Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Síða 13
Hljómar eins og
fimmtán ára krakki
Ég er boltastrákur
hjá landsliðinu
Ég mótmæli þessu
harðlega
Bubbi Morthens um Helga Hrafn Gunnarsson þegar þeir tókust á um höfundarrétt. – SunnudagsmorgunnÞorgrímur Þráinsson situr í landsliðsnefnd KSÍ. – DVÖgmundur Jónasson alþingismaður um markaðssetningu fjárhættuspila í fjölskylduþætti RÚV. – DV
Orðum fylgir ábyrgð
Spurningin
„Mér fannst hann fínn þegar
hann var í fjölmiðlum áður. Það er
gott að fá hann aftur.“
Þórdís Pétursdóttir
21 árs upplýsingafulltrúi
„Ég sé ekki að það skipti neinu
máli að hann sé þar eða einhvers
staðar annars staðar.“
Hjörtur Þorleifsson
43 ára rekstrarstjóri
„Ég veit því miður rosalega
lítið um málið, hef ekki verið að
fylgjast með.“
Hafsteinn H. Sverrisson
27 ára kaffibarþjónn
„Mér finnst örla fyrir því að hún
sé pínulítið vafasöm.“
Ingvi Þór Kormáksson
61 árs bókasafnsfræðingur
„Ég er ekki búinn að kynna mér
þetta mál nægilega vel.“
Gunnar Sveinbjörnsson
36 ára starfsmaður slökkvi-
tækjaþjónustunnar
Hvað finnst þér
um ráðningu
Gísla Marteins
á RÚV?
1 „Þær vita hvernig við erum og þær vita hverju þær eiga
von á“
Drengir frá Nýja-Sjálandi hafa mark-
visst dregið ungar stúlkur á tálar og
haft við þær holdlegt samræði.
2 Bundin með rafmagnssnúru og hengd upp á vegg
Fórnarlamb Ariel Castro, Michelle
Knight, segir frá samskiptum sínum
við níðinginn.
3 Ólafur hundskammar saksóknara
Ólafur Ólafsson gagnrýndi saksóknara
fyrir dómi á þriðjudag og vændi hann
um vanþekkingu.
4 Hannes Smárason ákærður Hannes er í bobba vegna viðskipta í
tengslum við Sterling og FL Group.
5 Braut ekki siðareglur með því að birta viðtal við Guðnýju Rós
Ritstjóri Nýs Lífs er ánægður með
meginniðurstöðu siðanefndar Blaða-
mannafélags Íslands.
Mest lesið á DV.is
Á
vegum ríkisstjórnarflokkanna
hefur frá því í vor starfað sér
stakur hagræðingarhópur
þingmanna. Þessum hópi er
ætlað það hlutverk að gera tillögur
um margvíslegar aðgerðir í ríkisfjár
málum til hagræðingar eins og það
er jafnað kallað. Á mannamáli snýst
þetta um niðurskurð.
Ríkisstarfsmenn of
vinstrisinnaðir!
Í lýðræðisþjóðfélagi er tjáningar
frelsið einn af hornsteinum sem er
mikilvægt að standa vörð um. Ekki
einungis að stjórnmálamenn njóti
málfrelsis, eins og formaður fjár
laganefndar Alþingis, sem á sæti
í hagræðingarhópnum, notar sér
óspart, heldur er ekki síður þýðingar
mikið að fólk sé ekki látið sæta t.d.
atvinnumissi vegna skoðana sinna.
Slíkt fyrirkomulag þekkist að vísu í
sögunni, en er ekki eftirbreytnivert.
Það er þess vegna áhyggjuefni þegar
því er beinlínis haldið fram, af for
ystumanni á Alþingi, að opinber
ir starfsmenn (væntanlega allir eða
flestir) séu vinstrimenn og því hafi
þeir notið velvildar fyrri ríkisstjórnar
og þeim ekki sagt upp störfum í hag
ræðingarskyni á síðasta kjörtímabili.
Þannig er öllum þeim fjölda starfs
manna sem halda uppi opinberri
þjónustu, ætlaðar ákveðnar póli
tískar skoðanir.
Í dagblaði nokkru er haft eftir
formanni fjárlaganefndar: „Það
voru enda ákvæði í nær öllum laga
breytingum um sameiningar stofn
ana í þá veru að starfsmenn héldu
störfum. Ég hafði aldrei séð þennan
lagaáskilnað fyrr en vinstri stjórn
in komst til valda. Hún sækir enda
fylgi sitt til þessara hópa. Það eru all
ir sammála um að þegar stofnanir
eru sameinaðar hefur það þessar af
leiðingar.“ Í fyrsta lagi er það alls ekki
óvanalegt að staðið sé við réttindi
starfsmanna þegar breytingar verða
í stofnunum, en það er ekki aðalat
riðið hér, heldur hitt, að það glyttir
í grímulausar hótanir í garð starfs
manna. Ekki verður annað lesið út
úr þessum orðum en það að starfs
menn ríkisins séu of vinstrisinnað
ir, þess vegna sé óhætt að segja þeim
upp störfum.
Ríkisútvarpið finnur til
tevatnsins
Nú gæti verið að þessi orð hafi hrot
ið af vörum þingmannsins í ógætni
og þá hljóta þau að verða leiðrétt. En
þess er þó skemmst að minnast að
sami þingmaður hafði nú síðsumars
nokkuð kostuleg ummæli uppi sem
sverja sig í þessa veru. Þá hafði við
komandi lýst óánægju með frétta
flutning Ríkisútvarpsins og aðspurð
ur hvort þingmaðurinn hygðist taka
hin meintu óvönduðu vinnubrögð
fréttastofunnar lengra, gall við: „Ég
er náttúrulega í þessum hagræðing
arhópi.“ Sem sagt, ef Ríkisútvarpið
hagar sér ekki í samræmi við það
sem hentar stjórnvöldum, verður
bara skorið niður, það skal þá finna
til tevatnsins.
Aftur hljóta menn að velta fyrir sér
hvers konar lýðræðisandi það er sem
svífur yfir vötnum. Mega fjölmiðlar
spyrja stjórnmálamenn gagnrýninna
spurninga? Mega þeir jafnvel hafa
aðra sýn en stjórnmálamennirnir
sem þeir ræða við? Eða felst lýðræðið
í því að allir lúti vilja stjórnvalda?
Brottrekstur boðaður
Vissulega verður að tryggja stjórn
málamönnum frelsi til að tjá skoð
anir sínar, það er líka hluti lýðræð
isins. En orðum fylgir ábyrgð, og
ábyrgðin vex í samræmi við þau áhrif
og völd sem menn hafa. Þess vegna
leggja menn við hlustir þegar for
maður fjárlaganefndar Alþingis tjá
ir sig, hvort sem það er um væntan
legan niðurskurð fjárveitinga til
Ríkisútvarpsins vegna óánægju með
fréttaflutning, uppsagnir opinberra
starfsmanna vegna niðurskurðar op
inberrar þjónustu eða ríkisábyrgð á
skuldbindingum Íbúðalánasjóðs –
eða skort á slíkri ábyrgð.
Þeim orðum fylgir ábyrgð sem
þingmaðurinn fær vonandi risið
undir, og það sem meira er, vonandi
einnig þeir þingmenn og stjórnmála
flokkar, í umboði hverra formaður
fjárlaganefndar starfar.n
Gáð til veðurs Það getur verið frískandi að standa við sjávarkambinn og fá rokið beint í andlitið, eins og þessi manneskja virðist vera að gera vestur á Granda.
Mynd SiGtRyGGuR ARiMyndin
Umræða 13Miðvikudagur 6. nóvember 2013
„Ekki verður ann-
að lesið út úr
þessum orðum en það
að starfsmenn ríkisins
séu of vinstrisinnaðir
Kjallari
Árni Þór
Sigurðsson
þingmaður skrifar