Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Side 22
R
obin Lawley sat fyrir hjá
Ralph Lauren og hefur setið
á forsíðum ítalska Vogue en
þegar mynd af henni birtist
í korseletti á Facebook varð
hún fyrir heiftarlegu aðkasti.
Athugasemdir við myndina voru
grófar: Svín, of feit og of þung. Lærin
á Robin snertust og það fannst fólki
óboðlegt.
Robin hefur átt velgengni að
fagna, hún hannar sundföt og hef-
ur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir
hönnun sína. Hún er með bein í nef-
inu og svaraði grófum athugasemd-
um fullum hálsi: „Þið sitjið bak við
tölvuskjái og hlutgerið líkama minn,
dæmið og gerið lítið úr honum án
þess að gera ykkur grein fyrir því.“
Kúgunartæki
Robin lét sér ekki nægja að svara
athugasemdunum og skrifaði pistil
í The Daily Beast í síðustu viku gegn
þeim sem réðust að henni og sagði
athugasemdirnar „kúgunartæki til
þess að fá hana til þess að hætta að
elska líkama sinn.“
Viðbrögð við greininni létu ekki
á sér standa og Robin var boðið að
tala um þráhyggjuna fyrir bili á milli
læra í NBC Today-þættindum. Hún
útskýrði hvað þetta ógnvænlega
orð þýðir – „læragap“: „Þegar lærin
snertast ekki þegar þú stendur með
báða fætur saman.“
Hún segist hafa verið meðvit-
uð um að slíkt gap á milli læra sé
æskilegt frá 12 ára aldri og telur þrá-
hyggjuna hafa undið upp á sig með
tilkomu Instagram, Facebook og
Twitter.
Twitter-síða helguð læragapi
Cöru Delevingne
Á þessum samskiptamiðlum er
vinsælt að taka sjálfsmyndir, og þá
helst myndir sem sýna fegurð og
gjörvileika. Læragapið á sér eigið
„hashtag“ á Twitter og Instagram
og þá er skrifað undir myndirn-
ar: lærin snertast ekki. Á Twitter er
meira að segja sérstök síða helguð
læragapi ungu fyrirsætunnar Cöru
Delevingne.
Ýtt undir átröskun
Önnur fyrirsæta í yfirstærð hefur
rætt um þessa áherslu sem flestum
konum reynist líkamlega ómögulegt
að uppfylla. Naomi Shimada byrj-
aði á barnsaldri í fyrirsætubransan-
um og var þá tággrönn. Eftir því sem
hún eltist breyttist líkami hennar og
Naomi varð um tíma að hætta að
sitja fyrir þar til hún ákvað að verða
fyrirsæta í yfirstærð.
„Þetta er ekkert nýtt, svona hefur
þetta verið árum saman og kemur að
hluta til frá tískuiðnaði sem vill ekki
gangast við því að konur séu mis-
jafnar í vexti,“ segir Naomi og bætir
því við að iðnaðurinn sé í eðli sínu
anorexískur og með því að nota að-
eins grannar fyrirsætur ýti hann und-
ir átröskun stúlkna og kvenna.
Caryn Frankin, fyrrverandi tísku-
þáttastjórnandi, hefur snúið ferli sín-
um við og vinnur nú að því að minna
á fjölbreytileika kvenna. Hún tók
sterkt til orða: „Við erum nú hluti af
menningu sem sannfærir konur um
að það sé aðeins ytra byrðið sem
skiptir máli. Ungar konur hafa ekki
nægilega margar kvenfyrirmynd-
ir sem sýna þeim annað, gáfur og
gjörðir. Þeirra í stað eru lausklæddar
stjörnur. Það er sorglegt, en ungar
konur horfa til tískubransans og leita
að leiðsögn um hvað það er að vera
kona.“
Robin Lawley ætlar ekki að láta
undan þessum þrýstingi, og segist
vilja vera sterk með sterk læri. Hún
vilji hlaupa hraðar og synda lengur.
Þá vill hún vera sterk fyrirmynd
dóttur sinnar. „Það síðasta sem ég vil
er að dóttir mín svelti sig til þess að
lærin snertist ekki þegar hún vex úr
grasi.“ n
22 Fólk 6. nóvember 2013 Miðvikudagur
Rihanna á toppnum sjö ár í röð
R
ihanna er þriðji tónlistar-
maður sögunnar sem stát-
ar af þeim árangri að hafa átt
sjö lög á jafnmörgum árum
á toppi vinsældalistans í Bretlandi.
Nýjasta lag hennar, The Monster,
hefur náð feikilegum vinsældum á
skömmum tíma og situr ofarlega á
vinsældalistum úti um allan heim.
Rapparinn Eminem veitir henni
liðsauka í laginu og má finna lagið
á væntanlegri plötu kappans sem
heitir The Marshall Mathers LP 2.
Platan kemur út í næstu viku.
Elvis Presley og hljómsveitin
The Beatles hafa áður náð þess-
um merkilega áfanga og telst The
Beatles sem ein eining. Frá árun-
um 1957–1963 náði Elvis að tróna á
toppi vinsældalistans með sjö mis-
munandi lög á sjö árum. Bítlarnir
gerðu slíkt hið sama árin 1963–1969.
Rihanna er 25 ára og hefur gefið
út sjö plötur þrátt fyrir ungan ald-
ur. Poppgyðjan er ein sú vinsælasta
í heiminum og hefur starfað með
þeim færustu í bransanum. Fræg-
asta lag hennar er Umbrella sem
hún söng eftirminnilega ásamt Jay
-Z árið 2007 og lagði lagið grunninn
að frægð hennar og frama. Það
var einmitt fyrsta lag hennar sem
komst á topp vinsældalistans á Bret-
landseyjum. n
ingosig@dv.is
Fyrirsæta
uppnefnd svín
n Robin er sterk kona með sterk læri n Lætur ekki undan þrýstingi
n Leikur eftir árangur Elvis Presley og Bítlanna
Skeggjaðar
stjörnur
1 Ryan Gosling Stórleikarinn og Íslandsvinurinn er einn dáðasti
karlmaður heims, einkum af kvenþjóð-
inni. Í gegnum tíðina hefur hann reglulega
skartað föngulegu skeggi sem fer honum
vel. Leikarinn er frægastur fyrir hlutverk
sitt í Notebook, en í hluta myndarinnar
var hann einmitt skeggjaður.
2 Johnny Depp
Johnny Depp er
uppátækjasamur
og fer sínar leiðir
þegar kemur að
klæðaburði. Hann er
óhræddur við að feta
ótroðnar slóðir og er jafnan með smekk-
legt og hógvært skegg. Johnny hefur gert
karakterinn Jack Sparrow ódauðlegan
með frábærum leik sínum í myndum um
sjóræningja Karíbahafsins.
3 Brad Pitt Fjölskyldu-
maðurinn Brad
Pitt er einn sá
allra svalasti í
bransanum. Hann
hefur gert ýmsar
tilraunir með útlit sitt
og ein þeirra er „kleinuhringlaga“ skegg
sem hann skartaði á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes í ár. Kappinn er giftur hinni
gullfallegu Angelinu Jolie.
4 Zach Galifianakis
Það hafa allir hlegið
með og að Zach.
Leikarinn sló í gegn
í Hangover sem
Alan Garner og hlaut
fjölmörg verðlaun fyrir
leik sinn í kjölfarið. Zach er
augljóslega áhugamaður um skegg, en
myndarlegt alskegg hans er sjaldséð í
kvikmyndaheiminum vestanhafs.
5 Dumbledore Skólastjóri
Hogwarts í myndun-
um um Harry Potter
verður að fá að fylgja
með. Dumbledore
skartar síðu hvítu skeggi.
Hann er helsta stoð og stytta Harrys í
myndunum og býr yfir ógurlegri visku
sem margir leggja traust sitt á.
Óstöðvandi
Vinsældir Rihönnu
virðast engum tak-
mörkunum háð.
topp 5
Vill vera sterk Robyn
segist vilja synda lengra og
hlaupa hraðar og ætlar ekki
að láta undan þrýstingi um
að hún þurfi að vera grennri.
Myndin sem
birtist á Face-
book Þessa
mynd birti Robyn
á Facebook og
var fyrir vikið
uppnefnd svín. „Það síðasta sem ég vil
er að dóttir mín svelti
sig til þess að lærin snertist
ekki þegar hún vex úr grasi.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Vann sigur á mis-
heppnaðri hátíð
Rapparinn Eminem var valinn
listamaður ársins á tónlistarhá-
tíð Youtube sem fór fram í fyrsta
skipti um helgina. Hátíðin var
haldin í London. Listamaður ársins
er valinn samkvæmt vinsældum
á tónlistarvefsíðunni og úrslitum
kosningar sem fór fram á vefsíð-
unni. Hátíðin var aðeins 90 mínútur
og hefur verið þónokkuð gagn-
rýnd fyrir skipulagsleysi. Youtu-
be var með beina útsendingu frá
hátíðinni, sem 220 þúsund manns
horfðu á, en fjölmargir kvörtuðu yfir
því á samskiptamiðlinum Twitter
að útsendingin hafi hökt. Einhverjir
sögðust aldrei hafa séð jafn slæma
verðlaunahátíð áður á lífsleiðinni.