Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1960, Side 9
Verzlunarskýrslur 1959
T
samningu greiðslujafnaðarskýrslna o. fl. í öllum öðrum töflum er innflutningurinn
talinn á cif-verði einu, en í þeim kafla inngangsins, sem fjallar sérstaklega um
innfluttar vörur, verður vikið nánar að fob-verðmæti innflutningsins og mismun
þess og cif-verðmætisins.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda, sem Hag-
stofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar eru til landsins,
er þó öðruvísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær Hagstofan yfirleitt ekki
frá tollyfirvöldunum, heldur beint frá hlutaðeigandi innflytjendum. Upplýsa þeir,
hver sé byggingarkostnaður eða kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst
áætlaður heimflutningskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem reiknað er
með í verzlunarskýrslum. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 verið
tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. a. s. með innflutningi júnímánaðar og desember-
mánaðar, og sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainnflutninginn. — I kaflanum
um innfluttar vörur síðar í innganginum er gerð nánari grein fyrir skipainnflutn-
ingnum á árinu 1959. — Útflutt skip hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárs-
lega. í kaflanum um útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu
skipa úr landi 1959.
Sérstök athygli er vakin á því, að yfirfærslugjald samkvæmt
lögum nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. f 1., er ekki meðtalið í
cif-verði eins og það er tekið í verzlunarskýrslur. Hins vegar er það
meðtalið í cif-verði, þegar verðtollur er reiknaður, og sömuleiðis er það ásamt tolli
meðtahð í þeim gjaldstofni, sem innflutningsgjald og söluskattur á innfluttum
vörum er reiknað af. Til frekari skýringar sltal það tekið fram, að hækkun sú á
flutningsgjöldum, sem varð vegna álagningar 55% yfirfærslugjalds í maí 1958,
er innifalin í cif-verði vara, eins og það er tekið í verzlunarskýrslur. Flutnings-
gjöld stykkjavöru hækkuðu 20% um mitt ár 1958 vegna yfirfærslugjaldsins, en
flutningsgjald fyrir vörur, sem yfirleitt koma til landsins í heilum skipsförmum
(almennt salt, kol, bensín og brennsluolíur, tilbúinn áburður og almennt timbur)
hækkuðu sem svarar yfirfærslugjaldinu, eða 55%, jafnskjótt og það kom til fram-
kvæmda í maílok 1958. — Uppbætur á útfluttar afurðir eru ekki taldar
í fob-verði þeirra og liggja til þess ýmsar ástæður, sumar þeirra tæknilegs
eðhs. Af þeim sökum var ekki unnt að telja yfirfærslugjaldið með í cif-verði inn-
fluttra vara í verzlunarskýrslum, þar sem reikna verður verðmæti innflutnings og
útflutnings á einu og sama gengi.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum tahnn á söluverði afurða með
umbúðum, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá. Er bér
yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Sé um að ræða
greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimilað í útflutningsleyfinu, er upp-
liæð þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-verð komi fram. — Fob-verð vöru,
sem seld er úr landi með cif-skilmálum, er fundið með því að draga frá cif-verð-
mætinu flutningskostnað og tryggingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. —
Nettóverðið til útflytjandans er fob-verðið samkvæmt verzlunarskýrslum að frá-
dregnum útflutningsgjöldum. Á árinu 1959 var útflutningsgjald af öllum út-
fluttum sjávarafurðum 2^/4% af fob-verði, og skiptist það þannig, að 74% runnu
til Fiskveiðasjóðs, 4% til Rannsóknarstofnunar sjávarútvegsins, 4% til Lands-
sambands ísl. útvegsmanna og 18% til Fiskimálasjóðs. Samkvæmt 10. gr. laga
nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl., var útflutningsgjald innheimt með 65%
álagi frá 1. júní s. á. Álag þetta rennur að 11/13 hlutum til Fiskveiðasjóðs, að
1/13 hluta til Fiskimálasjóðs og að 1/13 liluta til smíði hafrannsóknarskips. Út-