Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1952, Blaðsíða 16
14*
Verzlunarskýrslur 1951
3. Innfluttar vörur.
lmports.
Tafla I A7 A (bls. 12—63) svnir, hve mikið hefur flulzt til landsins
af hverri vörulegund. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir hinni alþjóðlegu
vöruskrá Þjóðabandalagsins gamla, sem var fyrst lögð til grundvallar i
verzlunarskýrslunum fyrir 1938. Þar sem þessi vöruskrá er lágmarkslisti
til samanburðar við önnur lönd, þá er sundurliðunin í verzlunarskýrsl-
unum gerð allmiklu ýtarlegri með því að skipta númerum vöruskrár-
innar í undirliði. Síðan 1947 hefur þessi sundurliðun A7erið það ýtarleg,
að hvert einstakt tollnúmer er gert að sérstökum lið, þar sem um nokk-
urn teljandi innflutning er að ræða. Jafnframt er tilfært tollskrárnúmer
við hvern lið. Þar sem verzlunarskýrsluliður nær yfir fleiri en eitt toll-
skrárnúmer, cr þyngd og verð liðarins í heild tilgreint með almennu
letri, en þar á eftir með smálelri innflutningur livers tollskrárliðar, sem
fellur undir þann verzlunarskýrslulið.
Þyngd hverrar einstakrar vörutegundar í töflu IV A er brúttóþyngd,
og er í því sambandi vísað til 1. kafla inngangsins, þar sem gerð er
grein fyrir ástæðunum fyrir því, að frá og með árinu 1951 er magn
innflutningsins gefið upp með brúttóþyngd. Annar töludálkur töflu
IV A sýnir hundraðshluta neltóþyngdar af brúttóþyngd fyrir liverja
vörutegund í tollskránni, samkvæmt því sem þetta hlutfall rej'ndist
á árinu 1950, sjá bls. 8‘.
Öllum vörutegundum í vöruskránni er skipl í 49 vöruflokka, og
þeim aftur skipt í stærri vörubálka. Yfirlit um þessar skiptingar
eru í töflu I og II (bls. 1—3). í töflu IV (bls. 12—63) sést, hvernig ein-
stökum vörutegundum er niðurraðað í verzlunarskýrslunum. Er sú nið-
urröðun mjög frábrugðin þeirri niðurröðun, sem notuð er í tollskránni.
En í viðaukatöflu aftan við inngang verzlunarskýrslnanna (bls. 33*) er
skrá, sein raðað er eftir tollskrárnúmerum, og tilgreint, undir livaða
verzlunarskýrslunúmer hvert þeirra fellur. Má þvi nota skrá þessa sem
lykil til þess að fá vitneskju um, hvar í verzlunarskýrslunum ákveðið
tollskrárnúmer er að l'inna.
Síðan 1935 hefur hér i inngangi verzlunarskýrslnanna verið sér-
stök flokkun innflutningsvaranna eftir notkun og vinnslustigi, sam-
kvæmt fyrirmynd Þjóðabandalagsins gamla. Flokkun þessi hefur nú
orðið frekar litið raunhæft gildi, og hefur hún nú verið felld niður.
— Frá og með árinu 1952 verða verzlunarskýrslurnar birtar í nýju
íormi, eftir hinni alþjóðlegu vöruskrá Sameinuðu þjóðanna, sem flest
lönd eru nú að taka upp að meira eða minna leyti. Frá sama tíma
mun verða birt í inngangi verzlunarskýrslnanna ný vöruflokkun, sem
leitazt verður við að hafa i samræmi við það, sem bezt hentar islenzk-
um aðstæðum.
Næstsíðasti dálkur töflu IV A sýnir f o b - v e r ð m æ t i h v e r r a r