Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1952, Qupperneq 7
Inngangur.
Introduclion.
1. Greinargerð um tilhögun verzlunarskýrslnanna.
General Statement.
Allmörg undangengin ár hefur innflutningurinn í verzlunarskýrsl-
um verið talinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru í útflutningslandinu
(fob-verð), að viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar til hún er affermd
á ákvörðunarstað. Er hér aðallega um að ræða flutningsgjald og vá-
tryggingu. 1 Verzlunarskýrslum 1951 er i n n f 1 u t n i n g u r i n n í
fyrsta sinn einnig gefinn upp á fob-verði, en þó ekki
nema í töflu IV A, þar sem allar vörutegundir samkvæmt tollskrá eru
taldar með magni og verðmæti hverrar um sig. Hinar stórvirku skýrslu-
gerðarvélar, er Hagslofan tók í notkun árið 1949, hafa gerbreytt vinnu-
brögðum og afköstum við úrvinnslu innflutningsskýrslna, og meðal
margs annars gert mögulegt að finna og birta fob-verð sérhverrar inn-
íluttrar vöru, auk cif-verðsins. Ætti þetta að hafa í för með sér stór-
aukið notagildi verzlunarskýrslnanna fyrir innfljdjendur, auk þess sem
það hefur mikla þýðingu við samningu greiðslujafnaðarskýrslna o. fl.
í öllum öðrum töflum en töflu IV A er innflutningurinn talinn á cif-
verði, eins og verið hefur, en í þeim kafla inngangsins, sem fjallar
sérstaklega um innfluttar vörur, verður vikið nánar að fob-verðmæti
innflutningsins og mismun þess og cif-verðmætisins.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem
fluttar eru til landsins, er þó öðruvisi háttað. Skýrslu um slíkan inn-
flutning' fær Hagstofan yfirleitt ekki frá tollyfirvöldunum, heldur beint
frá hlutaðeigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostn-
aður eða kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður
heimflutningskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem reiknað er
með í verzlunarskýrslunum. Skipainnflutningurinn hefur frá og með
árinu 1949 verið tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. a. s. með innflutn-
ingi júnímánaðar og desembermánaðar, og sömu reglu hefur verið fylgt
um flugvélainnflulninginn. — I kaflanum um innfluttar vörur síðar
í innganginum er gerð nánari grein fyrir skipainnflutningnum á árinu
1951. Útflutt skip hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega.