Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1960, Blaðsíða 36
34*
Verzlunarskýrslur 1959
Ýmis lönd hafa því breytt verzlunarskýrslum sínum viðvíkjandi viðskiptalöndum
í það horf, að þær veita upplýsingar um upprunaland og neyzluland. Til þess að
fá upplýsingar um þetta viðvíkjandi innflutningi til íslands, er á innflutnings-
skýrslueyðublöðunum dálkur fyrir upprunaland varanna, auk innkaupslandsins,
en sá dálkur hefur mjög sjaldan verið útfylltur. Hefur því ekki þótt tiltækilegt að
gera yfirht um það. Þó hefur verið breytt til um nokkrar vörur, þar sem augljóst
hefur þótt, hvert upprunalandið var. Á þetta einkum við um sumar þungavörur,
svo sem kol, olíur, bensín, salt o. fl.
6. Viðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
External trade by customs areas.
Töflu VII á bls. 145 er ætlað að sýna verð innfluttrar og útfluttrar vöru eftir
tollafgreiðslustöðum. í því sambandi skal tekið fram, að tölur þessarar töflu
eru að ýmsu leyti óáreiðanlegar vegna annmarka, sem erfitt er að hæta úr. T. d.
kveður talsvert að því, að farmar og einstakar vörusendingar séu tollafgreiddar —
og þar með taldar fluttar inn — í öðru tollumdæmi en þar, sem innflytjandi er
búsettur. Eins og vænta má, er það aðallega í Reykjavík, sem tollafgreiddar eru
vörur, sem fluttar eru inn af innflytjendum annars staðar á landinu.
Taflan gefur enn fremur að sumu leyti ófullkomna hugmynd um skiptingu
útflutningsins á afgreiðslustaði, þar sem það er talsvert mikið á reiki, hvaðan
útflutningurinn er tilkynntur. Stafar þetta einkum af því, að sölusambönd, sem
hafa aðsetur í Reykjavík, annast sölu og útflutning á sumum helztu útflutnings-
vörunum, þannig að útflutningsvörur utan af landi eru afgreiddar í Reykjavík og
oft ekki tilkynntar Hagstofunni sem útflutningur frá viðkomandi afskipunarhöfn.
Tafla VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti, en tilsvarandi skýrslur um út-
flutning í pósti eru ekki fyrir hendi, enda hefur verið lítið um, að verzlunarvörur
væru sendar út í pósti. — Póstbögglar, sem sendir eru að gjöf, livort heldur hingað
til lands eða liéðan frá einstaklingum, eru ekki teknir með í verzlunarskýrslurnar.
7. Tollarnir.
Customs duties.
Tafla VIII (bls. 145—146) sýnir tolltekjur ríkissjóðs, tilfallnar árið 1959,
af hinum svo nefndu gömlu tollvörum (áfengi, tóbak, sykur, te og kakaó, sjá
nánar Verzlunarskýrslur 1948, hls. 29*), svo og af nokkrum öðrum vörum (trjá-
viður, kol, hrennsluolíur, salt og sement). Hefur Hagstofan reiknað út verðtollinn
af þessum vörum með því að margfalda innflutningsverðið (cif) samkvæmt verzl-
unarsltýrslum með verðtolli hverrar þessara vara fyrir sig eftir tollskránni. Vöru-
magnstollurinn hefur á sama liátt verið reiknaður út með því að margfalda nettó-
eða brúttóinnflutningsmagn hverrar vöru, eftir því sem við á, með tilheyrandi
vörumagnstolli. í töflu VIII eru svo gefnar upp í einu lagi tolltekjur ríkissjóðs
af öllum öðrum vörum.
Með auglýsingu fjármálaráðuneytisins, nr. 190/1958, voru, samkvæmt heimild
í 1. nr. 66/1958, endurnýjuð fyiir árið 1959 ákvæði auglýsingar nr. 235/1952, um
niðurfellingu tolla af kornvöru, kaffi og sykri (þ. á m. flórsykur og púður-
sykur o. fl., en ekki síróp, þrúgusykur o. fl.). Eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar
voru frá og með 22. des. 1952 felldir alveg niður tollar af kaffi og sykri, sbr. lög