Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1956, Blaðsíða 32
30*
Verzlunarskýrslur 1954
Tafla VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti, en tilsvarandi skýrslur um út-
flutning í pósti eru ekki fyrir hendi, enda hefur verið lítið um, að verzlunarvörur
væru sendar út í pósti. — Póstbögglar, sem sendir eru að gjöf, hvort heldur hingað
til lands eða héðan frá einstaklingum, eru ekki teknir með í verzlunarskýrslurnar.
7. Tollarnir.
Customs Duties.
Tafla VIII (bls. 136—137) sýnir tolltekjur ríkissjóðs, tilfallnar árið 1954,
af hinum svo nefndu gömlu tollvörum (áfengi, tóbak, sykur, te og kakaó, sjá
nánar Verzlunarskýrslur 1948, bls. 29*), svo og af nokkrum öðrum vörum (trjá-
viður, kol, brennsluolíur, salt og sement). Hefur Hagstofan reiknað út verðtollinn
af þessum vörum með því að margfalda innflutningsverðið (cif) samkvæmt verzl-
unarskýrslum með vcrðtolli hverrar þessara vara fyrir sig eftir tollskránni. Vöru-
magnstollurinn hefur á sama hátt verið reiknaður út með því að margfalda nettó-
eða brúttóinnflutningsmagn hverrar vöru, eftir því sem við á, með tilheyrandi
vörumagnstolli. í töflu VIII eru svo gefnar upp í einu lagi tolltekjur ríkissjóðs
af öllum öðrum vörum.
Með auglýsingu Fjármálaráðuneytisins, nr. 210/1953, voru samkvæmt heimild
í 1. nr. 76/1953, endurnýjuð fyrir árið 1954 ákvæði auglýsingar nr. 235/1952, um
niðurfellingu tolla af kornvöru, kaffi og sykri. Eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar
voru frá og með 22. des. 1952 felldir alveg niður tollar af kaffi og sykri, sbr. lög
nr. 12/1953. Var þetta einn þáttur í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til úrlausnar
verkföllum þeim, er voru leidd til lykta með samkomulagi vinnuveitenda og stéttar-
félaga 19. des. 1952.
Með lögum nr. 76/1953 voru fyrir árið 1954 endurnýjuð áður gildandi ákvæði
um, að vörumagnstollur á bensíni samkvæmt 27. kafla tollskrárinnar skuli
innheimtur með 20 aur. í stað 1 eyris, svo og um 45% álag á verðtollinn, hvort
tveggja með sömu undantekningum og áður voru í gildi. Ákvæðið um 250% álag
á vörumagnstollinum var með nefndum lögum framlengt til ársloka 1954.
Með lögum nr. 75/1953 voru ákvæðin um söluskatt af tollverði allrar inn-
fluttrar vöru, að viðbættum aðflutningsgjöldum og áætlaðri álagningu 10% (sjá
nánar Verzlunarskýrslur 1949, bls. 27*), framlengd til ársloka 1954. Ákvæðin um,
hvaða vörur skuli vera undanþegnar söluskatti, héldust óbreytt. Með sömu lögum
voru endurnýjuð óbreytt ákvæði laga nr. 112/1950 um 35% viðbótargjöld af inn-
flutningsleyfum fyrir fólksbifreiðum.
Tekjur ríkissjóðs af söluskatti á innfluttum vörum, sem verið liefur i
gildi síðan í ársbyrjun 1948, eru ekki taldar í töflu VIII, og sama gildir um viðbótar-
gjöld af innflutningsleyfum fyrir fólksbifreiðum. í töflu VIII eru og aðeins talin
aðflutningsgjöld á bensíni samkvæmt tollskrárlögunum 1939 með síðari breyt-
ingum. Hið sérstaka innflutningsgjald á bensíni, samkvæmt lögum nr.
84/1932 með síðari breytingum, kemur með öðrum orðum til viðbótar aðflutnings-
gjöldum af bensíni, eins og þau eru talin í töflu VIII. Síðan lög nr. 68/1949 voru
sett vorið 1949, hefur gjald þetta numið 31 eyri á livern bensínlítra. Tekjur ríkis-
sjóðs 1953 af gjaldi þessu námu 13 366 þús. kr., en þar af fóru lögum samkvæmt
2 155 þús. kr. í brúasjóð, þannig að á rekstrarreikning ríkissjóðs komu 11 211 þús.
kr. af gjaldinu. í Vérzlunarskýrslum 1949, bls. 27*, er greint nánar frá innflutnings-
gjaldi þessu.