Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1980, Síða 7
Inngangur.
Introduction.
1. Greinargerð um tilhögun verslunarskýrslnanna.
General statement.
Flokkun vörutegunda í verslunarskýrslum. 1. maí 1963 varð hin svo nefnda
Briissel-skrá (Brussel-nomenclature) grundvöllur tollunar innfluttra vara, sam-
kvæmt lögum nr. 7/1963, um tollskrá o. fl. Briissel-skráin er alþjóðlegur toll-
skrárrammi, sem samþykkt var gerð um á alþjóðlegri ráðstefnu í Brussel í des-
ember 1950. Var með henni stefnt að samræmingu á tollskrám þeirra landa, sem
að samþykktinni stóðu. Nú eru um 40 ríki aðilar að samþykkt þessari, en um 135
ríki munu hafa tekið upp tollskrár, sem fylgja vöruflokkun skrár Tollasamvinnu-
ráðsins í Brússel.
í inngangi þessum hefur mörg undanfarin ár verið gerð grein fyrir Brússel-
skránni og systurskrá hennar — hinni tölfræðilegu vöruskrá hagstofu Sameinuðu
þjóðanna — svo og fyrir tengslum íslensku tollskrárinnar við þessar alþjóðlegu
skrár. Vísast til þess, svo og til greinargerðar á bls. 37 í febrúarblaði Hagtíðinda
1977.
Á árinu 1975 kom nýendurskoðuð vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna
(Standard International Trade Classification, Revision 2), og jafnframt gaf
Tollasamvinnuráðið í Brússel út nýja Brússel-skrá samræmda henni, og er hún nú
nefnd CCC-skrá (eftir Customs Co-operation Council í Brússel). í þessum skrám,
hvorri um sig, eru rúmlega 1920 vöruliðir, og er þar um að ræða mikla fjölgun liða
frá því, sem áður var.
í ný tollskrárlög, nr. 120 31. desember 1976, sem tóku gildi í janúarbyrjun
1977, komu allir nýir og breyttir liðir í hinum tveimur endurskoðuðu vöruskrám
frá 1975, auk þess sem eitthvað var um nýja og breytta liði vegna innlendra þarfa.
Fjölgaði vöruliðum í tollskránni úr ca. 2 160 í 2 934. Gætti þar langmest fjölgunar
liða í alþjóðlegu vöruskránum. Var einkum mikil fjölgun á plastvöruliðum (39.
kafli tollskrár), á fatnaðarvöruliðum (60. og 61. kafli tollskrár), og á ýmsum véla-
og tækjaliðum.
Tollasamvinnuráðið í Brússel gerði enn frekari breytingar á CCC-skránni 1976
og 1978, og voru þær teknar inn í íslensku tollskrána með Iögum nr. 82 18. maí
1978 um breytingar á tollskrárlögum nr. 120/1976. Komu lög þessi til fram-
kvæmda 1. júní 1978. Var hér um nokkra fækkun vöruliða að ræða, textabreyt-
ingar o. fl. Engar breytingar hafa orðið á vöruliðum tollskrárinnar síðan lög nr.
82/1978 voru sett.
Við þær breytingar, er lög nr. 82/1978 ákváðu, fækkaði tollskrárnúmerum úr
2934 í 2864. Það skal tekið fram, að nýendurskoðuð vöruskrá hagstofu Sam-
einuðu þjóðanna, sem gerð er nánari grein fyrir hér á eftir, breyttist ekki með
CCC-skránni 1976 og 1978, að öðru leyti en því, að eitthvað var um, að vöruliðir í
CCC-skránni fengju aðra samsvörun í tölfræðilegu skránni.