSLÁTTUR 20-50% 30-50% af húsgögnum 50% af bókum 20% af smáhlutum HAFNARFIRÐI 552 8222 - 867 5117 antikbud@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.