Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Síða 16
16 Lífsstíll 6. nóvember 2013 Miðvikudagur Vinabönd á Fiðrildafögnuði n Aðgöngumiðinn er táknrænn í ár F iðrildafögnuður UN Women verður haldinn þann 14. nóvem- ber og verður kvöldið í ár tileink- að þolendum sýruárása. Allur ágóði af kvöldinu rennur til Styrktar- sjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. UN Women vinnur að því að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt. Auglýsingaherferð samtakanna hefur vakið athygli en þar sitja fyrir þekktar konur og hefur helm- ingur andlits þeirra verið afmyndaður með aðstoð myndvinnsluforrits. Frið- rika Hjördís Geirsdóttir og Unnur Stef- ánsdóttir leikkona eru meðal þeirra sem birtast í herferðinni. Fiðrildafögnuður UN Women er mikill viðburður. Helsta listafólk Ís- lands leggur samtökunum lið, þess á meðal, dansarar Íslenska dansflokksins sem sýna verk, landsþekktar leikkonur verða með gjörning, Sigríður Thorlaci- us og Högni Egilsson skemmta svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem kaupa sér miða á kvöldið fá sérstakt vinaarmband sem gildir sem aðgöngumiði. Vinaarmböndum fylgir aldagömul hefð á Indlandi. Þegar boðið er til veislu deilir gestgjafi ávallt vinaarm- böndum til gesta sinna sem mæta síð- an í veisluna með armbandið. Elínrós Lín- dal var meðal þeirra fyrstu sem fékk sér arm- band en vina- armböndin eru afhent í verslun hennar ELLU á Ingólfsstræti. n kristjana@dv.is Eldaði ofan í tívolígesti n Jóhannes Tryggvi ætlar í langþráð frí með nýbakaðri eiginkonu sinni F jölskyldufaðirinn Jóhann- es Tryggvi Sveinbjörnsson starfar sem stoðkerfismeð- höndlari á virkum dögum. Á kvöldin og um helgar fer hins vegar allur hans metnaður í að elda góðan mat og vonast hann nú til að sigra í keppni um besta matarboð- ið í sjónvarpsþættinum Borð fyrir fimm. „Ég tek þátt ásamt konunni minni, Guðnýju Ósk,“ segir Jóhann- es en þau Guðný gengu í hjónaband 1. júní síðastliðinn og vonast til að geta nýtt sigurlaunin í brúðkaups- ferð. „Það er ein milljón í verðlaun og ef við vinnum, sem við gerum auðvitað, þá skellum við okkur í langþráð frí til Kaliforníu.“ Þeytt skyr eins og bragðarefur Jóhannes og Guðný fengu dómar- ana Svavar Örn, Ölbu og Sigga Hall í heimsókn og hafði Jóhannes lagt á sig mikla rannsóknarvinnu til að maturinn felli þeim í geð. „Það versta sem getur gerst er þegar mað- ur hefur til dæmis eldað dýrind- is lambalæri en matargesturinn af- þakkar því hann borðar ekki lamb. Ég reyndi því að sérsníða forréttinn að Sigga Hall og hugsaði til Svav- ars og Ölbu við gerð aðalréttarins. Ég vissi að þau væru öll mikið eft- irréttafólk og gerði því grimman desert, súkkulaðiköku og þeytt skyr með frosnum bláberjum, sem er svakalega gott og verður alveg eins og bragðarefur eftir góðan snúning í blandaranum,“ segir Jóhannes sem gefur lesendum DV.is uppskrift að skyrísnum. Starfaði sem tívolíkokkur Jóhannes starfaði í mörg ár sem kokkur, bæði hérlendis og erlend- is. „Ég vann til dæmis á veitingastað í Bláa lóninu og á skipinu (Freigát- unni) í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þá var ég við nám í stoðkerfisfræðum og vann samhliða náminu við að elda ofan í tívolígesti. Þar var oft mik- ill hasar, enda mættu í mat 250–300 manns á dag. Mér finnst hins vegar mun skemmtilegra að nostra við eldamennskuna og fylgja disknum alla leið, svo nú nýt ég þess að elda bara fyrir vini og vandamenn.“ Jó- hannes sneri sér því frá kokkastörf- um enda er nóg að gera í dagvinnu Jóhannesar sem stoðkerfismeð- höndlari. „Það er fullbókað alla daga hjá okkur á Postura. Ég hjálpa fólki með stoðkerfið og leiðrétti skekkjur í líkamanum.“ Jóhannes segist hafa skráð þau í þessa keppni til þess að vinna og hefur góða tilfinningu mið- að við hversu vel matarboðið gekk. „Ég veit ekki hvernig það verður að sjá þetta í sjónvarpinu, ég fæ eflaust svakalegan kjánahroll, en ég er alla- vega byrjaður að skoða flugmiðann til Kaliforníu,“ segir Jóhannes hlæj- andi að lokum. n Vilja til Kaliforníu „Það er ein milljón í verðlaun og ef við vinnum, sem við gerum auðvitað, þá skellum við okkur í langþráð frí til Kaliforníu.“ Aðstandendur Fiðrildaviku Aðstandendur Fiðrildaviku eru komnir með fallegu vinaböndin. Til siðs er að láta góða vinkonu binda það á sig. Ella Ella var með þeim fyrstu til að setja upp vinaband og fékk góða vinkonu sína til að binda það á sig. Einfaldar hárgreiðslur Flesta langar til þess að breyta stöku sinnum til án mikillar fyrir- hafnar. Þessar hugmyndir að ein- földum hárgreiðslum tók vefsíðan Sheknows.com saman. Einfaldur hnútur Hér er hárinu safnað saman uppi á hvirflinum og hárinu snúið í hnút, listin er að nota hárpinna til að fela lausa enda og festa hnútinn. Hafið hann lausan í sér fremur en fastan. Hárband Setjið á ykkur hárband og haf- ið hárið lauslega greitt. Festið svo hárið upp með hárspennum yfir hárbandið. Flétta og hnútur Hér er hárið fléttað á hvolfi upp á hvirfilinn og hárinu svo snúið í hnút. Skemmtileg greiðsla. Falskur bob Konur með sítt hár dreymir gjarnan um að fara í klippingu. Hér er sítt hár fest svo það virðist vera stutt. Þunglyndi í kjölfar kreppu Almenn ánægja fólks, í þeim lönd- um sem urðu verst út úr efna- hagsþrengingunum sem hófust á haustmánuðum 2008, minnkaði talsvert í kjölfar niðursveiflunn- ar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, efnahags- og framfarastofn- unarinnar. Ef borin eru saman árin 2007 og 2012 sést að ánægja fólks minnkaði mest á Grikklandi, Spáni og Ítalíu – í þessari röð. Þess- ar þjóðir fóru allar illa út úr efna- hagsniðursveiflunni. Ánægja fólks í Ástralíu, Kanada, Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Sviss og Nýja-Sjálandi jókst hins vegar umtalsvert á þess- um tíma. „Skýrslan ætti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD, um niðurstöðurnar og bætti við að markmið allra þjóða hlyti að vera að bæta líf þegna sinna. Skyrís n 250 gr frosin bláber n 250 gr hrært skyr n 1 msk. hunang n Nokkur lauf af myntu n Sykur Setjið allt í blandara og maukið saman. Það þarf að hafa snarar hendur við þennan eftirrétt. Eftirrétturinn er settur í smáskálar og inn í frost í nokkrar mínútur. Borið fram með jarðarberjum og bláberjum. Jarðarberin skorin í 4 hluta, smá sykri og myntu bætt við og blandað saman. Látið standa í 2 tíma í kæli (reglulega velt með skeið).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.