Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Blaðsíða 27
Verzlunarskýrslur 1047
25*
Útflutningur landbúnaðarafurða gekk mjög saman á stríðsárunum,
nema á gærum. Á sölu ullar var töluverð tregða, svo að sum árin fluttist
ekkert út af henni, en birgðir söfnuðust upp innanlands, en þær hafa
lækkað nokkuð tvö síðustu árin. Útflutningur af frystu kjöti hefur síð-
ustu árin ekki verið nema um helmingur á móts við það, sem var fyrir
slrið, og saltkjötsútflutningurinn aðeins lítið brot.
Af loðskinnum hefur útflutningur verið svo sem hér segir síðustu 5
árin:
1943
1944
1945
1946
1947
Refaskinn Minknskinn Selskinn söltuð Sauðargærur sútaðar
2 904 stk. 13 865 stk. „ stk. 2 685 stk.
1 447 — 1 753 — »» 12 070 —
1 752 — 9 253 — 6142 — 21712 —
1019 — 4 637 — 1 131 — 32 184 —
1 932 — 400 — 2 522 — 2168 —
Áður var töluverður útflutningur af lifandi hrossum, en sá útflutn*
ingur hvarf, er stríðið hófst. 1931—1935 voru flutt út 896 hross árlega að
meðaltali, 1936—39 475, en ekkert árin 1940—1945. Árið 1946 voru aftur
flutt út um 1160 hross, en ekkert 1947.
Undir flokkinn „Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga heima ann-
arsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl. Hin
óvenjulega mikla hækkun á þessum Iið árin 1945—1947 stafar af út-
flutningi á vefnaðarvörum og fatnaði til Danmerkur eftir striðslokin og 10
skipum, sem seld voru til Færeyja 1946 og 1947.
í 6. yfirliti (bls. 24*) eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun
og vinnslustigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins, alveg á
sama hátt eins og 2. yfirlit um innfluttu vörurnar. I útflutningnum eru
neyzluvörurnar yfirgnæfandi, 181 millj. kr. árið 1947, enda fer fiskurinn
í 8. flokk. Framleiðsluvörur voru 110 millj. kr. árið 1947. Þar af er lýsið
í 5. flokki, ull og skinn i 3. flokki, fiskmjöl í 2. flokki og skip í 7. flokki.
Framundir % af öllu útflutningsverðmætinu 1947 eru hrávörur, en að-
eins % litt unnar vörur, og fullunnar vörur aðeins 3%.
Þess var getið hér að framan (bls. 8*), að frá 1946 til 1947 hcfði
vöruverðið hækkað á útflutningsvörunum að meðaltali um 8.8%.
Þegar vörunum er skipt eftir þvi, frá hvaða atvinnuvegum þær stafa,
eins og gert cr í 4. yfirliti (bls. 21*), þá sést, að vöruverðið hefur hækkað
að meðaltali um 9% frá árinu á undan á afurðum af fiskveiðum, en
heldur meira, eða 11% á afurðum af landbúnaði.
4. Viðskipti við einstök lönd.
The external trade, by conntries.
7. yfirlit (bls. 27*) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skipzt 3 siðustu árin eftir innflutnings- og útflutnings-
löndum. Siðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt hvert land hefur tekið