Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Blaðsíða 31
Verzlunarskýrslur 1947
29*
mest síldarmjöl (3 millj.) og frystur fiskur (2% millj.) og til Færeyja
5% millj. kr., þar af skip fyrir 4% millj.
í töflu V A og B (bls. 70—97) eru taldar upp allar helztu innfluttar
og útfluttar vörutegundir og sýnt, hvernig inn- og útflutningsmagn hverr-
ar vöru skiptist eftir löndum. í töflu IV A og B (bls. 61—69) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutnings til þess skipt eftir vöru-
flokkum. Og loks eru i töflu VI (bls. 97—110) taldar upp með magni og
verði helztu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í út-
flutningnum til þess.
Það hefur verið regla í íslenzkum verzlunarskýrslum, að miða við-
skiptin við innkaupsland og söluland, hvaðan vörurnar eru
keyptar og hvert þær eru seldar. En margar innfluttar vörur eru
keyptar í öðrum löndum en þar, sem þær eru framleiddar, og eins er
um ýmsar útfluttar vörur, að þær eru notaðar í öðrum löndum en þeim,
sem fyrst kaupa þær. Innkaups- og sölulöndin gefa því ekki rétta hug-
mynd um hin eiginlegu vöruskipti milli framleiðenda og neytenda var-
anna. Ýmis lönd liafa því breytt verzlunarskýrslum sinum viðvíkjandi
viðskiptalöndum í það horf, að þær veita upplýsingar um uppruna-
land og neyzluland. Til þess að fá upplýsingar um þetta viðvíkj-
andi innflutningi til íslands, er á innflutningsskýrslueyðublöðunum dálk-
ur fyrir upprunaland varanna, auk innkaupslandsins, en sá dálkur hefur
mjög sjaldan verið útfylltur. Hefur því ekki þótt tiltækilegt að gera yfir-
lit um það. Þó hefur verið breytt til um nokkrar vörur, þar sem augljóst
hefur þótt, hvert upprunalandið var.
5. Viðskipti við útlönd eftir kauptúnum.
Imports and exports bij trading places.
í 8. yfirliti er skipting á verðmagni verzlunarviðskiptanna við
útlönd í heild sinni, svo og innflutnings og útflutnings sérstaklega,
árin 1943—1947 og sýnt, hve mikið kemur á Reykjavík, hina kaupstað-
ina og verzlunarstaðina. í yfirlitinu er þetta einnig sýnt með hlutfalls-
tölum. Árið 1947 hafa rúml. % af innflutningnum komið á Reykjavík,
rúml. % á hina kaupstaðina, en ekki nema rúml. Vm á aðra verzlunar-
staði. Af útflutningnum komu tæpl. % á Reykjavík, % á hina kaup-
staðina og % á aðra verzlunarstaði. Stríðið varð til þess að auka mikið
hlutdeild höfuðstaðarins 1 verzluninni við útlönd, en eftir stríðið hefur
hún lækkað nokkuð aftur.
Tafla VII (bls. 111) sýnir, hvernig verðmagn verzlunarviðskiptanna
við útlönd skiptist á hina einstöku kaupstaði og verzlunarstaði árið 1947.
í eftirfarandi yfirliti eru talin þau kauptún, sem komið hefur á meira en