Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1948, Blaðsíða 8
6
Verzlunarskýrslur 1946
voru af erlendu setuliðunum, verið. teknar með í þessu sambandi, þvi að
sundurliðun þeirra er mjög ófullkomin og magnuppgjöf vantar að mestu
a þeim. Vcrðvísitölur Vörumagnsvisitölur
nombre-indices <ic prix npmbre indices de quantilé
Innflutt Utflutt Innflutt Úlflutt
import. cxporl. import. export.
1935 100 100 100 100
1936 102 97 93 107
1937 113 110 103 112
1938 109 103 102 119
1939 126 133 112 111
1940 185 219 88 127
1941 209 310 138 127
1942 258 329 211 127
1943 297 282 186 177
1944 291 289 187 188
1945 269 294 261 194
1946 273 334 357 187
Tveir fremri dálkarnir sýna verðbreytingar. Bera þeir með sér, að á
innflutningsvörum hefur orðið mjög lítilsháttar verðhækkun árið 1946, en
töluverð verðhækkun á útflutningsvörunum. Hefur því hlutfallið milli út-
flútningsverðs og innflutningsverðs verið miklu hagstæðara heldur en þrjú
næstu ár á undan, en þó miklu óhagstæðara heldur en árin 1941—42.
Reiknað með verðinu 1945 liefði innflutningurinn 1946 numið 437 277
þús. kr., en útflutningurinn 258 151 þús. kr. En verðmagn innflutningsins
1946 varð (að frádregnum kaupum frá setuliðunum) 442 683 þús. kr., en
útflutningsins hins vegar 291 368 þús. kr. Frá 1945 til 1946 hefur því orðið
1.2% verðhækkun á innflutningnum, en 12.o% verðhækkun á útflutningn-
um. í septembermánuði 1945 lækkuðu farmgjöld frá Ameríku og hefur sú
lækkun auðvitað dregið úr verðhækkun innflutningsins.
Tveir aftari dálkarnir í yfirlitinu hér á undan sýna hreytingarnar á
inn- og útflutningSmagninu. Samkvæmt því hefur innflutningsmagnið
\erið miklu meira heldur en árið á undan, en útflulningsmagnið svipað.
Árið 1945 nam innflutningurinn 319 772 þús. kr. og útflutningurinn
267 541 þús. kr., en með óbreyttu verðlagi hefði innflutningurinn 1946
(eins og áður segir) verið 437 277 þús. kr. og útflutningurinn 258 151 þús.
kr. Verðmunurinn stafar því frá breyttu vörumagni, og hefur því inn-
flutningsmagnið hækkað um 36.7%, en útflutningsmagnið minnkað uin 3.5%.
Síðan 1935 hefur þyngd alls innflutnings og útflutnings verið tálin
saman. Þyngdin er nettóþyngd. En þar eð ýmsar vörur hafa ekki verið
gefnar upp í þyngd heldur í stykkjatölu, fermetrum eða öðrum einingum,
hefur orðið að breyta þessum einingum í þyngd eftir áætluðum hlutföll-
um. Auk þess hefur þyngdin á ýmsum vörum oft verið ótilgreind í skýrsl-
um að nokkru eða ölln leyti, svo að orðið liefur að setja hana eftir
ágizkun. Heildartölurnar fyrir þyngd innflutnings og útflutnings síðan
1935 hal’a orðið svo sem hér segir, og eru jafnframt sýnd hlutföllin milli
áranna,