Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 9. október 2009 helgarblað áhyggjur. Það færi að valda mér hug- arangri, af hverju þessi menneskja dó og annar fékk hjartað úr henni og eitthvað slíkt. En ef hún deyr og það er hægt að nota líffæri úr henni er andlát hennar kannski ekki alveg tilgangslaust, ef hægt er að orða það þannig. En þetta eru endalausar sið- ferðislegar spurningar sem maður getur velt sér upp úr. Og vitneskjan um hver þetta var myndi kannski virka þannig á mig að ég færi að heimsækja ættingja manneskjunn- ar,“ segir Jóhannes og hlær sínum góðlátlega hlátri. Að sögn Jóhannesar er allar upp- lýsingar um gjafann vitaskuld að finna í gögnum sjúkrahússins í Gautaborg en hann er ekki viss hversu mikið hann gæti fengið að vita um hann, óskaði hann eftir því. „En ég bara vil það ekki. Ég hitti hann bara seinna. Í efra,“ segir Jóhannes og hlær. Nándin við dáin mann Það hlýtur að vera nokkuð undarlegt að vera ekki lengur með hjarta sem haldið hefur lífi í manni í meira en hálfa öld. Aðspurður hvernig sjálfs- mynd Jóhannesar sé þegar hjartað sem hann fæddist með er ekki leng- ur inni í honum, heldur hjarta úr ókunnugri manneskju, segist hann ekki finna sterkt fyrir þessum vanga- veltum núna. „En þær gætu gert vart við sig seinna. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að ná heilsu núna og á með- an hugsa ég ekki um þetta sem eitt- hvað óeðlilegt eða slíkt. Þó slær þetta niður í höfði mínu en þá reyni ég að dreifa því í annað.“ Jóhannes segir það ekki gert að ráði sálfræðings eða annars konar sérfræðings eða ráðgjafa. „Ég hef ekki talað við neinn sálfræðing eftir að- gerðina, og ég veit ekki til þess að það sé mælt með að forðast þessar hugs- anir, en ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir mig. Ég er alltaf að loka eitthvað úti, þar á meðal þetta. Og auðvitað þarf maður að gera það. Nándin er orðin svo mikil af dánum manni. En ég get ekki tekið á þessu núna, en ég bíð eftir því. Og líka eft- ir því að taka á þessari spurningu um hver það var sem átti hjartað. Núna er ég hins vegar þannig stemmdur að ég vil ekki vita það.“ Vantar áfallahjálp Jóhannes jánkar því að mikið sé talað um áhrifin sem hjartaígræðsla hafi á mann líkamlega, en lítið sem ekkert fari fyrir umfjöllun og leiðbeiningum um andlegu glímuna. „Já, það er ekki tekið mikið á því. Ég var nú að segja það við einhvern á Landspítalanum um daginn að mig vantaði áfallahjálp frá lækni sem þekkti þessar aðgerðir. Þeir eru mjög góðir læknarnir sem eru þarna og ég get spurt þá að öllu mögulegu, en mér finnst að það eigi að vera skipu- lögð stund sem maður fær með ein- hverjum lækni til að spyrja. Ég hef svo óskaplega margar spurningar. Og svo þegar læknirinn kemur allt í einu að tékka á manni er ég kannski búinn að gleyma þeim öllum. Maður þyrfti að fá þessa svokölluðu áfallahjálp og maður fær hana ekki óumbeðið.“ Hefurðu beðið um hana? „Ég nefndi það, en ég hef ekkert óskað eftir henni formlega. En ég spyr læknana við og við spurninga og þeir svara mér eftir bestu getu. Svo var mjög ágætur prestur þarna úti en hann talaði ekkert um þetta að fyrra bragði og ég minntist ekk- ert á þetta við hann. En hann lánaði mér bækur sem eru nokkuð gagn- legar.“ Jóhannes segist þó eiga hauk í horni í ungum manni að nafni Helgi Einar Harðarson sem fór í hjarta- ígræðslu fyrir nokkrum árum. „Mér finnst gott að tala um þetta við hann því hann veit um allar spurningarnar sem fæðast í mér. Og það er líka gott að sjá hvernig hann vinnur eins og hestur og gerir allt sem venjulegir menn gera svona stuttu eftir aðgerð. Almenna reglan er að þú verður eins og venjulegur maður. Og ég fékk sérstaklega gott hjarta, dælukrafturinn í því er rosa- lega góður, þannig að það er margt jákvætt sem gerst hefur í tengslum við þetta allt saman.“ Eilífðarmálin, hvort eitthvað æðra sé til og fleira í þeim dúr, bönkuðu upp á hjá Jóhannesi þegar hann var um borð í litlu flugvélinni í ágústlok á leið til fundar við nýja hjartað. „Ég fann í vélinni að ég varð að svara þessum spurningum fyrir mig. Allt í einu fann ég mig bara knúinn til þess að gera það og þá svaraði ég þeim þannig að ég trúi á eitthvað gott. Ég get ekki svarað því hvort Guð sé til, en ég trúi á eitthvað gott, góð- an graut eða eitthvað annað,“ segir Jóhannes og skellir upp úr. Og bætir svo við. „Ég trúi allavega á það góða en ekki það illa.“ Hermdi eftir lækni og iðjuþjálfa Þú sérhæfir þig í að leika aðra og svo færðu hluta úr öðrum manni til að geta haldið áfram að lifa. Er það ekki svolítið skrítið? „Jú, það er svolítið skrítið að það skuli gerast,“ segir Jóhannes og hlær aftur. „Maður lifir á því að vera aðrir og svo fær maður allt í einu hluta úr öðrum. Það verður vonandi ekki þörf á meiru.“ Jóhannes hefur starfað sem eftir- herma og skemmtikraftur frá því um miðjan áttunda áratuginn og haft það að aðalatvinnu frá árinu 1982. Hann hefur vitanlega ekkert getað komið fram frá því eftir skemmtun- ina fyrrnefndu á sjómannadaginn, daginn fyrir fyrra hjartastoppið. En hann æfir sig samt við og við. „Ég hef aðallega farið í gegnum þetta í huganum en líka aðeins upp- hátt. Ég hermdi líka eftir einum lækn- anna úti í Svíþjóð og iðjuþjálfanum mínum. Það var voðalega skemmti- leg kona. Ég gerði það meira að segja beint framan í hana en hún fattaði það ekki. Ég hafði þá bara einn gam- an af því, en það var samt gaman. Hún vissi hvað ég starfaði við og bað mig stundum um að gera einhverja eftirhermu, til dæmis að herma eftir þessum tiltekna lækni, og það fannst henni mjög fyndið.“ Jóhannes kveðst finna fyrir mikilli tilhlökkun yfir því að fara að skemmta aftur og bindur jafnvel vonir við að geta tekið einhver „gigg“ í desember. „Ég iða í skinninu. En það þýðir ekk- ert að hlaupa. Þetta kemur allt. Það er ágætt að eyða vetrinum í svona veikindastand. Og ef ég ætla að detta í leiðan hug peppa ég mig upp og sannfæri mig um að þetta verði fínt seinna í vetur eða með vorinu.“ „Ég elska Landsbankann!“ Hvað peningalegu hliðina varðar á heilsubrestinum og vinnutapinu seg- ir Jóhannes í léttum dúr að hann hafi lifað á konunni sinni frá því gamla hjartað gaf sig. „Og skemmtikraftar hafa bara skyldur en engin réttindi. Þeir verða að hafa vit á því sjálfir að safna í sjóð,“ segir Jóhannes og var það raunin í hans tilviki. Hann bætir við að auðvitað ættu allir að hafa sjúkdómatrygg- ingu. Jóhannes var með eina slíka, sem starfsmaður í Landsbankan- um prangaði upp á hann með miklu harðfylgi, en tryggingin hafi farið þegar hann fékk kransæðastífluna fyrir tíu árum. „Í desember 1998 var ég að ganga í miðbænum þegar skall á grenjandi rigning, það mikil að ég hljóp í skjól inn í Landsbankann. Þá kallaði á mig kona þar til að reyna að selja mér líf- og sjúkdómatryggingu. Ég sagð- ist ekki þurfa neitt svoleiðis en hún hætti ekki fyrr en hún hafði selt mér tryggingu. Í febrúar, tveimur mán- uðum síðar, fékk ég svo kransæða- stífluna. Tryggingin reddaði mér þá alveg því annars hefði ég farið á hausinn, misst húsið og allt,“ segir Jóhannes og kímir. Það eru margir sem bölva Lands- bankanum núna, Icesave og það allt. En þú ert kannski mjög þakklátur honum eftir þetta atvik? „Já, ég elska Landsbankann!“ Seg- ir Jóhannes og hlær frá botni hjart- ans. kristjanh@dv.is „Ég veit í raun ekkert um hana fyrir utan að ég veit að þetta var yngri manneskja en ég. Ég vil ekki vita hver þetta var því þá gæti ég far- ið að hafa áhyggjur.“ Þungt haldinn Jóhannes var á milli heims og helju í júní áður en nýtt hjarta fannst fyrir hann. Til fundar við hjartadæluna Jóhannes settur um borð í flugvél sem flaug með hann til Gautaborgar til að hægt væri að græða í hann hjartadælu. Jóhannes man ekkert eftir þessari flugferð eða öðru á þessum tíma. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.