Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1980, Blaðsíða 18
16*
Verslunarskýrslur 1979
í sambandi við fob-verðstölur innflutnings skal þetta tekið fram: Mismunur
cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar frá útflutningsstaðnum
ásamt vátryggingaiðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem hér um ræðir, er ekki
einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá erlendri útflutningshöfn til
íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um að ræða farmgjöld með járnbrautum
eða skipum frá sölustað til þeirrar útflutningshafnar, þar sem vöru er síðast
útskipað á leið til íslands. Kemur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl. Fer þetta
eftir því, við hvaða stað eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður
að því, að vörur séu seldar cif íslenska innflutningshöfn. í slíkum tilfellum er
tilsvarandi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
Frá og með Verslunarskýrslum 1977 þarf innflutningur frá landi að nema
minnst 500 þús. kr., til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega í töflu IV — nema
um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bædi cif ogfob eftir vörudeildum.
Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti innflutnings 1979 alls
254 887 703 þús. kr., en cif-verðið 282 220 233 þús. kr. Fob-verðmæti inn-
flutnings 1979 að undanskildum skipum og flugvélum var þannig 90,3% af
cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs
og cif-verðs er mjög mismunandi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef
litið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs skiptist á
vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað 1% af cif-verði
flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04,06,08, og 56, þar er trygginga-
iðgjald reiknað 0,83% af cif-verði. Svo er einnigá kolum (32). Tryggingaiðgjald á
timbri í vörudeildum 24 og 63 er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27.
vörudeild) 0,55%, og á olíum og bensíni (í 33. vörudeild) 0,55%. Á fólksbifreið-
um í 78. vörudeild er tryggingaiðgjald reiknað 2,50% af cif-verði, en 1,50% af
vörubifreiðum. — Að svo miklu leyti sem tryggingaiðgjald kann að vera of hátt
eða of lágt í 2. yfirliti, er flutningskostnaður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of
hátt.
Innflutningsverðmœti 11 skipa, sem flutt voru inn 1979 (tollskrárnr. 89.01.30,
89.01.40,89.01.51, 89.01.53 og 1 fiskibátur í 89.01.59), nam alls 9 135 435 þús.
kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau:
Rúmlestir Innflutn. veröm.
brúttó þús. kr.
Þórshamar GK-75 frá Bretlandi, fiskiskip ................................ 326 783 536
Porlákur ÁR-5 frá Frakklandi, skuttogari ................................ 453 784 584
Tálknfirðingur BA-325 frá Noregi, skuttogari ............ 351 1 177 000
Júlíus Geirmundsson ÍS-270 frá Noregi, skuttogari ....... 449 1 637 376
Helgafell frá Danmörku, farskip ......................... 1 599 546 000
Arnarfell frá Danmörku, farskip ......................... 1 599 522 157
Fiskibátur (óskráður) frá Bretlandi ...................................... 14 11 349
Fiskibátur (óskráður) frá Bretlandi ...................................... 11 13 285
Stapafell frá V-Pýskalandi, olíuflutningaskip ........... 1 432 1 904 475
Selnes frá Bretlandi, farskip ........................... 3 645 1 725 000
Gulaþing RE-126 frá Bretlandi, fiskibátur ................................. 8 30 673
Samtals 9 887 9 135 435
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og heimsiglingar-
kostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í innflutningsverði, séu keypt
hér á landi og því tvítalin í innflutningi. — 7 fyrst talin skip eru talin með
innflutningi júnímánaðar, en hin með innflutningi desembermánaðar.