Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1952, Qupperneq 13
Verzlunarskýrslur 1951
11“
er hægt að umreikna með verðinu árið áður og þar af leiðandi er
haldið utan við. Verðmunurinn stafar af breyttu vörumagni og hefur
innflutningsvörumagnið samkvæmt þessu aukizt um 31,6% frá 1950
lil 1951, en útflutningsvörumagnið hefur á saina tíma vaxið 41,6%.
Tveir fremri dálkar yfirlitsins hér að ofan sýna verðbreyt-
ingar. Reiknað ineð verðinu 1950 hefði innflutningurinn 1951, eins
og áður segir, numið 715 148 þús. kr„ en útflutningurinn, með fyrr-
greindum frádrætti, 586 981 þús. kr. En tilsvarandi raunverulegar töl-
ur eru: Innflutningur 923 290 þús. og útflutningur 721 025 og hefur þá
hinn síðar nefndi verið lækkaður um 5 583 þús. kr„ af þeirri ástæðu,
sem fyrr greinir. Frá 1950 lil 1951 hefur því, ef hvort árið um sig er
tekið sem heild, orðið 29,2% verðhækkun á innflutningsvörunum, og
22,8% verðhækkun á útflutningsvörunuin.
Þessi verðhækkun á ekki öll rót sina að rekja til verðbreytinga
erlendis. Nærri þrjá mánuði framan af árinu 1950 voru innflutnings-
og útflutningsverðmætin tekin á skýrslu á eldra gengi, og er fyrr nefnd
verðhækkun innflutnings og útflutnings af þeim sökurn meiri en orðið
liefði, ef gjaldeyrisgengið 1951 hefði verið i gildi allt árið 1950. Sam-
kvæmt athugun, sem gerð hefur verið á þessu, er hlutdeild gengis-
hrej’tingarinnar 1950 annars vegar og verðbreytinga erlendis hins vegar
i verðhækkuninni frá 1950 til 1951 sem hér segir:
Innflutningur Útflutningur
Hækkun, sem stafar af því, að
verðlagið 1950 er reiknað of lágt 14,1 % 12,1 %
Raunveruleg verðhækkun ........ 15,1 „ 10,7 „
Alls 29,2 % 22,8 %
Samkvæmt þessu hefur verðlag innflutningsvaranna hækkað um
15,1% frá 1950 til 1951, en verðlag útflutningsvaranna ekki hækkað
nema 10,7%. Hefur þvi v e r ð h 1 u t f a 11 i ð m i 11 i útfluttrar o g
innfluttrar vöru rýrnað 3,8%, miðað við árið áður. Tölur þessar
verða að notast með varkárni. Þær sýna hlutfallslega breytingu meðal-
verðlags frá einu ári sem heild lil næsta árs í heild, en af því leiðir,
að niðurstaða útflutningsins getur verið injög villandi. Réttari mynd
fæst með því að bera saman verðlag t. d. um miðbik hvors ársins.
Útreikningur á hreytingu verðlags innfluttrar og' útfluttrar vöru frá
júní 1950 til jafnlengdar 1951, eða til loka þess árs, mundi gefa allt
aðra niðurstöðu en það, sem samanburður á 1951 og 1950 í heild leiðir
í ljós, af ástæðum, sem nú skal gerð grein fyrir. Á síðari helmingi
árs 1950 fór verðlag á heimsmarkaðinum stórhækkandi vegna Kóreu-
styrjaldarinnar, sem brauzt út seint i júní það ár. Verðhækkunin, er
varð á íslenzkum útflutningsafurðum af þeim sökum, kom mjög fljót-
lega fram i útflutningsskýrslum, en aftur á móti má gera ráð fyrir,