Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Side 18
S nyrtimeðferðir geta sligað pyngjuna. Sér í lagi meðferð- ir sem ganga út að hreinsa og styrkja húðina. Fáir vita að í eldhúsinu leynast ódýr- ar og afskaplega góðar snyrtivörur sem duga vel til þess að losa húð við dauðar húðflögur og gera hana um leið áferðarfallegri. Hér eru fjórar þeirra allra bestu. 1 1. Sykur Fíngerður hvítur sykur er algengt innihald í skrúbbum sem seldir eru til fegrunar. Stærð sykurkornanna er tilvalin til þess að skrúbba burtu dauðar húðflögur án þess að særa húðina. Sykur er einnig góður í skrúbba vegna þess að hon- um er auðvelt að blanda saman við önnur innihaldsefni. n Fyrir bólgur í húð: Sykur, hunang, sítrónusafi og tetrjáolía. n Fyrir þroskaða húð: Sykur, dökkt kakóduft, kókosolía og möndluolía. n Til að jafna húðlit: Sykur, papaja, hunang og tómatar. n Klassískur sykur-skrúbbur: Sykur og kókosolía. 2 Salt Ef þú glímir við bólur eða feita húð ættir þú að prófa salt. Salt virkar gegn bakteríum og þurrkar húðina lítið eitt og þess vegna er það mátt- ugt í baráttunni við bólur og bólgur. Prófaðu að bæta þessum innihalds- efnum við saltið til þess að búa til skrúbb sem vinnur á bólum. n Aloe Vera-gel n Eplaedik n Grænt te n Maukaður papaja-ávöxtur n Sítrónusafi (bættu við smá kókosolíu) n Hunang n Grísk jógúrt Ef þú vilt búa til maska sem er jafn- vel enn kraftmeiri skaltu leysa upp salt í heitu vatni, bæta síðan öðrum innihaldsefnum við og að síðustu nokkrum saltkornum. 3 Kaffi Kaffi-skrúbbur ilmar vel og örvar húðina. Það stuðlar að endurnýjun húðarinnar, fjarlægir dauðar húðfrumur og virkar vel á bauga undir augum. Gott er að nota kaffi-skrúbb á andlit einu sinni til tvisvar í viku. Ekki skemmir fyrir að skrúbburinn er hressandi og vekur þreytta rækilega til lífsins í morgunsturtunni. Hér eru nokkrar hugmyndir. n Til mýkingar: Kaffikorgur, ólífu- olía og hunang. n Fyrir þroskaða húð: Kaffikorgur, bláber (maukuð) og jojoba-olía. 4 Haframjöl Þeir sem þjást af kláða eða exemi ættu að prófa haframjöl. Það er ekki eingöngu gott til að hreinsa í burtu dauðar húðflögur heldur róar það órólega húð. Haframjöl er mildasta snyrtivaran af þeim sem hafa verið taldar upp hér og hefur líka þann eiginleika að hreinsa húðina vel. Það er mjög gott og slakandi að nota heitt vatn til þess að bleyta í höfrunum áður en þeir eru notaðir. n Klassískur hafra-skrúbbur: Haframjöl og heitt vatn. n Róandi skrúbbur: Haframjöl, rósavatn og gúrka (maukuð). n Slakandi skrúbbur: Haframjöl, kamillute og jojoba-olía. n Rakagefandi skrúbbur: Hafra- mjöl, kókosmjólk og hunang. n Nærandi og styrkjandi skrúbb- ur: Haframjöl, bláber (maukuð), ólífuolía og hunang. 18 Lífsstíll 6. nóvember 2013 Miðvikudagur Góðar snyrtivörur beint úr eldhúsinu n Ódýrir, hollir og góðir líkamsskrúbbar n Hressandi og mýkjandi Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Hollar snyrtivörur Þær snyrtivörur sem finna má í eldhúsinu heima eru hollar og án aukaefna og hafa góða virkni. Avókadóolía í hárið Nú eru hárolíur í tísku, en besta leiðin til að næra hárið er með náttúrulegum hárolíum. Ein allra besta olían til að næra hár- ið er avókadóolía. Sú olía nærir hárið að innan sem utan og gef- ur glansandi áferð. Ekki skemm- ir fyrir að olían er afskaplega næringarrík og góð á salöt. Er hægt að sofa of mikið? Flestir vita að of lítill svefn getur valdið alvarlegum heilsufars- vandamálum, en er hægt að sofa of mikið? Ný rannsókn gefur til kynna að of mikill svefn valdi jafn alvar- legum vandamálum og of lítill svefn. Rannsóknin var framkvæmd á Centers for Disease Control í Bandaríkjunum og þar kom í ljós að of mikill svefn leiddi til hjarta- vandamála og sykursýki, hærri blóðþrýstings og aukinnar hættu á heilablóðfalli. Jafnvel meiri en hjá þeim sem sofa of lítið. Rannsóknin tók til 54,269 karla og kvenna, 45 ára og eldri. Of lítill svefn var skilgreind- ur sem sex tímar og minni og of mikill 10 klukkustundir eða meira. Í rannsókninni kom fram að æskilegastur svefntími er á milli sjö og níu tímar á nóttu. Rannsakendur taka fram að enn sé margt á huldu hvað varð- ar áhrif svefntíma á heilsu en segja vísbendingarnar gefa fullt tilefni til að varast of langan svefn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.