Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1930, Side 22
20
Verzlunarskýrslur 1928
löndin hafa tekið hlutfallslega í verzluninni við Island samkvæmt íslenzku
verzlunarskýrslunum.
Langmestur hluti innfluttu vörunnar kemur frá Danmörku og Bret-
landi, eða 3/s hlutar alls innflutningsins. Venjulega hefur Danmörk verið
heldur hærri en Bretland, en á síðari árum hefur Bretland þó stundum
verið hærra, og svo var 1928. Næst þessum löndum ganga Þýzkaland og
Noregur með 11 —12°/o af öllum innflutningnum 1928. Því næst kemur
Svíþjóð og Spánn með 3- 4°/o og Bandaríkin og Holland með 2—3°/o.
Af verðmagni útflutningsins hefur árið 1928 rúmlega J/3 komið á
Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum, enda útflutningur
aukizt þangað afarmikið. Fyrir stríðið var útflutningur aftur á móti lang-
mestur til Danmerkur (um 2/s af öllum útflutningnum), en á stríðsárun-
um síðari tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og síðan hefur hann
ekki náð sér aftur í hið fyrra horf. Síðustu árin hefur hann jafnvel farið
síminnkandi og árið 1928 fóru aðeins 7°/o af útflutningnum til Danmerkur,
en aftur á móti tók Bretland við 16°/o af útflutningnum. Noregur og
Italía eru einnig komin fram úr Danmörku og tóku þau hvort við 9—
ll°/o af útflutningi 1928, en skammt á eftir Danmörku koma Svíþjóð
og Þýzkaland, sem tóku hvort við 6—7°/o af útflutningnum 1928, en
all-langt þar á eftir er Portúgal, sem tók við 3°/o af útflutningnum.
A 5. yfirliti sést, að miklu meira er flutt út frá Islandi til Spánar,
Ítalíu, Svíþjóðar og Noregs, heldur en innflutt er frá þessum löndum, en
aftur á móti er miklu meíra innflutt frá Danmörku, Ðretlandi og Þýzka-
landi heldur en útflutt er þangað.
í töflu IV A og B (bls. 40—80) eru taldar upp allar helztu inn-
fluttar og útfluttar vörutegundir og sýnt hvernig inn- og útflutningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. I töflu III (bls. 35—39) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu V (bls. 81 — 96) taldar upp með magni og
verði helztu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í út-
flutningnum til þess.
5. Viðskiftin við útlönd eftir kauptúnum.
L’échange extérieur par villes et places.
í 6. yfirliti er skifting á verðmagni verzlunarviðskiftanna við útlönd
í heild sinni, svo og innflutnings og útflutnings sérstaklega, árin 1924 —
28 og sýnt, hve mikið kemur á Reykjavík, hina kaupstaðina 6 og á