Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1980, Side 21
Verslunarskýrslur 1979
19*
2. yfirlit. (frh.). Sundurgreining á cif-veröi innflutnings 1979, eftir vörudeildum.
82 Húsgögn og hlutar til þeirra ..................
83 Ferðabúnaður, handtöskur o. þ. h...............
84 Fatnaður, annar en skófatnaður ................
85 Skófatnaður ...................................
87 Vísinda- og mælitæki, ót. a....................
88 Ljósmyndunarvörur, sjóntæki, ót. a., úr, klukkur ....
89 Ýmsar iðnaðarvörur, ót. a......................
9 Vörur og viðskipti ekki í öðrum vörudeildum ......
FOB-vert FOB valu Reiknaðu vátrygg. kostnaðui Flutnings- kostnaður freight CIF-verö CIF value
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
3 431 679 39 348 463 782 3 934 809
546 651 5 930 40 434 593 015
8 668 506 91 500 390 035 9 150 041
2 668 481 28 772 179 903 2 877 156
3 056 328 31 852 97 007 3 185 187
2 167 282 22 853 95 214 2 285 349
8 620 709 95 878 871 229 9 587 816
343 697 3 662 18 808 366 167
Samtals 264 800 615 2 730 296 24 602 234 292 133 145
Alls án skipa og flugvéla 254 887 703 2 730 296 24 602 234 282 220 233
• Heiti vörudeildar stytt, sjá fuilan texta á bls. 22* í inngangi.
var upp frá og með Verslunarskýrslum 1970, stóð óröskuð til ársloka 1976, en frá
og með 1977 urðu nokkrar tilfærslur milli vöruflokka og smábreytingar á flokka-
skipan, sjá neðanmálsgrein við 5. yfirlit. Fyrirvarar þeir, sem gerðir voru á bls.
17*—18* í inngangi Verslunarskýrslna 1969, eiga enn við, og vísast til þeirra.
Innflutningur til aðila, sem eru undanþegnir gjöldum á innflutningi (Lands-
virkjun, Kröfluvirkjun, íslenska álfélagið h.f, íslenska járnblendifélagið h.f).
Innflutningur til Landsvirkjunar á árinu 1979 nam alls 1 288,5 millj. kr. Þar af
munu 890 millj. kr. hafa verið vegna Hrauneyjafossvirkjunar, og 20 millj. kr.
vegna lagningar Hvalfjarðarlínu. Að öðru leyti mun hér hafa verið um að ræða
viðhaldsvörur o.fl., sem ekki er undanþegið gjöldum á innflutningi. Hins vegar
eru — samkvæmt lögum nr. 59/1965 með síðari breytingum — felld niður
aðflutningsgjöld, söluskattur og vörugjald á efni, tækjum og vélum til virkjunar-
framkvæmda Landsvirkjunar, þó ekki af vinnuvélum. Frá og með Sigölduvirkjun
eru greidd full gjöld af vinnuvélum við innflutning, en ríkissjóður endurgreiðir
þau síðar eftir ákveðnum reglum (þó ekki að fullu í raun). — Þriðja og síðasta
vélasamstæða Sigölduvirkjunar í Tungnaá var tekin í notkun í desember 1978.
Vorið 1979 voru hafnar framkvæmdir þriðju virkjunar á vatnasvæði Þjórsár,
Hrauneyjafossvirkjunar í Tungnaá, með greftri fyrir stöðvarhúsi. Á árinu 1979
var unnið að byggingu þess og að öðrum undirbúningsframkvæmdum. Stefnt er að
því, að fyrsta vélasamstæða Hrauneyjafossvirkjunar verði tilbúin í nóvember-
byrjun 1981, og sú næsta snemma árs 1982.
Meðlögum nr. 21 10. apríl 1974 varríkisstjórninni heimilaðaðfelavæntanlegri
Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa og reka jarðgufuaflsstöð við Kröflu
eða austanvert Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu, með alit að 55 megawatta afli. í
kjölfar þessara laga voru sumarið 1974 hafnar könnunarboranir við Kröflu, og
1975 hófst bygging mannvirkja þar. Innflutningur til þessarar nýju stórvirkjunar
hófst á árinu 1975. Var þar aðallega um að ræða timbur og járn og var sá
innflutningur ekki tekinn saman sérstaklega af Hagstofunni. En fráogmeð janúar
1976 hefur innflutningur til Kröfluvirkjunar verið gerður upp mánaðarlega á
sama hátt og það, sem flutt er inn af hliðstæðum aðilum. — Framkvæmdum við
Kröfluvirkjun lauk í febrúar 1978, er fyrri vélasamstæða hennar varð gangfær.