Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1928, Page 7
Inngangur.
Introduction.
1. Verslunarviðskiftin milli íslands og útlanda í heild sinni.
L’échange entier entre l’Islande et l’étranger.
A eftirfarandi yfirliti sjest árlegt verðmæti innflutnings og útflutnings
á undanfarandi árum:
Utflutt umfram
Innflutt, importation 1000 kr. Útflutt, exportation 1000 kr. Samtals, total 1000 kr. innflutt, exp. imp 1000 kr.
1896 1900 meðahal .... 5 966 7014 12 980 1 048
1901 -1905 — 8 497 10 424 18 921 1 927
1906-1910 — 11 531 13 707 25 238 2 176
1911 - 1915 — 18 112 22 368 40 480 4 256
1916 - 1920 — 53 709 48 453 102 162 -r- 5 256
1921-1925 — .... 56 562 64 212 120 774 7 650
1921 46 065 47 504 93 569 1 439
1922 52 032 50 599 102 631 -f- 1 433
1923 50 739 58 005 108 744 7 266
1924 63 781 86 310 150 091 22 529
1925 70 191 78 640 148 831 8 449
Fram að 1909 var gefið upp útsöluverð á innfluttu vörunum, en
síðan er tilgreint innkaupsverð að viðbættum flutningskostnaði til lands-
ins. Til þess að gera verðið fram að 1909 sambærilegt við verðið þar á
eftir, þá hafa verið dregnir frá greiddir tollar og áætluð upphæð fyrir
álagningu.
Arið 1925 hefur verðupphæð innflutningsins verið hærri heldur
en nokkru sinni áður, að undanskildu árinu 1920, eða alls 70.2 milj. kr.
(en 1920 var innflutningurinn 82.3 milj. kr.). Hinsvegar hefur verðupp-
hæð útflutningsins líka verið hærri heldur en nokkru sinni áður, að undan-
skildu árinu 1924, eða 78.6 milj. kr. Hefur því útflutningurinn farið fram
úr innflutningnum um nál. 8'/2 milj. kr. eða verið 12°/o hærri heldur en
innflutningurinn. Er það óvenjulega mikill mismunur, enda þótt hann
þoli engan samjöfnuð við árið 1924.