Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1941, Page 27
VerslunarsUýrslur 1939
23'
vörum þaðan. Þetta varð til þess að auka innflutning ])aðan, en hins-
vegar minka útflutning þangað. Árið 1938 hækkaði þó útflutningur
þangað aftur töluvert og 1939 var hann svipaður. Nam hann 4.s milj. kr.
eða 6.8% af öllum útflutningi, en innflutningur þaðan nam 5.4 milj. kr.
eða 8..-, af öllum innflutningi. Þegar spænska borgarastyrjöldin hófst
1936, hrapaði útflutningurinn til Spánar stórkostlega niður, og 1937 var
hann ekki nema rúml. 360 þús. kr., eða aðeins 0.«% af öllum útflutn-
ingnum, en fjórum árum áður (1933) hafði Sþárin lekið við 28.8% af út-
flutningi íslands. Árið 1938 tókst þó aftur' að selja til Spánar saltfisk
fyrir tæpar 3 milj. kr., en 1939 varð útflutningur þangað sama sem enginn.
Aftur á móti er sumra annara Ianda farið að gæta meir í útflutn-
ingnum á síðari árrim og þá fyrst og fremst Bandaríkjanna. Hefur út-
flutningur þangað verið allmikill hin síðari ár, og árið 1939 nam liann
11% af öllum útflutningnum. Er það einkum lýsi og síld, sem þangað
hefur farið. Þá hefur og einnig verið töluverður útflutningur til Hollands
(síldarlýsi og sildarmjöl), og lil Grikklands var fluttur út saltfiskur
fyrir rúml. 1 milj. kr. árið 1939. Auk ])ess hefur útflutningur hal'ist til
landa, sem lítið eða ekkert gætti áður i útflutningi frá íslandi, svo sem
Brasiliu, Argentinu og Kúbu (saltfiskur).
í töflu V A og B (bls. 56—100) eru taldar upp allaf helstu innfluttar
og útfluttar vörutegundir og sýnt, hvernig inn- og útflutningsmagn hverr-
ar vöru skiftist eftir löndum. í töflu IV A og B (bls. 48—55) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutnings til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru i töflu VI (bls. 101—120) taldar upp með mag'ni
og verði helstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í
útflutningnum til þess.
Undanfarið hefur það verið regla i íslenskum verslunarskýrslum,
eins og i skýrslum flestra annara landa, að miða viðskiftin við inn-
k a u p s I a n d og s ö 1 u 1 a n d , hvaðan vörurnar eru keyptar og hvert
þær eru seldar. En margar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum löndum en
þar, sem þær eru framleiddar, og eins er um ýmsar útfluttar vörur,
að þær eru notaðar í öðrum löndum en þeim, sem fyrst kaupa þær. Inn-
kaups- og sölulöndin gefa því ekki rétta hugmynd uin hin eiginlegu
vöruskifti milli framleiðenda og neytenda varanna. Vegna breytts við-
horfs í verslunarpólitík flestra landa hefur á síðari árum mjög aukist
áhugi fyrir því að fá úr verslunarskýrslunum upplýsingar um þessi eigin-
legu vöruskifti milli landanna, enda þótt minni upplýsingar fengjust
])á um kaup og sölu til landa, sem aðeins eru milliliðir i viðskiftunum.
Ýms lönd (þar á meðal Norðurlönd) hafa breytt verslunarskýrslum sín-
um viðvíkjandi viðskiftalöndunum í það horf, að þær veita upplýsingar
um upprunaland og neysluland. Til þess að fá upplýsingar
um þetta viðvíkjandi innflutningi til Islands, hefur verið hætt við á inn-
flutningsskýrslueyðuhlöðin dálki fyrir upprunaland varanna, auk inn-
kaupslandsins.
d