Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1960, Blaðsíða 10
8*
Verzlunarskýrslur 1959
flutningsleyfisgjald var 1 °/00 af öllum vörum, og 2% til Síldarútvegsnefndar af
útfluttri síld, hvort tveggja miðað við fob-verð án uppbóta. Af útfluttum land-
búnaðarvörum er ekki innheimt neitt gjald, nema útflutningsleyfisgjald.
Frá 1. júlí 1949 hefur, auk ofangreinds, verið tekið %% hlutatryggingasjóðs-
gjald (sbr. lög nr. 48/1949) af öllum útfluttum sjávarafurðum, öðrum en þeim, sem
koma frá togurum, hvalveiðum og selveiðum. Af saltsíld, öllum tegundum, var
reiknað matsgjald 1959, 1 kr. á tunnu, ef síldin var metin.
1 Verzlunarskýrslum 1958, bls. 8*—9*, var gerð grein fyrir gjaldheimtu
af innflutningi og uppbótum á útflutningi samkvæmt lögum nr. 33
29. maí 1958, um útflutningssjóð o. fl. Með þeim var lagt á yfirfærslugjald á fob-
verð allrar innfluttrar vöru og nam það 30% á kornvörum til manneldis, kaffi,
sykri og nokkrum öðrum nauðsynjum almennings, en 55% á öllum öðrum inn-
flutningi, þar á meðal á rekstrarvörum sjávarútvegs og íandbúnaðar, sem áður
böfðu verið undanþegnar sérstökum gjöldum. Á allar duldar greiðslur til útlanda
var bka lagt 55% yfirfærslugjald, þó 30% á yfirfærslur vegna sjúkrakostnaðar
og námskostnaðar. Jafnframt voru gerðar breytingar á hinu sérstaka innflutnings-
gjaldi á innflutningi og hækkun ákveðin á ýmsum öðrum gjöldum, eins og nánar
er lýst í inngangi Verzlunarskýrslna 1958, sem til er vísað. — Samhfiða þessu
var hafin greiðsla 55% yfirfærslubóta á allar „duldar greiðslur“ frá útlöndum,
og víðtækar breytingar gerðar á uppbótakerfi útflutningsins. Áætlað er, að heildar-
bætur á bverja krónu fob-verðmætis útfluttra afurða af 1959-famleiðslu bafi
numið að meðaltali 86,7%, að meðtöldum hinum almennu 55% yfirfærslubótum.
Hins vegar voru uppbæturnar mjög breytilegar eftir afurðum, alveg frá 70% af
fob-verði og upp í 143%. —Uppbótakerfið hélzt óbreytt seinni hluta 1958
og allt árið 1959, og ekki urðu heldur neinar breytingar á gjöldum til ríkissjóðs
og útflutningssjóðs, nema á leyfisgjaldi af fob-verði innfluttra fólksbifreiða og
sendiferðabifreiða undir 3 tonnum að burðarmagni. Það gjald var í útflutnings-
sjóðslögum ákveðið 160% af fob-verði, til viðbótar gömlu 35% gjaldi í ríkissjóð.
Snemma árs 1959 urðu þessi gjöld sem bér segir: a) Af fob-verði bifreiða innfluttra
samkvæmt gjaldeyris- og innflutningsleyfi: 160%+35%, þegar læknir er inn-
flytjandi, 160% aðeins þegar leigubifreiðarstjóri er innflytjandi, en 250%+35%,
þegar innflytjandi er hvorki læknir né leigubifreiðarstjóri. b) Af fob-verði bifreiða
innfluttra án gjaldeyrisútblutununar: 300%+35%.
Sem fyrr greinir eru uppbætur á útfluttar vörur og yfirfærslugjald á innflutt-
um vörum ekki meðtalið í verðmæti útflutnings og innflutnings, eins og það er
birt í Verzlunarskýrslum.
Við ákvörðvm á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum gilda
sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inn-
gangi þessum.
Nokkuð kveður að því, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi viðskipta-
deildar utanríkisráðuneytisins. Er farið þannig að, þegar látiðr er uppi af hálfu
útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað allmiklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldunum á venjulegan bátt. Kaup íslenzkra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar
vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti
sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.