Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1930, Side 17
Verzlunarskýrslur 1928
15
1924 1925 1926 1927 1928
Umbúðapappír og smjörpappír 144 189 222 193 236
Stangajárn 473 822 1 218 566 1 304
Járnpípur 220 327 555 472 836
Sléttur vír 106 114 141 81 89
Rafmagnsvélar og áhöld 57 105 103 101 128
Bifreiðahlutar 28 55 78 51 83
Mótorhlutar 75 88 49 28 51
Af bifreiðum í heilu lagi voru fluttar inn 44 árið 1924, 110 árið
1925, 148 árið 1926, 130 árið 1927 og 240 árið 1928.
3. Útfluttar vörutegundir.
Exportation des marchandises.
I töflu II D (bls. 29—34) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
skyldleika þeirra, á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og er yfirlit yfir
þá flokkaskiftingu í töflu I (bls. 1).
3. yfirlit (bls. 16*) sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan
hefur numið árlega síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
því, frá hvaða atvinnuvegi þær stafa. Ennfremur er sýnt með hlutfalls-
tölum, hve mikill hluti verðmagnsins stafar árlega frá hverjum atvinnu-
vegi. Hefur hlutdeild sjávarafurða vaxið, en landbúnaðarafurða minnkað.
Fram að 1920 námu landbúnaðarvörurnar að meðaltali rúml. */5 af út-
fluttningsverðmagninu, en 1921—25 námu þær ekki nerna 13°/o að meðal-
tali, en fiskiafurðirnar aftur á móti 85°/o. Árið 1928 námu fiskiafurðirnar
jafnvel 88 °/o, en landbúnaðarafurðirnar ekki nema 11 °/o.
Fiskiafurðirnar eru þannig yfirgnæfandi í útflutningnum. Hafa þær
að verðmagni verið 702/3 milj. kr. árið 1928. 4. yfirlit (bls. 17¥) sýnir, hve
mikill fiskútflutningurinn, að undanskilinni síld, hefur verið árlega síðan
um aldamót. Hefur hann alls hér um bil sexfaldast á þessu tímabili. Þó
hefur útfutningur á fullverkuðum saltfiski ekki vaxið nærri eins mikið,
en aukningin verður þeim mun meiri á Labradorfiski, óverkuðum salt-
fiski og ísfiski.
Síldarútflutningur hefur verið þessi á fyrsta fjórðungi aldarinnar:
1901 — 05 .... 5 504 þús. kg 1916—20 ...... 14 472 þús. kg
1906—10 ...... 16 720 — — 1921—25 ...... 17 055 — —
1911-15 ...... 19896 — —
Eftir 1920 er kryddsíld talin sérstaklega og 1928 beinlaus síld.
Hefur útflutningurinn síðan verið þessi árlega: