Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Page 30
28'
Verzlunarskýrslur 1942
valda nokkurri óvissu í útreikningi tollupphæðar þessara vara i töflu VIII
(bls. 94). Útflutningsgjaldið hefur líka hækkað rnikið, úr 1901 þús. kr.
árið 1941 upp í 3524 þús. kr. árið 1942 eða um 86%. Stafar sú hækkun að
mestu leyti af sórstökum tolli (10%) af útfluttum ísfiski, sem lagður var
á í júlílok 1942. Hér er aðeins talið það útflutningsgjald, sem fellur
til ríkissjóðs.
Á yfirlitinu um tolltekjur rikissjóðs 1942 (bls. 93—95) hefur einnig
verið reiknaður út tollur af nokkrum vörum öðrum heldur en gömlu toll-
vörunum. Eru það vörur, þar sem umbúða gætir lítið eða ekkert í inn-
flutningnum, svo sem kornvörur, trjáviður, kol, steinolía, salt og sement.
Ef inn- og útflutningstollarnir eru bornir saman við verðmagn inn-
og útflutnings sama árið, þá má bera þau hlutföll saman frá ári til árs.
Sýna þau, hve miklum liluta af verðmagninu tollarnir nema á ári hverju,
og þess vegna hvort tollgjöldin hafa raunverulega hækkað eða lækkað.
I eftirfarandi yfirliti er slíkur samanburður gerður og sýnt, hve miklum
hundraðshluta af verðmagni innflutnings og útflutnings inn- og útflutn-
ingstollarnir nema á ári hverju.
Innflutn.- Útflutn.- Innflutn.- Útflutn.-
tollar tollar tollar tollar
1926—30 meðaltal 10.í °/o 1.7 °/» 1940 .. . 17.! °/o l.i °/o
1931—35 13.4 — 1.7 — 1941 . . . 18.3 — l.o —
1936—40 16.s — 1.1 — 1942 . . . 19.7 — 1.8