Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Blaðsíða 41
Verslunarskýrslur 1974
37*
f tðflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti iitflutningsins eftir
vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóð-
anna. í töflu III á bls. 20—27 eru verðmætistölur útflutnings svarandi
til 2ja fvrstu tölustafa hinnar 6 stafa tákntölu hvers vöruliðs í vöru-
skrá Hagstofunnar fyrir útflutning, með skiptingu á lönd.
í töflu VI á bls. 225 er verðmæti útflutnings skipt eftir vinnslu-
greinum hvert áranna 1970—74. Er hér um að ræða sérstaka flokkun
útflutnings, sem gerð hefur verið ársfjórðungslega frá og með ársbyrjun
1970. Þessi ársfjórðungslega tafla hefur verið birt í Hagtíðindum, en
ekki i Verslunarskýrslum fyrr en nú, og þá aðeins fyrir heil ár, ekki
fyrir hvern ársfjórðung.
Eins og greint var frá i 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í
verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um
borð i skip Cfob) á þeirri höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölu-
reikningi útflytjanda. Þessi regla getur ekki átt AÚð ísfisk, sem íslensk
skip selja í erlendum höfnum, og gilda þvi um verðákvörðun hans í
verslunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var, auk löndunar-
og sölukostnaðar o. fl., dregin frá brúttósöluandvirði ísfisks ákveðin fjár-
hæð á tonn fvrir flutningskostnaði, en þessu var hætt frá og með árs-
byrjun 1968. Á árinu 1974 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við út-
reikning á fob-verði ísfisks út frá brúttósöluandvirði hans, og var hann
tekinn i útflutningsskýrslur samkvæmt þvi (hundraðstölur tilgreindar
hér á eftir miðast allar við brúttósöluandvirði): Bretland: Á isaðri sild
og makril aðeins 2% sölukostnaður. Á öðrum isfiski og frvstum fiski:
Löndunarkostnaður 80 au. á kg, tollur 8,4%, sölukostnaður 3,0%, hafnar-
gjöld o. fl. 2,1%. V-Þýskaland: Á isaðri sild og makríl: Löndunarkostn-
aður kr. 1,73 á kg, tollur 2,5%, sölukostnaður 4,3%, hafnargjöld o. fl.
1,5%. Á ísuðum karfa: Löndunarkostnaður kr. 1,73 á kg, tollur 9,8%,
sölukostnaður 2% og hafnargjöld o. fl. 5,3%. Á öðrum ísfiski og fryst-
um fiski: Löndunarkostnaður kr. 1,73 á kg, tollur 15%, sölukostnaður
2% og hafnargjöld o. fl. 5,3%. Danmörk: Á öllum isfiski aðeins 6%
sölukostnaður. Færeijjar: Á ísaðri sild og loðnu 2% sölukostnaður.
Á öðrum ísfiski: Löndunarlcostnaður kr. 0,80 á kg, sölukostnaður
3% og auk bess hafnargjöld o. fl„ sem voru 2000 kr. fyrir Lverja ferð
togara og 1000 kr. fyrir bát. Belgía: Á isfiski: Löndunarkostnaður kr.
3,43 á kg, tollur 11,6%, sölukostnaður 2,8% og hafnargjöld o. fl. 5,1%.
Holland: Á ísaðri sild og makril: Löndunarkostnaður kr. 1,73 á kg,
tollur 2,5%, sölukostnaður 4,3% og hafnargjöld o. fl. 1,5%. Á öðrum ís-
fiski: Löndunarkostnaður kr. 3,43 á kg, tollur 11,6%, sölukostnaður
2,8% og hafnargjöld o. fl. 5,1%.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja isfisk erlendis, notn stóran
hluta af andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl„ svo og til
greiðslu á skipshafnarpeningum, en slikt er ekki innifalið i áður nefnd-
um frádrætti til útreiknings á fob-verðmæti. Skortir þvi mjög mikið