Hagskýrslur um utanríkisverslun


Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1988, Page 10

Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1988, Page 10
8; Verslunarskýrslur 1987 gengissveiflur orðið á milli erlendra mynta. Þannig hefur verðgildi SDR gagnvart DEM lækkað um rúm 8% en hækkað um rúm 10% gagnvart USD. í stjórflutningum (inn- og útflutningi) varð lítilsháttar lækkun á flutningsgjöldum í SDR talið, aðallega vegna rýrnandi verðgildis USD gagnvart SDR milli áranna 1986 og 1987. Hér hefur verið getið um helstu breytingar á farmgjöldum sem urðu hjá Eimskipafélagi íslands á árinu 1987 og stuðst við upplýsingar þess. Gera má ráð fyrir að þróunin hjá öðrum skipafélögum í millilandasiglingum hafi verið svipuð. Gengi krónunnar. Eftir mikla hækkun á gengi Bandaríkjadollars árin 1981- 1984 hefur framvinda gengismála á alþjóðavettvangi einkennst af nær stöðugri gengislækkun dollars. Gengi dollars var hæst í lok febrúar 1985, en frá þeim tíma og til desember 1987 lækkaði vegið meðalgengi dollars gagnvart öðrum myntum um 40%, samkvæmt útreikningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. í árslok 1987 var meðalgengi dollars svipað og það var áður en það tók að hækka árið 1981. Samfara gengislækkun dollars hækkaði vegið meðalgengi japansks yens, þýsks marks og sterlingspunds á árinu 1987. Frá upphafi til loka árs 1987 féll gengi dollars um 22% gagnvart yeni, um 21% gagnvart sterlingspundi og um 19% gagnvart þýsku marki. Gagnvart íslenskri krónu féll dollar um tæplega 12%. Gengi krónunnar breyttist talsvert gagnvart einstökum gjaldmiðlum á árinu 1987, en meðalgengi hennar var stöðugra en nokkurt ár frá því 1973. Jafnframt hækkaði gengið gagnvart dollar annað árið í röð. Frá upphafi til loka ársins 1987 hækkaði meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, um 1,9%, og meðalgengi krónunnar lækkaði um svipað hlutfall gagnvart öllum gjaldmiðlum. Árið 1987 var meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, 3,7% hærra en að meðaltali árið áður. Þetta svarar til þess að gengi krónunnar hafi til jafnaðar verið 3,6% lægra árið 1987 en árið 1986. Framangreindar tölur eru miðaðar við meðaltal kaupgengis og sölugengis, en talsverður munur var á breytingum þessara stærða á árinu 1986. Gengislækkun dollars hafði þau áhrif, að frá upphafi til loka ársins hækkaði meðalverð gjaldeyris, vegið með hlutdeild landa í vöruútflutningi (kaupgengi) um 0,4%, en meðalverð, vegið með hlutdeild landa í vöruinnflutningi (sölugengi), hækkaði um 3,4%. Á sama hátt var meðalverð útflutningsgjaldmiðla árið 1987 2,2% hærra en 1986, en meðalverð innflutnings- gjaidmiðia var 5,2% hærra árið 1987 en árið áður. Á árinu 1987 hækkaði meðalverð innflutningsgjaldmiðla því um nær 3% meira en meðalverð útflutn- ingsgjaldmiðla, og höfðu gengisbreytingar á alþjóðavettvangi því óhagstæð áhrif á viðskiptakjör Islendinga annað árið í röð. Raungengi krónunnar hækkaði verulega á árinu 1987, enda lækkaði meðalgengi krónunnar mjög lítið þrátt fyrir að verðbólga innanlands væri talsvert meiri en í helstu viðskiptaríkjum fslendinga. Samkvæmt útreikningum Seðlabanka íslands, sem byggjast á samanburði á breytingum gengis og verðlags í 15 helstu viðskiptaríkjum íslendinga, hækkaði raungengið um 11% til jafnaðar árið 1987 miðað við árið næsta á undan. Hækkun raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags kom einkum fram á síðari helmingi ársins og á síðasta fjórðungi ársins var það að meðaltali 15% hærra en ári fyrr. Eftirfarandi tafla sýnir skráð kaupgengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri eins og það var að meðaltali á árinu 1987 og í árslok 1987 í kr. á einingu auk hlutfallslegrar hækkunar gengis frá fyrra ári: (the following table shows buying rates of the Central Bank of Iceland of several major currencies in terms of ISK, 1987 average in col. 1, end 1987 in col. 3 and percentage changes on the previous year in col. 2 and 4):
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324

x

Hagskýrslur um utanríkisverslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um utanríkisverslun
https://timarit.is/publication/1123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.