Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1928, Page 26
24
Verslunarskýrslur 1925
ári. Aftur á móti verður eigi bygður á því samanburður á milli áranna,
vegna þess hvað peningagildið hefur breyst. En ef inn- og útflutnings-
tollarnir eru bornir saman við verðmagn inn- og útflutnings sama árið,
þá má bera þau hlutföll saman frá ári til árs. Sýna þau hve miklum
hluta af verðmagninu tollarnir nema á ári hverju og þess vegna hvort
tollgjöldin hafa raunverulega hækkað eða lækkað. I eftirfarandi yfirliti
er slíkur samanburður gerður fyrir árin síðan um aldamót og sýnt, hve
miklum hundraðshluta af verðmagni innflutnings- og útflutnings inn- og
útflutningstollarnir nema á ári hverju.
Innflutn. Útflutn. Innflutn. Útflutn.
tollar tollar tollar tollar
1901—05 meðalt. 6.3 o/o 0.9 % 1921 6.2«/o(+st.) 1.4 °/0
1906 — 10 — 6.9 - 1.3 — 1922 5.8 — 1.6 —
1911 — 15 — 6 5 — 1.0 — 1923 5.7 — 1.5 —
1916—20 — 3.9 — ( + st.) 1.0 — ( + st.) 1924 7.4 — 1.1 —
1921 — 25 — 7.2 - ( I st.) 1.4 — (+St.) 1925 10o — 1.6 —
Merkið (-+- st.) táknar, að þar við bætist stimpilgjaldstollurinn
(1918—21). Á stríðsárunum fóru tollarnir í rauninni lækkandi, vegna
þess að þeir fylgdust ekki með verðhækkuninni. En síðan 1919 hafa
útflutningstollarnir verið yfirleitt hærri heldur en fyrir stríðið, og inn-
flutningstollarnir síðan 1924.
8. Tala fastra verslana.
Nornbre des maisons de commerce.
Skýrsla um tölu fastra verslana í hverju lögsagnarumdæmi á land-
inu árið 1925 er í töflu VI (bls. 93).
Síðan um aldamót hefur tala fastra verslana verið þessi:
Kaup- Sveita- Kaup- Sveita-
Heild- túna- verst- Sam- Heild- túna- versi- Sam-
salar versl. anir tais salar versl. anir tais
1901 — 05 meðalt. — 273 27 300 1921 . . 44 724 38 806
1906-10 — 416 31 447 1922 .. . . 47 723 37 807
1911 —15 — 16 476 24 516 1923 .. .. 48 746 37 831
1916-20 — 36 658 33 727 1924 .. . . 50 769 33 852
1921-25 — 50 752 37 839 1825 .. . . 62 797 38 897
Föstum verslunum hefur sífelt farið fjölgandi. Einkum var fjölgunin
mikil á stríðsárunum. Aftur á móti fjölgaði þeim sama sem ekkert árin
1921 og 1922. Heildverslunum og umboðsverslunum hefur fjölgað til-
tölulega meir en öðrum verslunum. Erlendar eru þær verslanir taldar,
er eigandinn er búsettur í Danmörku. Þessum verslunum hefur farið
fækkandi á síðari árum. I byrjun aldarinnar voru þær taldar 50, í stríðs-
byrjun (1914) 43, eftir stríðslok (1919) 36 og 31 árið 1925.