Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Side 19
Menning 19Miðvikudagur 6. nóvember 2013
Gömul sannindi og ný
S
kiptir máli eftir hvern lista
verk er, svo framarlega sem
það er gott? Og hver á að
dæma um það hvað telst gott
listaverk? Hver er munurinn
á list Jackson Pollocks og nafnlausa
málarans sem gerir vinsæl portrett af
grátandi dreng eða suðrænni konu
og hægt er að kaupa á þúsundkall
í Góða hirðinum? Og hvenær vit
um við hvort málverk eftir meistar
ana eru fölsuð? Eru sérfræðingarnir
í listum ekki bara til þess að fjárfest
arnir getir verið öruggir um að listin
sem þeir hafa safnað haldi örugglega
verðgildi sínu?
Leikritið um Pollock eftir Steph
en Sachs sem nú er sýnt í Kassa
Þjóðleikhússins snýst nokkurn veg
inn um þessar spurningar. Kringum
stæður leiksins eru ósköp einfaldar;
hámenntaði listfræðingurinn Lionel
heimsækir fyrrverandi barþjóninn
Maud sem býr í hjólhýsi, til að ganga
úr skugga um hvort málverk sem
hún á í fórum sínum sé eftir einn
þekktasta málara Bandaríkjanna á
síðustu öld, Jackson Pollock. Ekki
aðeins varð Pollock þekktur fyrir sér
stakar aðferðir sínar við listsköpun
ina, heldur hafa málverk hans selst
fyrir hæstu upphæðir sem um getur
í heimi listanna.
Að búa með málverki
Maude, hvít lágstéttakona með
vondan listrænan smekk, býr í hjól
hýsi og er ekki öll þar sem hún er
séð. Bak við kitsið og skranið sem
hún hefur sankað að sér og ein
falt er að dæma hana af, er mann
eskja sem veit lengra en nef hennar
nær. Snobbaði listfræðingurinn sem
kemur á einkaþotu listastofnun
ar til að gera úttekt á málverki sem
Pollock hefur hugsanlega málað, er
líka mannlegur inn við beinið, þótt
hann sé óttalega rúðustrikaður í
upphafi leiks. Hér takast lærð þekk
ing og tilfinningar hressilega á um
smekk og viðhorf í listum og menn
ingu. Þannig gæti leikritið um Poll
ock alveg eins verið um akademíska
leiklistargagnrýnandann og Gunnu
kennara, konuna hans Jóns renni
smiðs í Sandgerði, sem þrátt fyr
ir allt lætur ekki misvísandi gagn
rýni segja sér hvað hún á að sjá í
leikhúsinu. Hún lærir smám saman
sjálf hvað henni finnst gott og vont
í þeim efnum, rétt eins og Maude
sem hefur lært að meta list Poll
ocks með því að búa með málverki
sem hún er sannfærð um að er eft
ir hann, hvað sem listfræðingurinn
segir. Maude hefur gengið sinn eig
in menntaveg og þarf ekki að láta
einhvern afdankaðan menntamann
segja sér fyrir verkum þegar kem
ur að því að meta raunverulegt gildi
listarinnar sem felst í öðru en verð
gildi hennar. Það eru gömul sann
indi og ný.
Fátt sem kemur á óvart
Auðvitað varð Þjóðleikhúsið að setja
upp leikrit um einn frægasta list
málara Bandaríkjanna á síðustu
öld, fyrst Borgó var búið að setja
upp leikrit um annan jafn frægan.
Að vísu er Pollock ekki á sviðinu
eins og Rothko, en verkið er engu að
síður um hann og málverkin hans.
Bæði þessi verk sverja sig í sömu
ættina, þau eru það sem kallað hef
ur verið „the well made play“ – þau
eru vel skrifuð samkvæmt formúl
unni. Höfundurinn heldur vel utan
um persónusköpun, það er þægi
leg framvinda í verkinu og sagan
er skemmtileg en ekki síst hlý og
mannleg. Verkin sýna okkur óvænt
ar hliðar á persónum sem í upphafi
eru á öndverðum meiði, virðast ein
faldar og lítilsigldar og/eða þröng
sýnar og hrokafullar en mætast svo á
miðri leið þegar þær fella grímurnar
og leyfa okkur að skyggnast inn í for
tíð sína og einkalíf. Um leið afhjúpa
þær gagnkvæma fordóma hvor um
aðra og andúð áhorfenda breytist
í samúð eða öfugt. En allt er þetta
einhvern veginn svo fyrirsjáanlegt,
það er fátt sem kemur á óvart en
þetta eru einmitt leikritin sem enn
halda leikhúsunum gangandi.
Á þekktum nótum
Eins og í leikritinu sjálfu, kemur
fátt á óvart í sviðsetningunni. Hér
eru engin sérstök tíðindi á ferð, það
geta allir farið að sjá þessa sýningu
án þess að lesa það sem um hana
er skrifað, hún gerir engar sérstakar
kröfur til áhorfenda. Hún er fyrst og
fremst ætluð til að skemmta þeim og
hún gerði það á frumsýningu, vegna
þess að leikararnir tveir, þau Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson,
eru fyrir löngu orðnir landsþekkt
ir fyrir gamanleik sinn og hreint dá
samlega leikhæfileika. Það hefði þó
verið gaman að sjá þau bregða að
eins út af sporinu, sýna á sér nýjar
hliðar en kannski gaf verkið ekki til
efni til þess. Þau sigldu bara áfram
á sínum þekktu nótum, hreyfingar,
látbragð og tímasetningar Ólafar
Hrannar alveg pottþéttar, nokkuð
sem hún er löngu orðin meistari í.
Pálmi virtist í upphafi ætla að fara
nýja leið, skapa alveg nýjan karakt
er í safnið, en þegar kom að átökun
um milli Lionels og Maude, var eins
og allt færi í sama gamla farið, góð
kunningi steig á svið með gamla vel
þekkta takta, nema að leikstjórinn,
Hilmir Snær Guðnason, hafi gef
ið honum of lausan tauminn. Sér
kennilegt annars hvað íslenskum
leikurum tekst oft að breyta
dramatík í bægslagang, nema
bægslin séu bara innifalin í úrelt
um en síendurteknum natúralisma
dramatíska leikhússins?
Snotur sýning
Þýðing Mikaels Torfasonar var nú
tímaleg og skemmtilega kjaftfor
og leikararnir nýttu sér hnyttnina í
texta hans í mörgum sprenghlægi
legum tilsvörum. Sviðsmyndin,
hjólhýsið þar sem leikurinn fer
fram, er verk Helgu I. Stefánsdóttur,
nokkuð nákvæm eftirlíking af inn
volsi slíkrar vistarveru, en kannski
óþarflega fyrirferðarmikið í þessu
litla verki. Áhorfendur fá á tilfinn
inguna að þeir liggi á hleri þar sem
fjórði veggurinn hefur verið sagaður
út úr framhlið hjólhýsisins. Helga er
einnig búningameistari verksins og
eltir viðteknar klisjur um fatasmekk
persónanna, Maude í ódýrum gervi
efnum á gullskóm, dálítið hall
ærisleg, Lionel í dýrari fatnaði með
þverslaufu og í leðurskóm, dæmig
erður klæðaburður menntamanns
ins. Málverkið eftir Pollock sem
allt snýst um er verk Victor Cilia og
eitt fallegasta atriði sýningarinnar
er undir lokin þegar Maude er aft
ur orðin ein með Pollock sínum og
málverkið lifnar við með viðeig
andi leikhúsbrellum svo sérkenni
legir undraheimar Pollocks koma í
ljós. Þetta er svona eins og sagt er í
fasteignaauglýsingunum, snotur og
snyrtileg sýning, sem þýðir að það
er allt í lagi að kíkja á hana. Síðan
er spurning hvort maður endilega
kaupir hana. n
Lærð þekking og
tilfinningar takast á
Kringumstæður leiksins eru
ósköp einfaldar; hámennt-
aði listfræðingurinn Lionel
heimsækir fyrrverandi
barþjóninn Maud sem býr
í hjólhýsi, til að ganga úr
skugga um hvort málverk
sem hún á í fórum sínum sé
eftir einn þekktasta málara
Bandaríkjanna á síðustu
öld, Jackson Pollock.
Mynd eddi@internet.iS
Leiklist
Hlín Agnarsdóttir
Pollock
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Magnús Arnar
Sigurðarson
Þýðing: Mikael Torfason
Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi
Gestsson
Myndbandshönnun: Arnar Steinn
Friðbjarnarson, Helena Stefánsdóttir
Sýnt í Kassanum
„Eins og í
leikritinu
sjálfu, kemur
fátt á óvart í
sviðsetningunni
Sýning fyrir
náttúru-
unnendur
Magnús Hannibal Traustason og
Dagbjört Matthíasdóttir opnuðu
sína sjöttu myndlistarsýningu á
Kaffi Loka síðastliðinn sunnudag.
Maggi og Dagga hafa áður haldið
sýningar í Gerðubergi í Reykja
vík og Norðurporti á Akureyri, svo
eitthvað sé nefnt. Hjónin vissu að
eigin sögn ekki alveg hvað þau
voru að fara út í þegar þau skráðu
sig á helgarnámskeið í olíumál
un fyrir sex árum, en síðan þá
hefur listin skipað æ ríkari sess í
lífi þeirra. Náttúruunnendur ættu
að geta notið sýningarinnar en
myndlist hjónanna byggir á fyrir
myndum úr íslenskri náttúru.
Sýningin mun standa yfir þangað
til í lok nóvember.
Hausttónleikar
Skólahljóm
sveitar Kópavogs
Skólahljómsveit Kópavogs mun
í dag miðvikudag, 6. nóvember,
halda sína árlegu hausttónleika í
Háskólabíói og hefjast þeir kl. 19.30.
Á tónleikunum á miðvikudaginn
koma fram þær þrjár lúðrasveit
ir sem starfræktar eru undir nafni
Skólahljómsveitarinnar og flytja
fjölbreytta og skemmtilega tónlist.
Þema tónleikanna er Bland í poka,
þar sem tónlistin kemur úr öllum
áttum og er af öllum stíltegundum.
Meðal þess sem er á efnis
skránni er óperutónlist eftir Verdi, í
tilefni þess að í ár eru 200 ár liðin frá
fæðingu hans, popptónlist Michaels
Jackson, frumsamin lúðrasveitatón
list, djasstónlist Duke Ellington og
klassík eftir Ravel.
Mikil aðsókn er að jafnaði í
Skólahljómsveit Kópavogs og við
síðustu innritun voru fimm um
sóknir um hvert laust pláss. Í helg
arviðtali nýverið greindi Sóley Tóm
asdóttir frá því hversu góð áhrif
þátttaka hennar í sveitinni hafði á
líf hennar.
Ekki verður hægt að fjölga mik
ið í sveitinni á næstunni þar sem
æfingahúsnæði hljómsveitarinnar
er nú þegar of lítið og rúmar varla
þann fjölda sem þegar er viðloðandi
starf hennar, en um 170 börn sækja
æfingar hjá SK í viku hverri.
Fyrirlestur
um ísmanninn
Norðmaðurinn dr. Torstein
Sjövold mun á fimmtudag halda
fyrirlestur um ísmanninn Ötzi
sem fannst í ítölsku Ölpunum
árið 1991. Fyrirlesturinn fer fram
í Bókasal Þjóðmenningarhússins
og hefst klukkan 16 og er að
gangur ókeypis. Athygli er vak
in á að fyrirlesturinn fer fram á
ensku. Sjövold hefur verið virkur
þátttakandi í rannsóknum á Ötzi
og auk þess stundað rannsókn
ir á manna og dýrabeinum úr
fornleifarannsóknum.