Hagskýrslur um utanríkisverslun


Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Page 24

Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Page 24
09« Verzlunarskýrsíur 1942 vörur, sem ekl<i hafa verið tollafgreiddar fyrr en löngu eftir að þær komu til landsins. Viðskipti við hlutlaus lönd á meginlandi Evrópu hafa einnig torveldast mjög vegna hernaðarinls. Þannig eru viðskiptin við Sviþjóð í rauninni alveg úr sögunni. Aftur á móti hafa haldizt lítilsháttar viðskipti við Spán og Portúgal, og við Sviss hafa þau jafnvel aukizt nokkuð. Meginviðskipti Islands hafa 1942 verið við Bretland og Bandarikin. l'h'á þessum löndum hafa komið 89% af öllum innflutningnum og þangað fóru 97% af öllum útflutningnum. Framundir %o af verðmæli alls útflutnings 1942 fór til Bretlands. Búml. % af útflutningnum lil Bretlands var ísfiskur. Fram að 1940 var verzlunarjöfnuðurinn við Bretland ætíð óhagstæður, innflutningur þaðan meiri heldur en útflutningur þangað, en þetta snerist alveg við, þegar striðið hófst, og útflutningurinn fór langt fram úr innflutningnum, um 58 millj. kr. 1940, um 70 millj. kr. 1941 og 54 millj. kr. 1942. Þó óx innflutn- ingur þaðan afarmikið bæði 1940 og enn meir 1941, þvi að það ár komu % alls innflutningsins frá Bretlandi. 1942 kom hérumbil helmingur inn- flutningsins þaðan. Útflutningur til Bandaríkjanna hefur farið vaxandi á undanförnum árum, en 1940 tók hann stórt stökk upp á við. Fór nál. 14% af útflutn- ingnum þangað það ár, en siðan hefur hann lækkað tiltölulega og var ekki nema 9% árið 1942. Það er mest þorskalýsi, sein þangað hefur farið, en auk þess síld, gærur, harðfiskur, refaskinn o. fl. Fyrir stríðið var inn- flutningur frá Bandaríkjunum mjög lítill, aðeins lítið brot af útflutningn- um þangað. Síðan hefur orðið mikil breyting á þessu, þvi að árið 1942 komu % alls innflutnings frá Bandaríkjunum, og verðupphæð alls innflutn- ingsins þaðan var meira en 5-föld verðupphæð útflutningsins þangað. Við Kanadá voru mjög lítil verzlunarviðskipti fyrir stríðið, en hafa síðan vaxið mikið. Árið 1940 kom þaðan 3Vz% af innflutningnum, en 8% árin 1941 og 1942. Er það aðallega kornvörur og ti.mbur, sem þaðan kemur. Hins vegar er útflutningur þangað hverfandi lítill. Útflutningur til annara landa í Ameríku (Kúbu, Brasilíu, Argéntínu), sem verið hefur nokkur undanfarin ár, hefur heldur gengið saman síðan stríðið byrjaði. í töflu V A og B (bls. 50—77) eru taldar upp allar helztu innfluttar og útfluttar vórutegundir og sýnt, hvernig inn- og útflutningsmagn hverr- ar vöru skiptist el'tir löndum. I töflu IV A og B (bls. 46—49) er verðmæti innflutningsins frá hverju landi og útflutnings til þess skipt eftir vöru- flokkum. Og loks eru í töflu VI (bls. 78—91) taldar upp með magni og verði helztu vörutegundirnar í innflutnngnum frá hverju landi og i út- flutningnum lil þess. Undanfarið hefur það verið regla i íslenzkum verzlunarskýrsluín, eins og í skýrslum flestra annara landa, að miða viðskiptin við inn- k a u p s 1 a n d og s ö 1 u 1 a n d, hvaðan vörurnar eru keyptar og hvert þær eru seldar. En inargar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum löndum en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Hagskýrslur um utanríkisverslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um utanríkisverslun
https://timarit.is/publication/1123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.