Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1981, Blaðsíða 18
16*
Verslunarskýrslur 1980
í sambandi við fob-verðstölur innflutnings skal þetta tekið fram: Mismunur
cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar frá útflutningsstaðnum
ásamt vátryggingaiðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem hér um ræðir, er ekki
einvörðungu farmgjöíd fyrir flutning á vörum frá erlendri útflutningshöfn til
íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um að ræða farmgjöld með járnbrautum
eða skipum frá sölustað til þeirrar útflutningshafnar, þar sem vöru er síðast
útskipað á leið til íslands. Kemur þá Iíka til umhleðslukostnaður o. fl. Fer þetta
eftir því, við hvaða stað eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður
að því, að vörur séu seldar cif íslenska innflutningshöfn. í slíkum tilfellum er
tilsvarandi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
Frá og með Verslunarskýrslum 1977 þarf innflutningur frá landi að nema
minnst 500 þús. kr., til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega í töflu IV — nema
um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cifogfob eftir vörudeildum.
Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti innflutnings 1980 alls
408 382 905 þús. kr., en cif-verðið 456 879 873 þús. kr. Fob-verðmæti innflutn-
ings 1980 að undanskildum skipum og flugvélum var þannig 89,4% af cif-verð-
mætinu. — Ef litið er á einstaka flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og
cif-verðs er mjög mismunandi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef
litið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs skiptist á
vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað 1% af cif-verði
flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04, 06, 08, og 56, þar er trygg-
ingaiðgjald reiknað 0,83% af cif-verði. Svo er einnig á kolum (32). Trygginga-
iðgjald á timbri í vörudeildum 24 og 63 er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27.
vörudeild) 0,55%, og á olíum og bensíni (í 33. vörudeild) 0,55%. Á fólks-
bifreiðum í 78. vörudeild er tryggingaiðgjald reiknað 2,50% af cif-verði, en
1,50% af vörubifreiðum. — Að svo miklu leyti sem tryggingaiðgjald kann að vera
of hátt eðaof lágtí 2. yfirliti, erflutningskostnaður o. fl. taliðþar tilsvarandi of lágt
eða of hátt.
Innflutningsverðmæti 8 skipa, sem flutt voru inn 1980 (tollskrárnr. 89.01.40, og
89.01.51), nam alls 9 873 875 þús. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau:
Rúmlestir Innflutn. verðm.
brúttó þús. kr.
Jón Baldvinsson RE-208 fiá Portúgal, skuttogari ...................... 493 2 457 900
Már SH-127 frá Portúgal, skuttogari .................................. 493 2 471 200
Barði NK-120 frá Frakklandi, skuttogarí .............................. 453 1 050 000
Rán HF-342 frá Bretlandi, skuttogari ................... 743 320 000
Selá frá Noregi, farskip ............................... 1 499 1 172 885
Jón á Hofi ÁR-62 frá Finnlandi, fiskiskip .............. 276 385 240
Hólmatindur SU-220 frá Frakklandi, skuttogari ........................ 499 1 107 950
Ðerglind frá Kanada, farskip ........................... 3 075 908 700
Samtals 7 531 9 873 875
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og heimsigling-
arkostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í innflutningsverði, séu
keypt hér á landi og því tvítalin í innflutningi. — 4 fyrst talin skip eru talin með
innflutningi júnímánaðar, en hin með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1980 voru fluttar inn 47 flugvélar að verðmæti alls 13 407 859 þús. kr.
Með innflutningi júnímánaðarertalin 1 flugvél frá Danmörku aðverðmæti5 810