Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1980, Side 10
8*
Verslunarskýrslur 1979
lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. Frá 1. janúar 1977 var vörumagnstollur
einnig felldur niður á þessum vörum, að undanskilinni gasolíu og brennsluolíu. —
Vegna ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom til
framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess að í verslunarskýrslum flestra
landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Farmgjöld. Öll millilandafarmgjöld íslenskra skipaútgerða eru verðskráð í
erlendum gjaldeyri, og fóru þau því stöðugt hækkandi í íslenskum krónum á árinu
1979 vegna gengissigs (sjá það, sem segir hér á eftir um gjaldeyrisgengi). — Hinn
3. júlí 1979 hækkuðu farmgjöld Eimskipafélagsins fyrir stykkjavöruflutning frá
Evrópu um 18% í erlendum gjaldeyri, og 12.desember 1979varð afturhækkuná
þeim um 9%. Farmgjöld fyrir stykkjavöruflutning frá Bandaríkjunum, sem í
október 1978 höfðu verið lækkuð um 25% vegna samkeppni við annað íslenskt
skipafélag, voru í júlí 1979 færð í sömu taxta og giltu fyrir nefnda lækkun. — Að
því er varðar hækkun farmgjalda fyrir stórflutning til landsins (timbur, járn,
áburður, Iaust korn o. fl.) réðst hún af samkeppnisaðstöðu, og munu breytingar
ekki hafa verið miklar umfram þær, sem fylgdu gengissigi. — Um mitt ár 1979
hækkuðu allir taxtar fyrir útflutning til Evrópulanda, nema fyrir fiskmjöl og
frystan fisk, um 35%, og aftur í desember um 9%. — Farmgjöld fyrirstórflutning
á frystum fiski til Evrópulanda, sem samið er um sérstaklega milli hlutaðeigenda,
hækkuðu frá ársbyrjun 1979 úr $95 í $106 á tonn. Farmgjöld fyrir frystan fisk til
Bandaríkjannahækkuðufrásama tímaúr $101 í $106 („liner terms“), en frá 15/4
1979 urðu þau $85 á tonn „free out“, og hélst svo til ársloka. Mun þessi breytta
skráning ekki hafa falið í sér teljandi hækkun á farmgjaldi fyrir frystan fisk til
Bandaríkjanna. — Hér hefur aðeins verið getið meginbreytinga á farmgjöldum
1979, til þess að gefa mynd af þróun þessara mála í stórum dráttum. Framan
greindar upplýsingar eru frá Eimskipafélagi íslands, en líkt mun hafa gerst hjá
öðrum skipaútgerðum.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 8—9 í inngangi Verslunarskýrslna 1978 er skýrt frá'
breytingum á gengi íslensku krónunnar á árinu 1978. í árslok 1978 var dollar-
gengi kr. 317,70 kaup ogkr. 318,50 sala, en í árslok 1979 varþað kr. 394,40 kaup
og kr. 395,40 sala. Þessi 24,1% hækkun dollargengis stafaði eingöngu af svo
nefndu gengissigi, enda var ekki um að ræða neinar almennar gengisfellingar á
árinu. Fyrstu fjóra mánuði ársins var gengissig hægfara og hækkaði dollargengið á
því tímabili um 3,8%, en í maí fór að gæta erfiðleika hjá útflutningsatvinnuvegun-
um, m. a. vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu, og leiddi það til hraðs
gengissigs á næstu mánuðum. Hækkaði dollargengið um 13,9% frá apríllokum til
ágústloka. Á síðustu fjórum mánuðum ársins seig gengið mun hægar, og hækkaði
dollargengið á því tímabili um 5,0%. — Að því er varðar gengi á árinu 1979 vísast
að öðru leyti til neðanmálsgreina við töflu um útflutning og innflutning eftir
mánuðum, sem birtist í hverju blaði Hagtíðinda, svo og til greinargerðar á bls. 182
í júlíblaðinu 1979, þar sem skýrt er frá gengisbreytingum á fyrri hluta árs 1979.
Miðað við miðgengi dollars var, eins og áður segir, um að ræða 24,1 % hækkun á
gengi hans gagnvart krónunni frá árslokum 1978 til ársloka 1979, en það sam-
svarar 19,4% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi hækkun á
gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
-sölu (dollar meðtalinn) er, samkvæmt útreikningum Seðlabanka íslands, 25,1%
á kaupgengi og 26,3% á sölugengi. Árið 1979 var meðaigengi dollars gagnvart
krónunni kr. 352,12 kaup og kr. 352,93 sala, og er það 29,7% hækkun frá