Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Side 12
Sandkorn
M
ikil taugaveiklun hefur
gripið um sig vegna um
mæla Vigdísar Hauks
dóttur, formanns fjár
laganefndar, um
niðurskurð í opinbera geiranum.
Vigdís lét að því liggja að opinberir
starfsmenn gætu átt von á uppsögn
um. Þingmaðurinn gagnrýndi jafn
framt að í tíð síðustu ríkisstjórnar
hefði verið ákveðið að starfsmenn
ríkisins héldu störfum sínum, þrátt
fyrir sameiningu stofnana og hag
ræðingu. Ekki skal lagður dómur
á það hvort ummæli þingmanns
ins hafi verið of harkalega sett fram.
Hins vegar er veruleikinn sá að
opin beri geirinn á að lúta sömu lög
málum og einkafyrirtæki í landinu.
Kjarni málsins er sá að rekstur
ríkisins þarfnast endurskoðunar.
Starfsmenn ríkisins eru of margir
í mörgum tilvikum og óráðsía ein
kennir rekstur of margra fyrirtækja
og stofnana. Þetta má sjá af öllum
þeim fjölda ríkisfyrirtækja sem ekki
halda sig innan ramma fjárlaga.
Fjölmargir forstjórar eru uppvísir að
því að eyða um efni fram. Þetta hafa
þeir, sumir hverjir, komist upp með
árum saman án þess að þurfa að
sæta ábyrgð.
Það er hlutverk Vigdísar og
annarra þingmanna að leggja þær
línur sem duga til þess að koma
ríkis fjármálunum í lag. Þar ber
hæst að setja forstjórum ríkisfyrir
tækja þær skorður að þeir fari ekki
fram úr fjárveitingum. Í þeim efnum
dugir ekki annað en að reka skuss
ana. Taka verður á eftirlitsiðnaðin
um og fækka þeim sem þar eru á
spena. Bændasamtökin taka til sín
milljarða á hverju ári. Þar þarf að
endurskoða. Ganga verður fram af
þeirri festu sem nauðsynleg er til að
árangur náist. Hvert einasta óþarft
stöðugildi þarf að hverfa.
Meðal þess sem má hagræða
í rekstri ríkisins er ferðakostnað
ur opinberra starfsmanna. Sjálf
sagt ætti að vera að ríkið óskaði eftir
tilboðum í flugmiða og minnkaði
þannig ferðakostnað. Þá er alþekkt
bruðl með dagpeninga. Gæðingar
hins opinbera ferðast á himinhá
um dagpeningum og fá í mörgum
tilfellum fría gistingu. Stundum eru
dagpeningar uppistaðan í laun
um manna. Þarna þarf að rýna vel
í málin.
Einstaklingar og einkafyrirtæki
í landinu hafa gengið í gegnum
hrikalega tíma allt frá hruninu. Þús
undir hafa misst vinnuna og fjöl
mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota
eða gengið í gegnum þrengingar.
Það er öllum nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir því hver undirstaða
samfélagsins er. Það eru í megin
atriðum fólk og fyrirtæki á frjálsum
markaði sem standa undir ríkisfyrir
tækjunum. Það verður að skapa
fólki og einkafyrirtækjum þau lífs
skilyrði sem duga til að halda uppi
ríkisrekstrinum. Það gerist með
því að draga úr álögum og kostn
aði en ýta undir framleiðslu og fjár
festingar.
Vigdís og félagar hennar í hag
ræðingarhópi ríkisstjórnarinnar
hljóta að hafa það að leiðarljósi
að ríkið megi ekki sliga atvinnulíf
ið og einstaklinga. Niðurskurður
inn verður að koma þeim til góða.
Góður hagur ríkisins verður að eiga
sér uppruna í heilbrigðum fjárhag
einstaklinga og fyrirtækja. Í dag er
slagsíða. Ríkið er á hliðinni í rekstri
sem oft og tíðum er ábyrgðarlaus.
Þar þarf að taka til hendinni með
hagræðingu og fækkun opinberra
starfsmanna. En það þarf að ganga
fram í niðurskurðinum gagnvart
einstaklingum af nærfærni. Það
mun reyna á ríkisstjórn og Alþingi
í þessum málum á næstunni. Þar
þarf að koma til staðfesta til þess að
lækna ríkið af óráðsíunni og rugl
inu. n
Bálreiður poppari
n Popparinn Bubbi Morthens
er á stundum óborganlegur
í málflutningi sínum. Skoð
anir hans og framsaga ná
gjarnan öfganna í milli.
Bubbi var eins og þrumu
ský í þætti Gísla Marteins
Baldurssonar, Sunnudags
morgni, þar sem hann ræddi
um ólöglegt niðurhal við
pírataþingmanninn Helga
Hrafn Gunnarsson. Bubbi líkti
þingmanninum við 15 ára
ungling. Þegar Helga varð
á að kalla Bubba „háttvirt
an“ brást hann reiður við
og sagðist kunna því illa að
talað væri niður til sín.
365 í bobba
n Fjölmiðlaveldið 365 er í
miklum rekstrar og efnahags
vanda. Netflixvæðing þjóðar
innar hefur kostað fyrir tækið
mikið. Þá eru áhyggjur innan
Landsbankans vegna lán
veitinga sem farið hafa fram
í tíð Steinþórs Pálssonar og
eiga sér loft
kennd veð.
Ari Edwald
forstjóri hef
ur barist
eins og ljón
gegn niður
halinu og
gekk svo langt að skrifa grein í
Morgunblaðið þar sem óvinur
númer 1, Davíð Oddsson, er við
völd. Það lýsir þeirri tauga
veiklun sem sprottin er af
vantrú bankans á fyrirtækið.
Blóðugur vetur
n Hagræðingarhópur ríkis
stjórnarinnar undir forystu
Vigdísar Hauksdóttur er nú
að leggja
lokahönd á
tillögur sín
ar varðandi
niðurskurð
í ríkiskerf
inu. Víst er að
gripið verður
til uppsagna. Í því samhengi
er talað um blóðugt haust. Á
meðal þeirra stofnana sem
þurfa að herða sultarólina
er Ríkisútvarpið sem þarf að
hagræða grimmt. Páll Magn-
ússon útvarpsstjóri er í vanda
vegna þess að hann hefur
ekki bakland í stjórn. Hugs
anlegt er því að hann sé á
förum.
Jóhanna þversum
n Össur Skarphéðinsson, fyrr
verandi utanríkisráðherra,
staðfestir í nýrri bók það sem
fram hafði komið í DV um
að hópur áhrifafólks innan
Samfylkingar hafi viljað slíta
ríkisstjórnarsamstarfinu árið
2012. Þetta
fór mjög fyr
ir brjóstið á
Jóhönnu Sig-
urðardóttur
forsætisráð
herra sem
harðneitaði
að verða við því. Stjórnin sat
því áfram og var kolfelld í
kosningum.
Þeir gangast ekki
við ábyrgðinni
Ég er ekki fangi þarna,
ég var bara gestur
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um forvarsmenn KSÍ. –DV Ungri konu í heimsókn á Litla-Hrauni ofbauð er fangavörður ruddist inn á heimsóknarherbergi. – DV
Gæðingar og skussar„Hvert
einasta
óþarft stöðugildi
þarf að hverfa
M
inn herra á engan vin.“ Svo
mælti Jón Grunnvíkingur
þegar öll sund virtust hafa
lokast fyrir húsbónda hans
– Árna Magnússyni – handritin, ást
konan og mannorðið í uppnámi.
Eins virðist útvarp allra lands
manna eiga sér formælendur fáa –
þótt yfir 70% þjóðarinnar segist bera
til þess traust. Við sjáum talsmenn
og starfsfólk Landspítala stíga fram
og sýna fram á skaðann sem niður
skurðurinn hefur í för með sér fyrir
heilsufar landans. Rektor, kennarar
og nemendur HÍ draga upp mynd
ir af afleiðingum fjársveltis þar á
bæ fyrir menntunarstig þjóðarinn
ar. En þegar RÚV er skorið niður um
milljarð eru fáir sem taka til varna.
Og nú hefur menntamálaráðherra
boðað að enn skuli gengið í skrokk
á stofnuninni svo nemur 200 millj
ónum. En bætir því við að henni sé
frjálst að bæta sér það upp með því
að harka á auglýsingamarkaði. Af
leit hugmynd! Ég lít svo á að sjón
varpsauglýsingar séu ekki miðlinum
til framdráttar, þvert á móti standi
þær honum fyrir þrifum. Fyrir nú
utan hve auglýsingar eru leiðinlegt
sjónvarpsefni þá sækir ósjálfrátt
í það far að þær stýri sjálfu efnis
valinu. Sjónvarp sem á líf sitt undir
auglýsingum fer óhjákvæmilega að
miða dagskrá við efni sem hugn
ast auglýsendum. Er til að mynda
sennilegt að auglýsendur myndu
þyrpast að þáttaflokki um kvótann
og afleiðingar hans hringinn í kring
um landið? Alla vega ekki LÍÚ. Eða
segjum þáttasyrpu um afleiðingar
hrunsins fyrir heilbrigði, menntun
og afkomu landans. Alla vega ekki
bankarnir.
Sjónvarp drifið áfram af auglýs
ingum verður eðli málsins sam
kvæmt afþreyingarmiðað. „Af
þreying“ er ekki gamalt orð í
íslensku, samkvæmt Orðabók HÍ
kemur það fyrst fyrir á 19. öld hjá
Konráði Gíslasyni: „En það er mér
nú helst huggun eða afþreying, að
vitja grafarinnar“. Já, gott ef það gef
ur ekki tóninn fyrir inntak orðsins,
það er eitthvað feigt við afþreyingu,
samanber frægt verk Neil Postman:
Að skemmta sér til bana eða (Amus
ing ourselves to death).
Nei, þjóð sem telur 330 þúsund
sálir og situr ein að gjöfulustu fiski
miðum veraldar með sjálfbæra orku
í vatnsafli og varma og mestu aukn
ingu í ferðamennsku á heimsvísu
– henni ætti að vera í lófa lagið að
halda hér úti útvarps og sjónvarps
miðli sem með orðum listaskálds
ins „orkuna styrki, viljann hvessi,
vonina glæði og hugann hressi“ – án
auglýsinga. n
Engan vin?
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr
Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
12 6. nóvember 2013 Miðvikudagur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„En þegar RÚV er
skorið niður um
milljarð eru fáir sem
taka til varna
Kjallari
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur