Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1952, Síða 10
8‘
Verzlunarskýrslur 1951
enda var áður búið að ganga úr skugga um, að það færi ekki í bág
við alþjóðasamþykktir um fyrirkomulag verzlunarskýrslna. Að vísu
mun í verzlunarskýrslum annarra landa yfirleitt vera notuð nettóþyngd,
en þar er ekki um að ræða neina skuldbindingu eða kvöð, heldur getur
hvert land hagað þessu eins og því lientar bezt.
Sá annmarki fylgir breytingu þeirri, sem hér um ræðir, að saman-
burður við eldri innflutningstölur torveldast. Er leitazt við að bæta
eitthvað úr þessu með því að sýna i töflu IV A, í sérstökum dálki, hve
m i k 1 u m h u n d r a ð s h 1 u t a n e 11 ó þ y n g d e r t a I i n n e m a a f
brúttóþyngd fyrir hverja einstaka vörutegund. Voru þessi hlutföll
notuð við umreikning brúttóþyngdar i nettóþyngd í verzlunarskýrslum
1950. Var gerð sérstölc athugun á innflutningnum 1950 í því skyni að
finna sem réttust hlutföll milli brúttó- og nettóþyngdar og fengust um
j>etta tiltölulega öruggar niðurstöður að því er snertir flestar vörur.
í sumum tilfellum var þó haldið áfram að nota hlutföll, sem Hag-
stofan hafði áður notað við útreikning á nettóþyngd viðkomandi
vörutegunda.
Þar eð gefin eru upp í töflu IV A, um innfluttar vörur eftir vöru-
tegundum, hlutföll milli nettó- og brúttóþyngdar, hefur dálkurinn með
meðalverði vara verið felldur niður úr töflunni. Ætti það varla að
skipta miklu máli, þar sem notendur skýrslnanna geta sér að fyrir-
hafnarlitlu reiknað út meðalverð, ef þeir þurfa á því að halda.
í árslok 1951 var skráð sö 1 u gengi Landsbankans á er-
lendum gjaldeyri sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu):
1 sterlingspund ....... 45,70
1 Bandarikjadollar .... 16,32
1 Kanadadollar ........ 15,98
100 danskar krónur....... 236,30
100 norskar krónur ...... 228,50
100 sænskar krónur....... 315,50
100 finnsk mörk ........... 7,09
100 hollensk gyllini .... 429,90
Gengi á þeim erlenda gjaldeyri, sem talinn er hér að ofan, var
allt árið 1951 það sama og i lok þess, ef frá er talið gengi á Kanada-
dollar. Það var kr. 15,55 í árslok 1950 og hélzt svo til 19. des. 1951.
Frá 20. s. m. varð það kr. 15,92 og frá 27. s. m. kr. 15,98. Ofangreint
gengi á austurr. schilling kom til í október 1950, en fyrst í stað, eða
eilthvað fram yfir áramót 1950—1951, var eldra gengið á schilling
notað jafnhliða við ákvörðun tollverðs — og þar með verðs í verzl-
unarskýrslum -—• á vörum frá Austurríki. Vörur fluttar út þangað 1951
eru hins vegar í verzlunarskýrslum allar taldar á genginu, sem til kom
haustið 1950. Eldra gengið var kr. 65,55 á 100 schillinga. Verður að
hafa þctta í huga i sambandi við tölur verzlunarskýrslnanna um vöru-
viðskipti við Austurríki.
100 belgiskir frankar . . 32,67
1000 franskir frankar .. 46,63
100 svissneskir frankar 373,70
100 tékkneskar krónur . 32,64
100 vestur-þýzk mörk . 387,00])
1000 lírur ............... 26,122)
100 austurr. schillingar 113,002)
i) Aðcins kuupgengi skrúð.
2) Ekki opinber skráning.