Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1960, Side 15
Verzlunarskýrslur 1959
13*
Nettóþyngd innflutninsins 1959 er 690 000 tonn, en brúttóþyngdin 700 895
tonn, sjá töflu I á bls. 1. Er síðari talan aðeins tæplega 1,6% hærri en sú fym',
og er munurinn ekki meiri vegna þess, að fyrir sumar magnmestu innflutnings-
vörurnar er enginn eða mjög lítill munur á brúttó- og nettóþyngd.
Árið 1959 var heildarþyngd innflutningsins 107% meiri en árið 1935, sem mið-
að er við, en vörumagnsvísitalan sýnir 405% meira vörumagn árið 1959 heldur en
1935. Þetta virðist stríða hvað á móti öðru, en svo er þó ekki í raun og veru,
því að vörumagnsvísitalan tekur ekki aðeins til þyngdarinnar, heldur einnig til
verðsins, þannig að viss þungi af dýrri vöru (með háu verðlagi á kg), svo sem
vefnaðarvöru, vegur meira í vörumagninu heldur en sami þungi af þungavöru
(með lágu meðalverði á kg), svo sem kolum og salti. Vörumagnið getur því aukizt,
þótt þyngdin vaxi ekki, ef magn dýru vörunnar vex, en þungavörunnar minnk-
ar. Lítil aukning á þungavöru hleypir þyngdinni miklu meira fram heldur en
stórmikil aukning á dýrum vörum, svo sem vefnaðarvöru. Skýringin á þessu
ósamræmi er því sú, að þungavörunnar gætir miklu minna á móts við hinar
dýrari í innflutningnum nú heldur en áður. í útflutningnum er aftur á móti
minni munur á vörumagnsvístitölu og þyngdarvísitölu.
1. yfirlit. Verð innflutnings og útflutnings eftir mánuðum.
Value of imports and exports, by montlis.
Innflutningur imports Útflutningur exporta
1957 1958 1959 1957 1958 1959
months 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
Janúar 42 001 81 362 84 463 65 500 51 819 63 408
Febrúar 75 759 96 039 104 324 100 156 58 041 110 488
Marz 90 755 128 352 96 306 69 526 83 496 72 894
Apríl 105 924 147 575 118 238 72 718 70 787 80 315
Maí 158 992 126 692 146 395 99 607 99 172 101 300
Júní 139 493 95 763 147 328 58 560 104 229 111 276
júis 93 114 89 012 125 516 42 521 62 655 54 631
Ágúst 76 858 88 397 98 673 104 566 98 050 82 940
September 132 639 118 386 111 534 87 553 129 933 75 298
Október 104 935 115 935 128 199 73 547 105 946 110 252
Nóvember 111 304 99 398 113 034 127 157 104 107 79 028
Deaember 229 931 210 681 267 509 86 191 101 962 117 672
Samtals 1361 705 1397 592 1 541 519 987 602 1070 197 1 059 502
1. yfirlit sýnir innflutning og útflutning í hverjum mánuði 1957—
1959 samkvæmt verzlunarskýrslum, en síðar í innganginum er yfirlit um mánað-
arlega skiptingu innflutnings (3. kafli) og útflutnings (4. kafli) eftir vörudeildum.
3. Innílnttar vörur.
Imports.
Tafla IV A (bls. 12—71) sýnir, hve mikið hefur verið flutt til landsins af
hverri vörutegund árið 1959. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir vöruskrá Sameinuðu
þjóðanna. Fremst í innganginum er gerð nánari grein fyrir þessari vöruskrá og