Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1980, Side 49
Verslunarskýrslur 1979
47*
Aöflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ...
Bensíngjald2) ..........................
Gúmmígjald2 ............................
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum
Gjald af gas- og brennsluolíum .........
Jöfnunargjald af innflutningi ..........
Aölögunargjald .........................
1978 1979
>7 104,3 34 946,9
4 625,7 7 264,4
96,3 75,9
3 942,4 4 915,1
582,6 699,9
498,1 1 237,8
- 767,8
Alls 36 849,4 49 907,8
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en ekki til
endursölu — er ekki meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. — Hinn almenni
söluskattur á innlendum viðskiptum sem hafði 1. mars 1975 orðið alls 20% að
meðtöldum viðaukum, hækkaði í 22% frá 16. september 1979.
Síðan í ársbyrjun 1977 (sbr. lög nr. 111/1976) hafa 8% af andvirði 18%
söluskattshluta runnið í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en í ríkissjóð sjálfan allt
andvirði 2% söluskattshluta og 92% af andvirði 18% söluskattshluta. Samkvæmt
j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota
eða neyslu innflytjanda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum
og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi námu 1 699,7 millj. kr. 1978,
en 2 764,1 millj. kr. 1979, hvort tveggja áður en hluti Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svo kallað vörugjald á fjölmargar
innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu leyti sem þær eru
framleiddarinnanlands. Frá 1. janúar 1976 vargjaldþetta lækkað í 10%, enfrá7.
maí 1976 (sbr. lög nr. 20/1976) varþað hækkaðí 18% ogfrá20. febrúar 1978 var
það lækkað í 16%. Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 96 8. sept. 1978 skiptist
vörugjald þetta í 2 gjaldflokka, 16% og 30%. Frá ársbyrjun 1979 var 16% gjaldið
hækkað í 18%, en ekki varð breyting á 30% gjaldinu. Með bráðabirgðalögum nr.
84 16. október 1979 (reglugerð nr. 515/1979) var 18% vörugjaldið hækkað í
24% frá 12. september 1979. Vörugjald á innfluttum vörum er reiknað af
tollverði þeirra. Hráefni, helstu rekstrarvörur og ýmsar brýnar neysluvörur eru
undanþegnar gjaldi þessu, en hins vegar er það t. d. yfirleitt tekið af fjárfestingar-
vörum. Tekjur af vörugjaldi, sem renna óskiptar í ríkissjóð, námu 8 622,2 millj.
kr. 1978 og 12 968,9 millj. kr. 1979.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frátöldum
söluskatti, vörugjaldi og aðlögunargjaldi, sem aðeins var innheimt 1979) sýnir
33,4% hækkun þeirra frá 1978 til 1979. Heildarverðmæti innflutnings hækkaði
hins vegar um 58,8% frá 1978 til 1979. Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt
bæði árin — en á þeim eru engin gjöld — er hækkun innflutningsverðmætis
58,0%. Sé enn fremur sleppt innflutningi til Landsvirkjunar, Kröfluvirkjunar,
íslenska jámblendifélagsins og íslenska álfélagsins — en hann er undanþeginn
aðflutningsgjöldum að mestu — hækkar innflutningsverðmæti um 56,0% milli
umræddra ára.
Hér á eftir er cif-verðmœti innflutnings 1978 og 1979 skipt eftir tollhceð, bæði í
beinum tölum og hlutfallstölum. í yfirliti þessu er ekki tekið tillit til niðurfellingar
1) Innifalin í aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1978 1 287,9 millj. kr., 1979 1 683,0
millj. kr.), byggingarsjóðsgjald sem er */a% af aðflutningsgjöldum (1978 128,8 millj. kr., 1979 168,3 millj. kr.),
sérstakt gjald til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (1978 42,1 millj. kr., 1979 60,3 millj. kr.) og
sjónvarpstollur (1978 1 175,9 millj. kr., 1979 1 057,4 millj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.