Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 24
Grafskrift Nýja-ÍslaNds Svarthöfði er sífellt að komast betur í skilning um að allt er öðrum að kenna. Það voru Bretar sem ollu efna-hagshruninu á Íslandi með hryðjuverkalögum sínum. Það er Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að kenna að við náum okkur ekki upp úr kreppunni. Það er Evrópusamband- inu að kenna að Icesave-skuldirnar lentu á okkur. Og ESB vildi ekki leyfa okkur að taka upp evru einhliða. Þetta er allt útlendingum að kenna. Íslendingar þurfa engan Alþjóða-gjaldeyrissjóð. Burt með hann! Við getum gert þetta sjálf! Íslend-ingar hafa sýnt í gegnum árin að þeir geta stýrt stýrivöxtunum í réttan farveg. Okkar upplýsta þjóð hefur einnig sýnt óumdeilda getu til að kjósa framúrskarandi leiðtoga til að stýra efnahagsmálunum. Við gerðum ekkert rangt, nema kannski að samþykkja ákvæði EES-samningsins um inni- stæðutryggingar. Ef útlenskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað svona neikvætt um Íslendinga hefði skuldatrygg-ingarálagið aldrei fallið. Og ef útlendingar hefðu ekki verið svo miklir ratar, að setja Lehman-bræður á haus- inn, hefði engin lausafjárþurrð orðið. Allt eru þetta utanaðkomandi vanda- mál sem við berum enga ábyrgð á. Við urðum fyrir efnahagslegum fellibyl sem erlendir gjörningamenn hrintu af stað. Það er ekki okkur að kenna. Útlendingar eru öfundsjúk-ir og ásælast auðlindirnar okkar. Enda býr engin önnur þjóð við jafnöfundsverðar langtímahorfur og við. Það eru ekki til nein rök, aðeins hagsmunir. Fólk og fjölmiðl-ar eru annaðhvort vinstri eða hægri og þeir sem viðurkenna það ekki eru óheiðarlegir. Þeir sem eru vinstri eru fylgjandi Evrópusam- bandinu og tilheyrandi landráðum. Vinstrimenn vilja koma auðlindunum til útlendinga, svo þeir geti sjálfir nærst úr kjötkötlunum í Brussel. Þetta ber allt að sama brunni. Annaðhvort eruð þið með okkur Íslendingum eða á móti okkur. Látið okkur í friði, út- lendingar, og gefið okkur Íslendingum olnbogarými til endurreisnar. Varist vinstrimenn, því þeir munu landið gefa. Enn verri eru þeir sem eru ekki hægrimenn en viðurkenna samt ekki að þeir séu vinstrimenn. Nú þurfum við umfram allt sterkan leiðtoga sem getur talað kjark í þjóðina. Icesave er nefnilega það sama fyrir Ís- lendinga og Versalasamningarnir voru fyrir Þjóðverja. Íslandi allt. Byggt á endurskrift sögunnar og umræðunni um endur-reisn íslenska efnahagslífsins. Sandkorn n Útrásarvíkingarnir voru víðs fjarri góðu gamni þegar Guð blessi Ísland var frumsýnd. Eins var með eina helstu stjörnu myndarinnar, Ásgeir Friðgeirs- son, stallara Björgólf- anna. Sal- urinn ætlaði að rifna úr hlátri þegar undirgefinn Ásgeir færði húsbónda sínum kaffi í einni leyniupptökunni og reyndi síðan að stýra umfjölluninni með vinsamlegum ábendingum til leikstjórans um að Björgólf- ur Thor væri alsaklaus af hruni Landsbankans. n Björgvin G. Sigurðsson alþing- ismaður er einn þeirra sem biðu póltískt skipbrot í hruninu. Í við- tali við Mágusartíðindi, tímarit viðskipta- og hagfræðinema, árið 2008 mærði viðskiptaráðherrann þáverandi útrásina af andagift. „Útrásin hefur skilað okkur gríð- arlegum ávinningi og í raun gjör- breytt stöðu okkar í heiminum...“ sagði Björg- vin í þá daga. Óhætt er að segja nú að útrásin hafi gjörbreytt stöðu Íslands en spurt er um ávinninginn. n Njósnamál Óskars Magnús- sonar, útgefanda Moggans, og Davíðs Oddssonar ritstjóra hef- ur náð hæðum í umræðunni. Óskar varð uppvís að því að lesa tölvupósta starfsmanna í því skyni að stöðva leka til DV um það uppreisnar- ástand sem ríkir á blað- inu. Fátt er um varnir hjá útgefandanum sem þó segist hafa fulla heimild til að hnýsast í mál blaðamanna. Nauðvörn hans er sögð vera að halda því fram að hann hafi fengið ábendingu frá DV um lekann! n Mogginn hefur verið í mis- miklu stuði síðan Davíð Odds- son tók að sér að stjórna umfjöll- un blaðsins. Fjölmiðillinn gerði því ágæt skil þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fór til Istanbúl með það fyrir aug- um að hitta ráðamenn og semja um Icesave. Ein fréttin var sú að ráðherr- ann ætlaði að hitta portúgalska samninga- nefnd. Lesendur komu af fjöllum enda ekki vitað um samninga við Portúgala. Seinna kom í ljós að aðstoðarframkvæmdastjóri AGS heitir Murilo Portugal og Stein- grímur hitti hann. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankanna til hver annars.“ Gauti B. Eggertsson hagfræðingurum verstu mistök aðdraganda hrunsins. Hann segir þau meðal annars hafa verið fólgin í því þegar bankarnir skrifuðu skuldabréf hver á annan. – visir.is „Okkur finnst þetta vera vísbending um að inflúensan sé að ná sér á styrk aftur.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir um svínaflensuna sem virðist vera að aukast á nýjan leik eftir að sex hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna hennar og þar af tveir á gjörgæslu. – visir.is „Mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í breskum fjölmiðlum. – visir.is „ …auka veggjakrot fremur en að draga úr því.“ Dagur B. Eggertsson um áherslur meirihluta borgarstjórnar gegn veggjakroti. Verja átti hundrað milljónum í að hreinsa miðbæinn en veggjakrot er síst minna en það var. – visir.is „Það sjá þetta allir“ Leiðari Í öngþveiti íslenska hrunsins er gert út á það að draga fólk í dilka og ala á sundr-ung. Fjölmiðlar eru að ósekju brenni-merktir með því að þeir séu hallir undir hinn eða þennan. Rakalaust hefur því verið haldið fram að fréttastofa Ríkisútvarpsins stjórnist af hagsmunum Samfylkingar. Þeg- ar spurt er um dæmi er fátt um svör. „Það sjá þetta allir,“ er viðkvæði áróðursmeistar- anna. Það hentar ákveðnum hópi öfgasinna á Íslandi að ýta undir sundrung þjóðarinn- ar til að ota sínum tota og ná til sín völdum og áhrifum í ringulreið óvissunnar. Í þeim efnum er ekkert til sparað. Fjölmiðlafólk er svert til að gera það ótrúverðugt. Staðhæft er að fréttastofa Stöðvar 2 og Fréttablaðið séu Baugsmiðlar sem dagana langa þjóni Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, athafnamanni og aðal- eiganda miðlanna. Þegar beðið er um dæmi er svarið í anda kerlingarinnar frá Leiti sem notaði viðkvæðið „ólyginn sagði mér“: „Það sjá þetta allir,“ segja spunamenn. Áróðurinn um þjónkun tiltekins fjölmiðla- fólks við eigendur og flokka hefur leitt til þess að sprottið hafa upp fjölmiðlar sem beinlín- is skilgreina sig eftir flokkum. Vefsíður sem skilgreina sig til hægri eða vinstri undir því flaggi að þær séu fréttamiðlar, jafnvel fremst- ir á sínu sviði. Og eigendur stærri og áður virðulegri fjölmiðla hafa verið að fikra sig inn á braut pólitískrar hagsmunavörslu með grímulausri kúgun á blaðamönnum. Þeir halda á lofti fána hlutleysis en í raun líta þeir á fjölmiðla sem valdatæki til að styrkja stöðu sína í pólitískum og efnahagslegum skiln- ingi. Í þeim tilgangi reyna þeir að þröngva fjölmiðlafólki til að brjóta gegn sannfær- ingu og samvisku. Þróunin á fjölmiðlunum á Íslandi er í þessum skilningi skelfileg. Þeir sem héldu að fram undan væri nýja Ísland með allt öðrum siðferðisviðmiðum og heil- brigðari fjölmiðlum hljóta að hafa áhyggjur. Ýmislegt bendir til þess að íslenskum fjöl- miðlum muni enn hnigna. Stöðugt fleiri láta svínbeygja sig til hlýðni við málstað þar sem ekki er spurt um sannleika eða sanngirni heldur áróðurinn einan. Reynt er með kúg- un að breyta fréttamönnum í spunameist- ara. Valdasjúklingar og fjárplógsmenn telja sjálfsagt að þeirra siðferði ráði við umfjallan- ir. Í stað frétta streymir lygi og hálfsannleikur fram undir formerkjum frétta. En það er þó ljós í myrkrinu. Almenningur hefur að ein- hverju marki gripið í taumana og endurskil- greint ákveðna miðla með því að hafna þeim. Það er þarna sem von fjölmiðlafólks liggur. Fólkið styður þá fjölmiðla sem vinna í þágu þess. Það þýðir að þröngsýnir eigendur sem ekki kunna skil á réttu eða röngu verða von- andi hraktir ofan í holur sínar. Það mun létta leið hrjáðrar þjóðar til sjálfstæðis að nýju. reyNir traustasoN ritstjóri skrifar: „Fólkið styður þá fjölmiðla sem vinna í þágu þess.“ bókStafLega Andlegir ósiðir Bakkabræður reyndu að fylla húfur sínar af sólskini, þeir ætl- uðu svo að bera birtuna inn í dimman bæinn og birtan átti svo eflaust að færa þeim óendanlega gleði. Ætlunarverkið byggðist á göfuglyndi og fallegri hugsun en gallinn á gjöfinni var þó sá að sól- skinið vildi ekki fara að þeim lög- málum sem bræðurnir treystu á. Það er erfitt að breyta ynd- islegri þjóð sem hefur búið við þann ósið um langa hríð að leyfa stjórnmálamönnum að ljúga og hvísla fögrum loforðum að sál- inni. Þegar þjóð, uppfull af lyga- þvælu, þarf að horfast í augu við heiðarleika og fólk sem heilind- um kann að beita þá er eins- og gríma fláttskapar og fásinnu verði varla tekin niður. Þeir sem núna stjórna vilja beita gagnsæi og heiðarleika. Þetta heiðarlega fólk vill að allt sé uppi á borðum að öll spil séu sýnd, að engum upplýsingum verði leynt. Og svo koma þeir óheiðarlegu og tala um klofning, bresti og sundurlyndi þegar þeir átta sig á því að vinnu- brögð óheiðarleikans virðast á undanhaldi. Náhirð sjálfstæðismanna og jólasveinasamkoma framsókn- armanna sameinast enn um að draga lygi fram í dagsljósið. Menn reyna jafnvel að breiða yfir þá staðreynd að það voru Árni Mathiesen og Davíð Odds- son, þáverandi bankastarfsmað- ur og núverandi blaðamaður, sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingi Alþjóða Gjaldeyris- sjóðsins og ríkisstjórnar Íslands. Og hryðjuverkalögum var beitt vegna þess að íslenskt ríkisvald hafði lengi vel staðið vörð um hagsmuni glæpamanna. Jafnvel þótt í ljós komi að okk- ur beri að greiða allt sem óreiðu- menn skelltu á okkar herðar verð- um við samt að hafa döngun til að spyrna við fórum og krefjast þess að allar færar leiðir verði skoðaðar. Við megum ekki leyfa alþjóðlegu glæpamannasamtökunum AGS að múlbinda okkur eða setja á okkur klafa sem þjóna þeim tilgangi ein- um að létta byrðar Breta og Hol- lendinga. Því þegar hlutirnir eru skoðaðir í réttu samhengi og þeg- ar hið sanna fær að skína sjáum við öll, að þær upphæðir sem lagðar eru á íslenska skattgreiðendur eru smáaurar í buddu þeirra vinaþjóða sem í eina tíð treystu íslenskum fjárglæframönnum úr hófi fram. Mín merka þjóð fær möl og ryð, myrkraverk og ósið þó streða Bakkabræður við að birta henni ljósið. kristján hreinsson skáld skrifar „Og svo koma þeir óheiðarlegu og tala um klofning, bresti og sundurlyndi...“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 9. október 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.