Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1941, Síða 33
Vcrslunarskýrslur 1930
29
og kolatollur (1920—22), er báðir voru lagðir á til þess að vinna upp
þann halla, sem orðið hafði á salt- og kolakaupum landsstjórnarinnar
vegna styrjaldarinnar. Með vörutolli er Iíka talinn aukatollur af bensini
og tollur af hjólabörðum og gúmslöngum á bifreiðar, sem hvorutveggja
er ætlað að vera bifreiðaskattur og ganga á til umbóta og viðhalds ak-
vegum. Tollar þessir voru fyrst lagðir á á miðju ári 19112, en bensíntoll-
urinn er í framkvæmdinni sölugjald, þvi að hann er ekki innheimtur fyr
en eftir að sala hefur farið fram. Hins vegar nær vfirlitið ekki yfir þann
toll, sem greiddur var sem stimpilgjald af útfluttum vörum 1918—21. og
af innfluttum vörum 1920—21, því að þessar greiðslur hafa eigi verið
greindar frá öðru stimpilgjaldi.
A 9. yfirliti má sjá hlutföllin á milli aðaltollanna innbyrðis á hverju
ári. Aftur á móti verður ekki bygður á því samanburður á milli áranna,
vegna þess hve peningagildið hefur breyst. En ef inn- og útflutningstoll-
arnir eru bornir saman við verðmagn inn- og útflutnings sama árið, þá
má bera þau hlutföll saman frá ári til árs. Sýna þau, hve miklum hluta af
verðmagninu tollarnir nema á ári hverju, og þess vegna hvort tollgjöldin
hafa raunverulega hækkað eða lækkað. í eftirfarandi yfirliti er slikur
samanburður gerður fyrir árin síðan um aldamót og sýnt, hve miklum
hundraðshluta af verðmagni innflutnings og útflutnings inn- og útflutn-
ingstollarnir nema á ári hverju.
Innflutn.- Útflutn.- Innfiutn. Útflutn.-
tollar tollar tollar tollar
1901 —05 meðaltal G.s °/o 0.9 °/o 1932 12.4 °/o l.o °/o
1906 — 10 — ().# — 1.3 °/0 1933 13.4 1.8 —
1911 15 (>.5 — 1.0 — 1934 13.7 - 1.8
1916—20 3.9 — (+St.) l.o — (-þst.) 1935 15.6 — 1.3
1921—25 7.2 — (-Kst.) 1.4 (+st.) 1936 17.o 1.4 —
1926—30 — 10.1 — 1.7 — 1937 16.2 — 1.6 —"
1931—35 13.7 1.7 — 1938 20.7 — 1.1 —
1936—39 — 1 7.2 1.1 1939 15.4 — 0.6 —
Merkið (-(- st.) táknar, að þar við bætist stimpilgjaldstollurinn (1918
—21). Á stríðsárunum fóru tollarnir í raun og veru lækkandi, vegna
jjess að þeir fylgdust ekki með verðhækkuninni. En síðan 1919 hafa út-
flutningstollarnir verið yfirleitt hærri heldur en fyrir heimsstyrjöldina,
og innflutningstollarnir siðan 1924.