Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1988, Blaðsíða 10
8;
Verslunarskýrslur 1987
gengissveiflur orðið á milli erlendra mynta. Þannig hefur verðgildi SDR
gagnvart DEM lækkað um rúm 8% en hækkað um rúm 10% gagnvart USD. í
stjórflutningum (inn- og útflutningi) varð lítilsháttar lækkun á flutningsgjöldum í
SDR talið, aðallega vegna rýrnandi verðgildis USD gagnvart SDR milli áranna
1986 og 1987. Hér hefur verið getið um helstu breytingar á farmgjöldum sem
urðu hjá Eimskipafélagi íslands á árinu 1987 og stuðst við upplýsingar þess.
Gera má ráð fyrir að þróunin hjá öðrum skipafélögum í millilandasiglingum hafi
verið svipuð.
Gengi krónunnar. Eftir mikla hækkun á gengi Bandaríkjadollars árin 1981-
1984 hefur framvinda gengismála á alþjóðavettvangi einkennst af nær stöðugri
gengislækkun dollars. Gengi dollars var hæst í lok febrúar 1985, en frá þeim tíma
og til desember 1987 lækkaði vegið meðalgengi dollars gagnvart öðrum myntum
um 40%, samkvæmt útreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. í árslok 1987 var
meðalgengi dollars svipað og það var áður en það tók að hækka árið 1981.
Samfara gengislækkun dollars hækkaði vegið meðalgengi japansks yens, þýsks
marks og sterlingspunds á árinu 1987. Frá upphafi til loka árs 1987 féll gengi
dollars um 22% gagnvart yeni, um 21% gagnvart sterlingspundi og um 19%
gagnvart þýsku marki. Gagnvart íslenskri krónu féll dollar um tæplega 12%.
Gengi krónunnar breyttist talsvert gagnvart einstökum gjaldmiðlum á árinu
1987, en meðalgengi hennar var stöðugra en nokkurt ár frá því 1973. Jafnframt
hækkaði gengið gagnvart dollar annað árið í röð. Frá upphafi til loka ársins 1987
hækkaði meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, um 1,9%, og
meðalgengi krónunnar lækkaði um svipað hlutfall gagnvart öllum gjaldmiðlum.
Árið 1987 var meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, 3,7% hærra en
að meðaltali árið áður. Þetta svarar til þess að gengi krónunnar hafi til jafnaðar
verið 3,6% lægra árið 1987 en árið 1986. Framangreindar tölur eru miðaðar við
meðaltal kaupgengis og sölugengis, en talsverður munur var á breytingum
þessara stærða á árinu 1986. Gengislækkun dollars hafði þau áhrif, að frá
upphafi til loka ársins hækkaði meðalverð gjaldeyris, vegið með hlutdeild landa í
vöruútflutningi (kaupgengi) um 0,4%, en meðalverð, vegið með hlutdeild landa
í vöruinnflutningi (sölugengi), hækkaði um 3,4%. Á sama hátt var meðalverð
útflutningsgjaldmiðla árið 1987 2,2% hærra en 1986, en meðalverð innflutnings-
gjaidmiðia var 5,2% hærra árið 1987 en árið áður. Á árinu 1987 hækkaði
meðalverð innflutningsgjaldmiðla því um nær 3% meira en meðalverð útflutn-
ingsgjaldmiðla, og höfðu gengisbreytingar á alþjóðavettvangi því óhagstæð áhrif
á viðskiptakjör Islendinga annað árið í röð. Raungengi krónunnar hækkaði
verulega á árinu 1987, enda lækkaði meðalgengi krónunnar mjög lítið þrátt fyrir
að verðbólga innanlands væri talsvert meiri en í helstu viðskiptaríkjum
fslendinga. Samkvæmt útreikningum Seðlabanka íslands, sem byggjast á
samanburði á breytingum gengis og verðlags í 15 helstu viðskiptaríkjum
íslendinga, hækkaði raungengið um 11% til jafnaðar árið 1987 miðað við árið
næsta á undan. Hækkun raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags kom
einkum fram á síðari helmingi ársins og á síðasta fjórðungi ársins var það að
meðaltali 15% hærra en ári fyrr.
Eftirfarandi tafla sýnir skráð kaupgengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri
eins og það var að meðaltali á árinu 1987 og í árslok 1987 í kr. á einingu auk
hlutfallslegrar hækkunar gengis frá fyrra ári: (the following table shows buying
rates of the Central Bank of Iceland of several major currencies in terms of ISK,
1987 average in col. 1, end 1987 in col. 3 and percentage changes on the previous
year in col. 2 and 4):