Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1960, Blaðsíða 38
36*
Verzlunarskýrslur 1959
um — en það var með lögum nr. 3/1956 hækkað úr 31 eyri í 51 eyri á lítra — kem-
ur með öðrum orðum til viðbótar aðflutningsgjöldum af bensini, eins og þau eru
talin í töflu VIII, og sama máb gegnir um 62 au. gjald af bensíni skv. 46. gr. laga
nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl. í Verzlunarskýrslum 1949, bls. 27*, er greint
nánar frá innflutningsgjaldi skv. lögum nr. 84/1932 með síðari breytingum.
í 9. yfirliti er samanburður á vörumagnstolltekjum ríkissjóðs af hinum gömlu
tollvörum 5 síðustu árin og fimm 5 ára tímabil þar áður, og jafnframt eru til-
greindar þar vörumagnstolltekjur af öðrum vörum og heildarupphæð verðtollsins
þessi sömu ár.
Hér fer á eftir yfirbt um hundraðshluta tolltekna ríkissjóðs af heildar-
verðmæti innflutningsins. í því sambandi verður að liafa í buga, að innflutn-
ingsgjaldið af bensíni ásamt viðbótargjöldum á innflutningsleyfi, svo og söluskattur
og gjöld af innfluttum vörum skv. lögum um útflutningssjóð o. fl., er hér ekki
meðtabð í tolltekjunum, eins og fyrr var getið.
1931—35 meðaltal...... 13,4% 1955 16,6 %
1936—40 — 16,2 „ 1956 17,4 „
1941—45 — 18,6 „ 1957 15,7 „
1946—50 — 17,4 „ 1958 20,4 „
1951—55 — 15,6 „ 1959 21,2 „
í 1. kafla inngangsins er greint frá liinum ýmsu gjöldum á útflutnings-
vörum, sem voru í gildi á árinu 1959. Eins og þar kemur fram eru gjöld þessi,
að útflutningsleyfisgjaldinu fráteknu,innbeimt af ríkissjóði fyrir aðra aðila samkvæmt
lagaákvæðum þar að lútandi. Tekjur ríkissjóðs af útflutningsleyfisgjaldinu 1959
námu 845 þús. kr.