Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1988, Blaðsíða 27
Verslunarskýrslur 1987
25
4. Útfluttar vörur.
Exports.
í töflu V (bls. 250—270) er sýndur útflutningur á hverri einstakri vörutegund
eftir löndum. Röð vörutegunda í þessari töflu fylgdi áður vöruskrá hagstofu
Sameinuðu þjóðanna, en frá og með 1970 er röð vörutegunda í töflunni
samkvæmt sérstakri vöruskrá Hagstofunnar fyrir útflutning. Um þetta vísast til
nánari skýringa í 1. kafla þessa inngangs og við upphaf töflu V á bls. 250.
í töflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti útflutningsins eftir
vörudeildum núgildandi vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóðanna. í töflu III á
bls. 20—27 eru verðmætistöflur útflutnings svarandi til 2ja fyrstu tölustafa
hinnar 6 stafa tákntölu hvers vöruliðs í vöruskrá Hagstofunnar fyrir útflutning,
með skiptingu á lönd.
í töflu VI á bls. 271 er verðmæti útflutnings skipt eftir vinnslugreinum hvert
áranna 1983—87. Er hér um að ræða sérstaka flokkun útflutnings, sem gerð
hefur verið ársfjórðungslega frá og með ársbyrjun 1970. Hefur þessi flokkun
verið birt í Hagtíðindum fyrir hvern ársfjórðung, en í verslunarskýrslum er hún
aðeins birt fyrir heil ár.
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verslunar-
skýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) í
þeirri höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla
getur ekki átt við ísfisk, sem íslensk skip selja í erlendum höfnum, og gilda því um
verðákvörðun hans í verslunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var,
auk löndunar- og sölukostnaðar o. fl., dregin frá brúttósöluandvirði ísfisks
ákveðin fjárhæð á tonn fyrir flutningskostnaði, en þessu var hætt frá og með
ársbyrjun 1968. Á árinu 1987 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við
útreikning á fob-verði ísfisks (og loðnu til bræðslu) út frá brúttósöluandvirði
hans, og var hann tekinn í útflutningsskýrslur samkvæmt því (hundraðstölur til-
greindar hér á eftir miðast allar við brúttósöluandvirði):
Danmörk: Á loðnu til bræðslu 10,5% heildarkostnaður. Fœreyjar: Á ísfiski
0,5% heildarkostnaður, á loðnu til bræðslu 0,5% heildarkostnaður. Noregur: Á
loðnu til bræðslu 0,5% heildarkostnaður. Bretland: Á ísfiski: Löndunar-
kostnaður og hafnargjöld 12%, tollur 5%, sölukostnaður 3%. Á loðnu til
bræðslu 10,5% heildarkostnaður. Frakkland og V-Þýskaland: Á ísfiski: Löndun-
arkostnaður og hafnargjöld 12%, tollur 3%, sölukostnaður 2%.
Útflutningsverðmœti 8 skipa, sem seld voru úr landi 1987 (í nr. 93.20.00, 93.30
og 93.40 í töflu V), nam alls 268 789 þús. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau:
Talin með útflutningi septembermánaðar:
Pctur Jónsson RE-14 til Noregs. fiskiskip
Skciösfoss til Líberíu. farskip .......
Laxfoss til Kýpur, farskip.............
Sæncs EA-75 til Svíþjóöar, fiskiskip ....
Talin með útflutningi desembermánaðar:
Frcyja RE-38 til Noregs, Fiskiskip ....
Hákon ÞH-250 til Noregs, fiskiskip.....
Skúmur GK-22 til Svíþjóðar, fiskiskip ...
Hvassafell til Noregs, farskip ........
Rúmlcstir Útflutn.vcröm.
brúttó þús. kr.
446 81 060
1 499 12 251
998 17 478
91 17 043
116 14 475
414 80 440
239 22 608
1 759 23 434
5 562 268 789
Samtals