Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Qupperneq 9
VerzlunarskýTslur 1963
7*
hvers tollskrárnúmers í aðaltöflunni ( sjá bls. 33*—37* í Verzlunarskýrsl-
um 1962). Uppsláttarregistrið á bls. 176—191 í Verzlunarskýrslum 1962 er
einnig fellt niður, þar sem gefin hefur verið út til sölu „Stafrófsskrá yfir
vöruheiti í tollskránni 1963“.
Aðaltafla Verzlunarskýrslna um útfluttar vörur (sjá töflu IV B í
Verzlunarskýrslum 1962) hefur síðan 1952 verið á grundvelli vöruskrár
hagstofu Sameinuðu þjóðanna. Svo er enn í Verzlunarskýrslum 1963, að
öðru leyti en því, að tekin er upp endurskoðuð vöruskrá hagstofu Sam-
einuðu þjóðanna. Ekki kemur til greina að nota Brússel-skrána í þessu
sambandi og er þá eðlilegra að nota einu aðra alþjóðlegu skrána, sem
fyrir hendi er, þ. e. vöruskrá hagstofu Saineinuðu þjóðanna. Að sjálf-
sögðu þarf að sundurgreina þessa vöruskrá mikið til þess að nægileg
ýtarleg vitneskja sé látin í té um útflutning landsmanna.
Varðandi form og uppsetningu á aðaltöflum innflutnings (IV) og út-
flutnings (V) vísast að öðru leyti til skýringa í upphafi hvorrar töflu.
Einkum er vísað til liða 3—5 í skýringum við töflu IV.
Aðrar helztu breytingar, sem verða á árlegum Verzlunarskýrslum
með þessu liefti, eru þessar: Töflur V A og V B með innfluttum og útfluttum
vörum eftir löndum falla niður, en í þess stað er innflutningur og út-
flutningur sundurgreindur eftir löndum í aðaltöflum innflutnings og út-
flutnings, nr. IV og V. Með þessu er hafin birting innflutningstalna eftir
löndum fyrir hvert tollskrárnúmer. Skipting innflutningsins á lönd í töflu
V A var fjarri því að vera samkvæmt dýpstu vörusundurgreiningu, og er
þvi hér um að ræða verulega endurbót á innflutningsskýrslum. Sundur-
greining útflutnings á lönd er eftir sem áður samkvæmt dýpstu vöru-
sundurgreiningu. — Ávinningur er að því, að nú má sjá í aðaltöflum inn-
flutnings og útflutnings heildartölu samkvæmt dýpstu sundurliðun og
skiptingu hennar á lönd, en hingað til hefur þurft að slá upp í tveim
töflum til þess að fá þetta hvort tveggja upplýst. — Þá er það önnur
meiri háttar breyting, að tafla VI, sem hefur sýnt verzlunarviðskipti við
hvert einstakt land eftir vörum, er felld niður. í þess stað kemur, fyrir
innflutning, tafla II, sem sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir löndum og
hinum 177 vöruflokkum vöruskrár hagtofu Sameinuðu þjóðanna, sem
fyrr voru nefndir. Hér er um að ræða nokkurn samdrátt sundurgreiningar
frá því, sem verið hefur, en það ætti ekki að koma að sök. Fyrir útflutn-
ingshluta töflu VI er látið nægja að birta töflu III, sem sýnir verðmæti
útfluttrar vöru eftir löndum og aðalvörum innan vörudeilda, en hún er
að uppbyggingu mjög lík töflu III B í eldri Verzlunarskýrslum. Hér er
lika slegið nokkuð af kröfum til sundurgreiningar, en vegna þess að út-
flutningsvörurnar eru ekki mjög margar og þær eru með dýpstu sundur-
greiningu og skiptingu á lönd í töflu V, ætti þetta ekki að skipta miklu
máli. — Tafla II í eldri Verzlunarskýrslum kemur óbreytt sem tafla I í
þessu hefti, að öðru leyti en því, að vörudeildir samkvæmt endurskoðaðri
vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna koma i stað vörudeilda sain-