Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1941, Side 24
20
Verslunarskýrslur 1939
Sauðargærur voru stundum áður aðeins gefnar upp í þyngd, en ekki
tölu. Hefur þá þyngdinni verið breytt í tölu þannig, að gert hefur verið
ráð fyrir, að hver gæra söltuð vegi að meðaltali 2 kg.
Áður var mikill útflutningur af lifandi hrossum, en sá útflutningur
hefur mikið minkað. 1906—10 voru flutt út 3 876 hross árlega að meðal-
tali, en 1931—35 ekki nema 896. Árið 1935 voru flutt út 978 hross, 565
árið 1936, 537 árið 1937, 371 árið 1938 og 429 árið 1939.
Undir flokkinn „Ýmislegt" falla þær vörur, sem ekki eiga
heima annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.
f 6. yfirliti (bls. 19*) eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun og
vinslustigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins alveg á sama hátt
eins og 2. yfirlit um innfluttu vörurnar. í útflutningnum eru neysluvör-
urnar yfirgnæfandi, 43 milj. kr. árið 1939, enda fer bæði fiskurinn og
kjötið í 8. flokk. Framleiðsluvörur voru 27 milj. kr. árið 1939. Þar af er
lýsið í 5. flokki, ull og skinn í 3. flokki, fiskmjöl í 2. flokki, en hross
i 7. flokki (a). Um % af öllum útflutningnum 1939 teljast hrávörur, en
aðeins 14 lítt unnar vörur, en fullunnar vörur aðeins %%•
Þess var getið hér að framan (bls. 7*), að frá 1938 til 1939 hefði
vöruverðið hækkað á útflutningsvörunum að meðaltali um 29.2%.
Þessi hækkun hefur þó ekki komið jafnt á allar útflutningsvörurnar.
Þegar vörunum er skift eftir þvi, frá hvaða atvinnuvegum þær stafa,
eins og' gert er í 4. yfirliti, þá hefur hækkun og lækkun vöruverðsins við
sölu út úr landinu 1938—39 verið í hverjum flokki eins og hér segir:
Verðhækkun -j- eða
verðlækkun (—) 1938—1939
Afurðir af flskveiðum .................... -j- 25 °/o
— - veiðiskap og lilunnindum ...... -j- 26 —
hvalveiðum..................... -f- 72
— - landbúnaði .................... -j- 58 —
Aðrar vörur ................................ — 1 —
Allar útflutningsvörur -f- 29 °/o
Tiltölulega mest var verðhækkunin á hvalafurðunum og stafaði
það aðallega af hvallýsinu, þvi að verðið á því var töluvert meira en tvö-
falt á móts við árið á undan.
Annars hefur verðhækkunin verið tiltölulega mest á landbúnaðar-
vörunum og mest á ullinni, um 113% frá árinu á undan. Á söltuðum
sauðargærum var hún 85% og saltkjöti 74%, en á frystu kjöti ekki nerna
um 20%.
Af fiskafurðunum hefur verðhækkunin verið mest á sildinni og síld-
arlýsinu, um 45% frá árinu á undan, á sildarmjöli hefur hún verið 30%
og á ísfiski einnig 30%, en hinsvegar hefur hún verið miklu minni á salt-
fiski og þorskalýsi (10—14%).