Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 15
Sport 15Miðvikudagur 6. nóvember 2013 Bestu framherjapör ensku deildarinnar n Eiður Smári og Jimmy Floyd Hasselbaink í hópi þeirra bestu Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is F ramganga þeirra Luis Suarez og Daniel Sturridge með Liverpool á yfirstand- andi tímabili hefur ver- ið tilefni vangaveltna um bestu framherjapör í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Saman hafa þeir skorað 14 mörk í deildinni í 14 leikjum á þessu tímabili sem er eins gott og það gerist. Vefmið- illinn FTBpro tók fyrir skemmstu saman lista yfir bestu framherj- apör í sögu ensku úrvalsdeildar- innar. Þarna er að finna kunnug- leg nöfn og komast til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hassebaink, sem gerðu garðinn frægan með Chelsea, á listann. Aðrir í þessum hópi eru minna þekktir, að minnsta kosti fyrir yngri kynslóðina, og má þar nefna leikmenn eins og Niall Quinn og Chris Sutton sem báðir voru frá- bærir leikmenn. Á toppnum tróna þó Andy Cole og Dwight Yorke en þeir leiddu framlínu Manchester United meðal annars þegar liðið vann þrennuna árið 1999; ensku úrvalsdeildina, Meistara deild Evrópu og ensku bikarkeppnina. Ef Suarez og Sturridge halda upptekn- um hætti er aldrei að vita nema þeir komi sér á þennan lista áður en langt um líður. Þá er aldrei að vita nema Robin van Persie og Wayne Rooney geri tilkall til þess ef United hrekkur í gang af fullum krafti. n 1 Dwight Yorke og Andy Cole Manchester United Það er í raun aldrei spurning hvaða framherjapar er það besta frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Yorke var keyptur frá Aston Villa sumarið 1998 og small eins og flís við rass í United-liðið við hlið Andy Cole sem hafði komið þremur árum áður. Þeir skildu hvorn annan fullkomlega þótt þeir væru vissulega ólíkir leikmenn. Þeir skoruðu samtals 53 mörk tímabilið 1998/99 og voru lykilmenn þegar liðið vann þrennuna árið 1999. Þeir spiluðu saman tvö tímabil til viðbótar en yfirgáfu báðir United árið 2002. 2 Alan Shearer og Chris Sutton Blackburn Rovers Englendingarnir Alan Shearer og Chris Sutton skoruðu samtals 49 mörk tímabilið 1994/95 og var það frábær samvinna þeirra sem skilaði Blackburn, flestum að óvörum, úrvalsdeildartitlinum það árið. Sutton hafði komið frá Norwich árið 1994 þar sem hann vakti verð- skuldaða athygli. Tímabilið á und- an hafði hann skorað 25 mörk í 41 leik í úrvalsdeildinni. Þetta tímabil, 94/95, skoraði Shearer samtals 37 mörk en Sutton fylgdi á eftir með 21. Shearer hélt uppteknum hætti næstu ár á meðan gengi Sutton dalaði hratt. 3 Thierry Henry og Dennis Bergkamp Arsenal Frakkinn Thierry Henry og Hollendingurinn Dennis Berg- kamp eru líklega hæfileikaríkustu leikmennirnir í þessari upptaln- ingu. Þeir léku saman hjá Arsenal í sex ár og unnu fjölda titla saman undir stjórn Arsene Wenger: úrvalsdeildartitla og bikartitla svo dæmi séu nefnd. Bergkamp var oftar en ekki sá sem skapaði færin á meðan Henry sá um að klára þau. Báðir áttu frábæran feril í úrvalsdeildinni og verður þeirra beggja minnst sem tveggja af bestu leikmönnum í sögu úrvals- deildarinnar. 4 Alan Shearer og Les Ferdinand Newcastle Alan Shearer gekk í raðir Newcastle frá Blackburn árið 1996 þar sem hann hitti fyrir marka- hrókinn Les Ferdinand. Því miður spiluðu þeir aðeins eitt tímabil saman, 1996/97, en það tímabil voru þeir óstöðvandi. Saman skor- uðu þeir 49 mörk og var Newcastle býsna nálægt því að vinna ensku úrvalsdeildina. Liðið endaði í 2. sæti, sjö stigum á eftir Manchester United sem varð Englandsmeist- ari. Ferdinand skoraði 16 mörk í deildinni en Shearer varð marka- kóngur, einu sinni sem oftar, með 25 mörk. 5 Robbie Fowler og Stan Collymore Liverpool Luis Suarez og Daniel Sturridge mynda líklega besta framherjapar Liverpool frá því að Fowler og Collymore voru upp á sitt besta. Collymore samdi við Liverpool árið 1995 og hitti fyrir hinn magn- aða Robbie Fowler sem virtist geta skorað að vild. Tímabilið 1995/96 skoruðu þeir saman 42 mörk í deildinni og var það oftar en ekki Collymore sem sá um að mata Fowler ef hann skoraði ekki sjálf- ur. Endir var bundinn á samstarf þeirra árið 1997 þegar Collymore var seldur til Aston Villa. 6 Niall Quinn og Kevin Phillips Sunderland Forráðamenn Sunderland væru eflaust til í að hafa jafn góða fram- herja í liðinu í dag og það var með tímabilið 1999/2000. Þá voru Niall Quinn og Kevin Phillips upp á sitt besta en Sunderland-liðið hafði komið upp í úrvalsdeildina vorið 1999. Þeir sáu til þess að Sunderland náði 7. sætinu vorið 2000 og skoruðu þeir félagar saman 44 mörk. Phillips varð markakóngur deildarinnar og raunar markakóngur Evrópu þetta tímabil og er enn þann dag í dag eini Englendingurinn til að ná þeim árangri. 7 Eiður Smári og Jimmy Floyd Hasselbaink Chelsea Þeir voru gjarnan kallaðir eldur og ís vegna þess hversu ólíkir leikmenn þeir voru. Staðreyndin er þó sú að Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink voru hin fullkomna blanda; Jimmy kom frá Atletico Madrid árið 2000 á 15 milljónir punda en Eiður kom frá Bolton fjórum dögum síðar á fjórar milljónir punda. Tímabilið 2001/02 skoruðu þeir saman 52 mörk í öllum keppnum og endaði Chelsea í 6. sæti það tímabilið. Tveim- ur árum síðar, vorið 2004, endaði Chelsea í 2. sæti deildarinnar þökk sé framlagi þeirra félaga. 8 Andy Cole og Peter Beardsley Newcastle Andy Cole og Peter Beardsley mynduðu ógnarsterkt sóknarpar á fyrstu árum ensku úrvalsdeildar- innar. Beardsley gekk í raðir Newcastle frá Everton árið 1993 og sama ár kom Andy Cole, sem þá var ungur að árum, til félagsins. Saman skoruðu þeir 55 deildar- mörk og varð Andy Cole marka- hæstur með 34 mörk. Newcastle endaði það tímabil í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Sam- starf þeirra varði ekki lengi enda keypti Manchester United Cole af Newcastle árið 1995. Magnaðir Cole og Yorke mynduðu hættulegasta fram- herjapar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool vill ungstirni Barca Liverpool og Tottenham eru sögð vera meðal þeirra liða sem berj- ast um hinn 21 árs gamla Sergi Roberto, leikmann Barcelona. Þessi ungi en mjög svo efnilegi miðjumaður hefur fengið fá tæki- færi hjá Spánarmeisturunum enda hefur liðið á sínum snærum marga af bestu miðjumönnum heims. Spænska blaðið El Mundo Deportivo greinir frá því að í samningi Roberto sé klásúla um að hann megi yfirgefa Barcelona komi tilboð upp á 20 milljónir evra, 3,3 milljarða króna. Spurn- ingin er því hvort ensku liðin séu reiðubúin að rífa upp veskið í janúar. Hópurinn kynntur á morgun Á morgun ræðst hvaða leikmenn verða þátttakendur í leikjum Ís- lands og Króatíu sem fram fara 15. og 19. nóvember. Sú þjóð sem hefur betur í viðureignunum tveimur kemst á HM í Brasilíu á næsta ári. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í höfuðstöðv- um KSÍ þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynna val sitt. Um er að ræða mikilvæg- ustu leiki landsliðsins frá upp- hafi auk þess sem sjaldan hefur verið meiri samkeppni um stöður í liðinu. Forvitnilegt verður því að sjá hverjir verða með og hverjir bíta í það súra epli að þurfa að sitja heima. 22 leikir í röð án taps Barcelona tekur á móti AC Milan í kvöld í einum af stórleikjum fjórðu umferðar í riðlakeppni Meistara- deildarinnar. Leikurinn fer fram á Nou Camp, heimavelli Barcelona. Fyrri leikur þessara liða í septem- ber endaði með 1–1 jafntefli í Mílanó. Barcelona hefur verið í fínu formi að undanförnu og ekki tapað í síðustu 22 leikjum sínum í öllum keppnum. Síðasti tapleikur liðsins var gegn FC Bayern í und- anúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Barcelona er á toppi spænsku deildarinnar en AC Milan er í basli í þeirri ítölsku þar sem liðið situr í ellefta sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.