Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Blaðsíða 15
Vcrslunarskýrslur 1974
11
tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda (,,deponering“). Slíkar vörur
má tollafgreiða á eldra gengi, en þó því aðeins að fullnaðarafgreiðsla
eigi sér stað fyrir októberlok 1974. Þrátt fyrir þessi tvö sérákvæði um
tollafgreiðslu vara, eru allar vörur, sem tollafgreiddar eru frá sept-
emberbyrjun 1974, reiknaðar á nýju gengi í innflutningsskýrslum. Allar
vörur innfluttar samkvæmt skýrslum til ágústloka eru reiknaðar á
eldra gengi. Það segir sig sjálft, að lengi eftir gengisbreytinguna 2.
sept. 1974 eru að koma til landsins vörur, sem greiddar hafa verið á
eldra gengi, en við gerð innflutningsskýrslna er ekki tekið tillit til þess,
heldur er allt, sem talið er innflutt frá og með septemberbyrjun 1974,
reiknað á nýju gengi.
Útflutningur. Allar vörur, sem teknar eru á útflutningsskýrslu hjá
Hagstofunni frá septemberbyrjun 1974, eru reiknaðar á nýju gengi,
þar á meðal vörur tollafgreiddar úr landi fyrir þann tíma, en ekki
teknar í útflutningsskýrslur fyrr en í september 1974. Sama gildir og
um sjávarafurðir framleiddar fyrir 1. sept. 1974, útfluttar eftir
gengisbreytinguna — þær eru reiknaðar á nýju gengi i útflutnings-
skýrslum, þótt útflytjendur fái þær greiddar á eldra gengi samkvæmt
ákvæðum í áður nefndum lögum nr. 78/1974.
í árslok 1974 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri
sem hér segir (i kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Bandaríkjadollar i 118,30 118,70
Sterlingspund i 277,35 278,55
Kanadadollar i 119,70 120,20
Dönsk króna 100 2 100,35 2 109,25
Norsk króna 100 2 285,30 2 294,90
Sænsk króna 100 2 922,30 2 934,60
Finnskt mark 100 3 330,05 3 344,15
Franskur franki 100 2 661,75 2 673,05
Belgískur franki 100 326,40 327,80
Svissneskur franki 100 4 706,50 4 726,40
Gyllini 100 4 732,85 4 752,85
Vestur-þýskt mark 100 4 915,30 4 936,10
Líra 100 18,19 18,27
Austurrískur scliilling . . . 100 696,60 699,60
Escudo 100 481,70 483,70
Peseti 100 210,80 211,70
Yen 100 39,35 39,52
Dollargengið var eins og áður segir 41,4% hærra í árslok 1974 en
í árslok 1973, en gengi eftirtalinna gjaldmiðla hærra sem hér segir:
Sterlingspunds 43,4%, danskrar krónu 57,9%, norskrar krónu 56,5%,
sænskrar krónu 59,9%, svissnesks franka 83,2% og vestur-þýsks marks
58,8%.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings i
islenskar krónur á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaup-
gengi.