Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1952, Síða 9
Verzlunarskýrslur 195Í
7®
% hlutum (þ. e. 1%%) til Fiskveiðasjóðs, en Vi hluti þess (þ. e. %%)
rennur til Landssambands ísl. útvegsmanna og til byggingar fiskirann-
sóknarstöðvar, að hálfu til livors. Almenna útflutningsgjaldið á saltfiski
(Ví%) rennur á sama hátt til þessara tveggja síðastnefndu aðila. —
Vísast hér til laga nr. 81/1947, sem breytt var með lögum nr. 38/1948.
Gjöldin eru miðuð við fob-verð, eða, ef svo her undir, við cif-verð að
frádregnu flutnings- og ábyrgðargjaldi til útlanda og umboðslaunum
til erlendra aðila.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks i verzlunar-
skýrslum gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum
um útfluttar vörur siðar í inngangi þessum.
Nokkuð kveður að því, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrsl-
unum, þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutn-
ingsleyfi viðskiptadeildar utanríkisráðuneytisins. Er farið þannig að,
þegar látið er uppi af hálfu útflyljanda, að varan sé flutt út óseld.
Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er hér um að ræða óná-
kvæmni, sem getur munað miklu.
Það segir sig sjálft, að i verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur,
sem afgreiddar eru af tollyfirvöldunum á venjulegan hátt. Kaup is-
lenzkra skipa (farskipa og togara) erlendis á vörum til eigin nota koma
að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar vörur eru fluttar
inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti sem
þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Fram að þessu hefur þyngd vöru í verzlunarskýrslum,
bæði í útflutningi og innflutningi, verið nettóþyngd, og svo er einnig i
Verzlunarskýrslum 1951 að því er snerlir útfluttar vörur. Innfluttar
v ö r u r e r u hin s v e g a r í s k ý r s 1 u m f y r i r 19 5 1 t a1d a r m e ð
brúttóþyngd, þ. e. með ytri umbúðum. Mælir margt með því að
taka upp brúltóþyngd í stað nettóþyngdar að því er snertir innfluttar
vörur. I fyrsta lagi er yfirleitt brúttóþyngdin einvörðungu gefin upp
í skýrslum innflj'tjenda eins og Hagstofan fær þær frá tollyfirvöldun-
um, þar eð vörumagnstollur er i flestum tilfellum miðaður við brúttó-
þvngd. Séu innfluttar vörur gefnar upp með nettóþyngd í verzlunar-
skýrslum, verður því ávallt að reikna hana út með ákveðnum um-
reikningshlutföllum, sem hljóta að vera meira eða minna óáreiðanleg.
í öðru lagi er fullt eins heppilegt fyrir innflytjendur og aðra notendur
skýrslnanna, að þyngd sé gefin upp brúttó, vegna þess að þeir eru
kunnugri þeirri tölu en nettótölunni. I þriðja lagi gefur brúttóþyngd
betri hugmj’nd um flutningaþörfina til landsins og enn fremur eru
flutningsgjöld að sjálfsögðu miðuð við hana. Loks felst í því mikill
vinnusparnaður fyrir Hagstofuna, við samningu verzlunarskýrslnanna,
að miðað sé við brúttó- en eklti nettóþyngd. Af öllum þessum ástæð-
um var ákveðið að taka upp brúttóþyngd í stað nettó-
þ y n g d a r í verzlunarskýrslum f r á o g m e ð á r i n u 19 5 1,