Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1941, Page 13
Verslunarskýrslur 1939
9
unarskýrslunum fyrir árið 1938. Þar sem sundurliðun hefur áður verið
meiri í íslensku verslunarskýrslunum heldur en í þessari vöruskrá, sem
er lágmarkslisti til samanburðar við önnur lönd, þá hefur þeirri sund-
urliðun verið haldið, að heita má, jafnnákvæmri sem áður með því að
skifta númerum vöruskrárinnar í undirliði. Þær vörutegundir, sem áður
hafa verið taldar scrstakar í verslunarskýrslunum, finnast því yfirleitt
allar í þessari töflu, þótt þeim sé öðruvísi niðurraðað, en í registrinu
aftan við eru þær allar taldar í stafrófsröð, og má því með aðstoð þess
fljótlega finna, hvar þær eru tilfærðar. í verslunarskýrslunum fyrir árin
1935—37 var líka birt aukalega tafla, sem var raðað eftir vöruskrá
Þjóðabandalagsins (tafla VI), og má nota þær töflur beinlínis til saman-
burðar við aðaltöfluna 1938 og 1939.
Öllum vörutegundum í vöruskránni er skift í 48 vöruflokka og þeim
aftur í 15 stærri vörubálka. Yfirlit um þessar skiftingar eru í töflu I og
II (bls. 1—3), en i sjálfri vöruskránni sést, hvaða vörutegundir teljast
til hvers vöruflokks og vörubálks.
Niðurskipun vörutegundanna í vöruskránni og skifting þeirra í vöru-
flokka og stærri vörubálka (sjá töflu I og II) hefur ekki verið miðuð
allsstaðar við eina og sömu reglu. Að mjög miklu leyti hefur verið farið
eftir því, úr hvaða efni varan er, en sumstaðar hefur þó notkun vör-
unnar ráðið skiftingunni, og stundum hefur líka komið til greina vinslu-
stig vörunnar, eða hvort hún er óunnin, lítt unnin eða fullunnin. En
fyrir utan flokkunina í I. og II. töflu, sem algerlega fylgir niðurröðun
vöruskrárinnar, þá hefur einnig verið gerð önnur flokku'n, sem algerlega
miðast við notkun varanna og vinslustig þeirra. Hvernig vörurnar skift-
ast samkvæmt þessari flokkun, sést á 2. yfirliti (hls. 8*), sem er gert sam-
kvæmt fyrirmynd Þjóðabandalagsins og því sambærilegt við samskonar
yfirlit annara þjóða, sem hafa tekið upp skýrslugerð hvgða á vöruskrá
Þjóðahandalagsins.
Eftir notkun er vörunum skift í 2. yfirliti í framleiðsluvörur, 7 flokka,
og neysluvörur, 3 flokka. (i fyrstu flokkarnir eru hreyfifé, sem hverfur
alveg í hinar framleiddu vörur. en hinn 7. er fastafé eða allskonar tæki
atvinnuveganna svo sem vélar, verkfæri og annar útbúnaður. 5. og 0.
flokkinn má að nokkru leyti telja til neysluvara, og eru þeir þess vegna
aðgreindir frá þeim undanfarandi. Flokkunin í 2. yfirliti er að sumu
leyti nokkuð fráhrugðin því, sem áður hefur tíðkast hér, einkuin að
þvi er snertir greinarmun á neysluvörum og framleiðsluvörum. Þannig
eru kornvörur og alls konar álnavörur taldar með efnivörum til fram-
leiðslu, en þær vörur mun hafa verið tiðkanlegast hér að telja með neyslu-
vörum.
Eftirfarandi aðalyfirlit um innflutninginn eftir notkun og vinslustigi
er tekið upp úr 2. yfirliti, en mikið samandregið og með samanhurði
\ið næstu ár á undan.