Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Blaðsíða 24
09«
Verzlunarskýrsíur 1942
vörur, sem ekl<i hafa verið tollafgreiddar fyrr en löngu eftir að þær komu
til landsins. Viðskipti við hlutlaus lönd á meginlandi Evrópu hafa einnig
torveldast mjög vegna hernaðarinls. Þannig eru viðskiptin við Sviþjóð
í rauninni alveg úr sögunni. Aftur á móti hafa haldizt lítilsháttar viðskipti
við Spán og Portúgal, og við Sviss hafa þau jafnvel aukizt nokkuð.
Meginviðskipti Islands hafa 1942 verið við Bretland og Bandarikin.
l'h'á þessum löndum hafa komið 89% af öllum innflutningnum og þangað
fóru 97% af öllum útflutningnum.
Framundir %o af verðmæli alls útflutnings 1942 fór til Bretlands.
Búml. % af útflutningnum lil Bretlands var ísfiskur. Fram að 1940 var
verzlunarjöfnuðurinn við Bretland ætíð óhagstæður, innflutningur þaðan
meiri heldur en útflutningur þangað, en þetta snerist alveg við, þegar
striðið hófst, og útflutningurinn fór langt fram úr innflutningnum, um
58 millj. kr. 1940, um 70 millj. kr. 1941 og 54 millj. kr. 1942. Þó óx innflutn-
ingur þaðan afarmikið bæði 1940 og enn meir 1941, þvi að það ár komu
% alls innflutningsins frá Bretlandi. 1942 kom hérumbil helmingur inn-
flutningsins þaðan.
Útflutningur til Bandaríkjanna hefur farið vaxandi á undanförnum
árum, en 1940 tók hann stórt stökk upp á við. Fór nál. 14% af útflutn-
ingnum þangað það ár, en siðan hefur hann lækkað tiltölulega og var ekki
nema 9% árið 1942. Það er mest þorskalýsi, sein þangað hefur farið, en
auk þess síld, gærur, harðfiskur, refaskinn o. fl. Fyrir stríðið var inn-
flutningur frá Bandaríkjunum mjög lítill, aðeins lítið brot af útflutningn-
um þangað. Síðan hefur orðið mikil breyting á þessu, þvi að árið 1942
komu % alls innflutnings frá Bandaríkjunum, og verðupphæð alls innflutn-
ingsins þaðan var meira en 5-föld verðupphæð útflutningsins þangað.
Við Kanadá voru mjög lítil verzlunarviðskipti fyrir stríðið, en hafa
síðan vaxið mikið. Árið 1940 kom þaðan 3Vz% af innflutningnum, en 8%
árin 1941 og 1942. Er það aðallega kornvörur og ti.mbur, sem þaðan kemur.
Hins vegar er útflutningur þangað hverfandi lítill.
Útflutningur til annara landa í Ameríku (Kúbu, Brasilíu, Argéntínu),
sem verið hefur nokkur undanfarin ár, hefur heldur gengið saman síðan
stríðið byrjaði.
í töflu V A og B (bls. 50—77) eru taldar upp allar helztu innfluttar
og útfluttar vórutegundir og sýnt, hvernig inn- og útflutningsmagn hverr-
ar vöru skiptist el'tir löndum. I töflu IV A og B (bls. 46—49) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutnings til þess skipt eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu VI (bls. 78—91) taldar upp með magni og
verði helztu vörutegundirnar í innflutnngnum frá hverju landi og i út-
flutningnum lil þess.
Undanfarið hefur það verið regla i íslenzkum verzlunarskýrsluín,
eins og í skýrslum flestra annara landa, að miða viðskiptin við inn-
k a u p s 1 a n d og s ö 1 u 1 a n d, hvaðan vörurnar eru keyptar og hvert
þær eru seldar. En inargar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum löndum en