Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 30
um helgina annað skóhorn Út er komin fjórða ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Hér var eitt sinn annað skóhorn. Bókinni er skipt í fjóra kafla: Ljóð í skóhorninu, Afgangsljóð, Ný ást og Ferðaljóð. Líkt og í fyrri bókum er ort um gamla ást en einnig má finna uppskrift að pastarétti. Fyrsta bók höfundar, Harmonikkublús, kom út árið 2006 og á eftir henni fylgdu Aðbókin og Ég bið að heilsa þér. Höfundur gefur sjálfur út. Kápumynd teiknaði Óli Þór Ólafsson. Viðskiptajöfur myrtur Spennusagan Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson er komin út. Þetta er sjöunda bók Viktors en flestir kannast við bækur hans Flateyjar- gátu, Engin spor og Aftureldingu sem rataði á sjónvarpsskjái lands- manna fyrir stuttu þegar sakamála- serían Mannaveiðar var gerð eftir henni. Nýja sagan gerist að hluta til í Þýskalandi þegar afar óvenjulegt morð er framið í íslenska sendiráð- inu í Berlín. Á skrifstofu sendiherrans situr vafasamur viðskiptajöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum. Lögreglumaðurinn Birkir Li Hinriksson er sendur ásamt félögum sínum til Berlínar til að hefja rannsókn málsins. fyrsta bók sjöwalls og wahlöös Í Klassíska kiljuklúbbi Forlags- ins er komin út bókin Morðið á ferjunni eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Lík ungrar konu finnst í skipa- skurði í Sví- þjóð og aug- ljóst er að hún hefur verið myrt – en hver var hún, hvaðan kom hún og hver varð henni að bana? Lög- reglumaðurinn Martin Beck er kallaður til ásamt félögum sínum og þeir hefja rannsókn sem verð- ur bæði löng og ströng. Sjöwall og Wahlöö byrjuðu á ritröðinni Skáldsögu um glæp árið 1965 og var Morðið á ferjunni fyrsta bók- in. Í kjölfarið fylgdu níu aðrar og náðu bækurnar miklum vinsæld- um. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1977. Ástandsbarn Camillu Bókin Ástandsbarnið eftir Camillu Läckberg er komin út á íslensku. Hvers vegna skyldi móðir Ericu Falck hafa varðveitt gamla nasista- orðu? Spurn- ingin lætur Er- icu ekki í friði og hún hefur uppi á sögu- kennara á eftirlaunum til að leita skýr- inga. Sá bregst hins vegar undarlega við og veitir engin svör. Tveimur dögum síðar er hann myrtur. Ástandsbarnið er fimmta bók Camillu Läckberg um Ericu og Patrik Hedström og einnig sú fimmta sem kemur út á íslensku. Uppheimar gefa út. 30 föstudagur 9. október 2009 fókus Leikritið á leiksviðinu, leikritið inn- an í leikritinu, er eitt af elstu brögð- um leikbókmenntanna. Leikararn- ir á sviðinu leika fólk sem er að leika annað fólk, setja á svið leiksýningu fyrir augum annarra persóna – og okkar um leið. Ýmsir höfundar hafa verið ákaflega hrifnir af því, Shake- speare þar á meðal. Hver man ekki eftir leiknum sem Hamlet lætur leik- arana leika um morðið á pabba hans eða hinum tröllslega misheppnaða harmleik í Jónsmessunæturdraumi? Á síðari tímum hefur það verið not- að hvað eftir annað í ótal myndum og tilbrigðum; meðal íslenskra skálda, sem haft hafa á því sérstakt dálæti, má nefna Guðmund Steinsson sem nýtti það í leikritum sem sum hafa verið sýnd, önnur ekki. Ungur Íri, Enda Walsh, spreytir sig á „leiknum innan í leiknum“ í The Walworth Farce sem L.R. frumsýndi nýlega og ég sá um síðustu helgi. Heima er best er það kallað í íslenskri þýðingu Heiðars Sumarliðasonar. Leikurinn gerist í bæjarblokk í einu af fátækrahverfum Suður-Lundúna; þar búa írskir feðgar, faðir með tveim- ur uppkomnum sonum sínum. Fað- irinn er snargeðveikur; hann lokar synina inni hjá sér í íbúðinni og lætur þá leika leikrit sem hann hefur sjálf- ur samið og fjallar um það með hvaða atvikum hann hvarf frá Írlandi mörg- um árum fyrr, þegar drengirnir voru ungir. Hann útbýr þá og sjálfan sig í fáránleg leikgervi og saman þvæla þeir sér í gegnum þetta dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár ... Vart þarf að taka fram að efni leiksins er víðs fjarri veruleikanum; áhorfand- inn kemst að því áður en yfir lýkur. Einungis yngri sonurinn, Sean, fær að fara út úr húsinu að kaupa matvæli til nota í sviðsetningu „fars- ans“ sem þeir eru að dunda sér við. Í búðinni kynnist hann stúlkunni á kassanum, þau verða svolítið hrifin hvort af öðru. Þann dag sem við verð- um vitni að „leiklist“ feðganna birtist stúlkan, Hayley, óvænt í dyrunum; Sean tók sem sé óvart vitlausan inn- kaupapoka þá um morguninn, svo að Hayley fær tækifæri til að leita hann uppi. Sem hún nýtir sér með hrika- legum afleiðingum; – nei, ég skal ekki lýsa því hvernig leikurinn endar og skemma fyrir væntanlegum áhorf- endum, en eitt verð ég þó að segja: ekki endar hann fallega. Einnig hér er róið á kunnugleg mið; höfundur lætur persónu að utan ryðjast inn í líf sem er læst í föstum skorðum og skapar átök þar á milli; Húsvörður Pinters er gott dæmi sem kemur mér fyrst í hug þegar ég pikka þetta, lík- lega af því við erum í London. En þau eru miklu fleiri, ekki öll jafnfræg og Húsvörðurinn. Veldur hver á heldur. The Walworth Farce er nýlegt leikrit; það var sýnt í National The- atre í London fyrir ekki löngu. Ég fer á Netið og sé að gagnrýnendur hafa margir verið harla glaðir, alltént eft- ir því að dæma sem birt er á heima- síðu breska þjóðleikhússins (ekki óhlutdræg heimild að vísu, það skal viðurkennt). Kollega minn hjá The Guardian, Michael Billington, sem ég hef alltaf haft mætur á, hefur gef- ið leiknum fjórar stjörnur og segir að kvöldið hafi verið „intoxicating“. Með öðrum orðum: Michael komst í vímu þetta kvöld; í krítíkinni leggst hann djúpt, sér spor eftir bæði Freud og Marx í verkinu. En aðrir eru ekki eins hrifnir. Þar á meðal er skemmti- lega háðskur bloggari sem finnst að höfundur hefði átt að strika út hálf- an fyrri þáttinn og sleppa hléinu – já og strika út það sem honum, bloggar- anum, finnst ógeðslegast í leiknum, þetta með hundinn (ég lýsi því ekki heldur). Nokkrir áhorfendur bregð- ast við dómnum og eru flestir sam- mála; einhverjir segjast hafa gengið út í hléinu. Líklega féllu krítíkerarnir bara fyrir hugmyndinni, segir einn, og gleymdu því hvað þetta varð lang- dregið og leiðinlegt á sviðinu. Langdregið og leiðinlegt? Eru það orðin yfir sýninguna á Nýja sviði Borgarleikhússins? Nei, svo langt myndi ég nú ekki ganga. Stemningin í salnum var frekar hlutlaus á sunnu- dagskvöldið, fæstum virtist leiðast, ég tók ekki eftir því að að margir gengju út í hlénu, en ég gat ekki heldur fund- ið að neinn væri snortinn. Ungur piltur, sem sat nálægt mér í leikhús- inu, lét þau orð falla í fatahenginu að þetta hefði verið „sýrt“ leikrit. Ég er ekki viss um að það hafi verið hugs- að sem hól; kunni ekki við að spyrja hann út í það. Þeir Þröstur Leó Gunnarsson, Guðjón Davíð Karlsson og Jörundur Ragnarsson leika feðgana. Þröstur er faðirinn og leikur vel að vanda, eins og krítíkerar sögðu stundum í gamla daga, og segja jafnvel enn. Hann er fyllilega trúverðugur sem þessi írska útgáfa af Josef Fritzl; og svo er allt svo afslappað og fyrirhafnarlaust hjá honum, aldrei neitt ofgert eða ýkt, en „undirtextinn“ pottþéttur á sín- um stað. Makalaus leikari. Í viðtali við skáldið í leikskránni er reynd- ar minnst á Josef Fritzl. Ljósmynd af Enda Walsh sýnir brosmildan mann með eilítið barnslegt andlit og heið- ríkjusvip; í fyrirsögn kveðst hann elska starf sitt og vera mjög ham- ingjusamur Gott er nú að vita það; já, ég á við að honum hafi ekki orðið mikið um að fara inn í þennan hryll- ing allan – ef hann fór þá nokkuð inn í hann, að segja. Ég er ekki eins hress með dreng- ina, þá Guðjón Davíð og Jörund, og ég er með Þröst. Þeir eru báðir ómót- aðir sem leikarar og listamenn, hafa hvorugur mikla dýpt enn sem komið er, og ná hvergi þeirri tvíræðni sem „leikritið í leikritinu“ kallar á. Það er líka til í dæminu að Jón Páll hafi beint þeim fullmikið inn í farsann í leik- stjórn sinni. Í öllu falli skorti þarna algerlega þá undiröldu niðurbældrar angistar sem hlýtur að vera nauðsyn- leg fyrir hið blóðuga lokadrama. Dóra Jóhannsdóttir, sem leikur Hayley, virtist helst vera að leika í einhverri spaugstofu, það var einkennileg leik- stjórn. – Sviðsmynd og búningar Ilm- ar Stefánsdóttur voru með ágætum. Eitt varðandi þýðinguna: í frum- textanum er málfarið á leikritinu í leikritinu miklu þjálla og eðlilegra en í þýðingunni þar sem það er gert upp- skrúfað og tilgerðarlegt. Hafi tilgang- urinn með þessari stílbreytingu ver- ið sá að afmarka „leikritið“ frá öðru töluðu orði, held ég að það hafi verið misráðið. Átti það ef til vill þátt í því hversu utangarna leikurinn varð hjá þeim Guðjóni og Jörundi? Hvað sem segja má um það, þá fór þessi texti fljótt að orka sem teygður brandari, allt of teygður brandari. Í formálsorðum í hinu veglega kynningarblaði Borgarleikhússins kveðst Magnús Geir Þórðarson ætla að nota Nýja sviðið til „að spyrja áleitinna spurninga“, sýna leikrit sem „ögra og kallast á við samtíma sinn.“ Gott og vel, Magnús Geir, ég veit þú ert mikið fyrir glænýjar leikbókmennt- ir, einkum ef þær eru svolítið krass- andi, en erum við samt ekki búin að fá okkar skammt í bili af þessu írska nútímaógeði sem þú hefur verið að gæða okkur á öðru hverju undanfar- in ár, líka þegar þú varst á Akureyri? Þú mátt ekki alveg gleyma klassíkinni (jú, ég veit að þú ætlar bráðum að láta leika Shakespeare og ég er virki- lega farinn að hlakka til þess). Það er bara þetta, að með svona leikara eins og hann Þröst Leó – og fleiri sem eru komnir til þín í Borgarleikhúsið – það sem nærir þá sem listamenn eru góð hlutverk í góðum leikritum. Þetta vitum við auðvitað báðir, en samt, stundum þarf maður að minna sig á hlutina. Það eru til dæmis hlutverk í Strindberg sem Þröstur hefur orð- ið fulla burði til að leika, undir réttri leikstjórn og í góðum þýðingum, að sjálfsögðu. Ég hlusta ekki á að Strind- berg sé gamaldags. Ég er jafnvel ekki frá því að þetta unga írska skáld með barnsandlitið sé öllu meira gamal- dags en hann. Jón Viðar Jónsson LeikféLag ReykjavíkuR: Heima er best eftir enda Walsh Þýðing: Heiðar Sumarliðason Leikstjórn: jón Páll eyjólfsson Leikmynd og búningar: ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn guðmunds- son Tónlist og hljóðmynd: Hallur ingólfsson Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir leiklist Írskir órar – enn og aftur Fæstum leiddist „Stemningin í salnum var frekar hlutlaus á sunnu- dagskvöldið, fæstum virtist leiðast, ég tók ekki eftir því að að margir gengju út í hlénu, en ég gat ekki heldur fundið að neinn væri snortinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.