Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2011, Síða 8
8 Fréttir 14. desember 2011 Miðvikudagur Borguðu á móti ríkinu n Búslóðin var meira en 75 milljóna virði S kafti Jónsson og eiginkona hans fengu meira en 75 millj- ónir króna fyrir búslóð sína sem ríkið bætti þeim. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytisins við fyrirspurnum DV. Eins og DV hef- ur greint frá fór gámur sem innihélt búslóðina í sjóinn með þeim afleið- ingum að innihald hans eyðilagðist. „Það sem greitt er frá þriðja að- ila (tryggingafélagi) kom að fullu til frádráttar þeim bótum sem greiddar voru úr ríkissjóði,“ segir í svari Péturs Ásgeirssonar sviðsstjóra hjá ráðu- neytinu. Enn fást þó ekki upplýs- ingar um hvað var í gámnum né af- rit af skýrslu Könnunar, fyrirtækisins sem mat virði búslóðarinnar. Ástæð- an fyrir því er sögð vera að skýrslan varði persónulega hagi þeirra sem í hlut eiga. „Sú fjárhæð sem íslenska rík- ið greiðir vegna tjónsins byggir því á gögnum um búslóðina auk þess sem beitt er afskriftum eða lækkun á einstaka flokki muna í samræmi við venjur og dómafordæmi í íslensk- um skaðabóta- og vátryggingarétti,“ segir Pétur en ekki er að hægt að skilja þetta öðruvísi en að búslóðin hafi verið metin á talsvert meira en þær 75 milljónir sem íslenska rík- ið borgaði hjónunum í tjónabætur. Enn er því allt á huldu um nákvæm- lega hvað íslenskir skattgreiðendur greiddu sendiráðshjónunum tjóna- bætur fyrir. Taka skal fram að vegna greiðsl- unnar eignast ríkið framkröfurétt á hendur þriðju aðilum sem kann að vera fyrir hendi eins og hefðbund- ið er við bótauppgjör. En það þýð- ir að hjónin eiga ekki rétt á frekari greiðslum frá tryggingafélagi, ríkinu eða öðrum aðila í tengslum við málið heldur fari allar aðrar greiðslur beint í ríkiskassann. Það er þó ekki víst að neinar slíkar greiðslur muni eiga sér stað. forstjóri Fjármálaeftirlitsins Gunnar Andersen Þessir hafa þegar setið fyrir svörum d v . i s / b e i n l i n a 15. desember kl. 13:00 verður á Beinni línu fimmtudaginn Tugmilljóna verðmæti Verðmætin voru flutt í gámi til Bandaríkjanna en þau skemmdust þegar sjór lak inn í gáminn. Mynd Eyþór Árnason Verslunarstjóri stal úr Bónus: Fékk vinnu í Noregi Óðinn Svan Geirsson, fyrrver- andi verslunarstjóri í Bónus, er á leið úr landi því hann hefur fengið vinnu í Noregi. Óðins bíður ákæra vegna þjófnaðar úr Bónus en hann hefur viður- kennt að hafa stolið matvöru úr versluninni. Hann greindi frá því í vikublaðinu Akureyri í síð- ustu viku að hann hafi verið að vinna í sínum málum eftir brott- reksturinn og hafi meðal annars lagst inn á geðdeild. Hann segir í samtali við DV að hann sé bú- inn að ráða sig í vinnu. „Það var ekkert mál, ég hef unnið þar áður. Þetta er bara tímabund- ið,“ segir hann, en DV hafði heimildir fyrir því að hann hefði fengið vinnu hérlendis hjá sam- keppnisaðila Bónuss. Hann segir að fjölskylda sín hafi fengið að kenna á afbroti sínu í sínum störfum. „Sonur minn var að vinna þarna í öðru fyrirtæki en honum var meinað að koma inn á svæði hjá Hag- kaup og það var talað um að það væri vegna þessa. Konunni minni var sagt að ef hún vildi vinna í sölumennsku þá væri hún ekki að fara að vinna hjá þessum fyrirtækjum,“ segir Óð- inn. Hann segir þó að hlutirnir gangi betur nú. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir hann. A lla tíð höfum við unnið eins og skepnur og höf- um aldrei beðið um krónu gefins,“ segir kona búsett í Árborg sem sótti um fjár- hagsaðstoð fyrir jólin til að ná end- um saman. Hún vill ekki láta nafns síns getið, segist skammast sín fyrir aðstæðurnar og upplifa sig niður- lægða. Aðeins hún og eiginmaður hennar þekki raunverulegar að- stæður þeirra. Þau leyni þeim fyrir vinum, börnum og barnabörnum. „Við erum óvenju rík af börnum og barnabörnum og höfum alltaf unnið mikið. Mín vinna var skor- in niður í sextíu prósent eftir hrun og maðurinn minn er nýlega kom- inn á örorku og getur því ekki unn- ið,“ segir hún. Hjón með tekjur yfir 200.040 krónur á mánuði eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð frá Árborg. „Þetta er hryllilega lágt. Ég sé ekki hvernig þetta á að duga fyrir neinu. Þetta dugir varla fyrir afborgunum af húsinu okkar,“ segir hún en leið- réttir sig svo: „Ef til vill er réttara að segja að þetta dugi varla fyrir húsi bankans.“ sótti of seint um aðstoð „Hjá sveitarfélaginu var mér bent á að sækja um aðstoð frá sameiginleg- um sjóði hjálparstofnana og félaga- samtaka. Umsóknarfresturinn rann hins vegar út á föstudag en ég leitaði aðstoðar á mánudeginum eftir.“ Hún segist einfaldlega ekki hafa vitað af frestinum og raunar hafi hún ekki hugsað um að sækjast eftir að- stoð fyrr en fokið væri í flest skjól. „Hvernig á maður að vita það svona snemma í mánuðinum að matarað- stoð sé nauðsynleg til að ná endum saman,“ segir konan. Hún kveðst hissa á stuttum umsóknarfresti enda telur hún flesta reyna að drýgja tekj- urnar og reyna að bíða sem allra lengst með að sækja um aðstoð. Fólk bíði jafnvel lengur en það ætti að gera, það hafi hún gert. Grjónagrautur um jólin „Ég er Íslendingur og þetta redd- ast bara. Við verðum þá bara með grjónagraut um jólin,“ sagði konan fyrst þegar DV ræddi við hana. Und- anfarin ár hafa hjónin boðið börn- unum sínum ásamt mökum þeirra og barnabörnum í jólamat með hangikjöti. „Það verður klippt á það og jólagjafir en það leysir ekki vand- ann um næstu mánaðamót.“ Konan segir manninn sinn stoltan, hann vilji ekki að neinn frétti af aðstæðum þeirra. Augljóslega sé þeim feluleik lokið nú þegar útskýra þurfi fyrir öll- um hvers vegna ekkert hangikjöt sé á jóladag. Þegar líða fór á daginn var DV bent á að konunni væri ef til vill ekki allar bjargir bannaðar. Hvíta- sunnukirkjan á Selfossi stæði viku- lega fyrir aðstoð til handa þeim sem á þyrftu að halda. Ferlið þar sé ein- falt og þótt söfnuðurinn hafi ótak- markaða sjóði að ganga í væri allt gert til að koma til móts við þá sem þangað leituðu. Svo fór að konan fékk tíu þúsund krónur í formi inn- eignar í verslunum Bónus frá söfn- uðinum. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til þeirra í Hvítasunnu- kirkjunni. Þetta var engin skrif- finnska. Þetta var allt mun mann- eskjulegra en annars staðar.“ Hún segir að þó tíu þúsund krón- ur hrökkvi skammt hjálpi þær þó mikið. Máltíðin á aðfangadag væri í höfn. Misstu allt í hruninu Konan segir þau hjón ávallt hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp gott heimili fyrir sig og fjölskylduna. Tæknilega séð hafi þau misst allt í bankahruninu árið 2008. „Fyrir hrun áttum við stóran hlut í húsinu okkar. Við tókum 65 prósenta lán upphaflega en enduðum ný- lega með að fara 110 prósenta leið- ina vegna þess að lánið hækkaði svo mikið. Í fyrsta skipti núna sjáum við enga leið úr ógöngunum.“ Breytt greiðslugeta Um fjörutíu einstaklingar hafa óskað aðstoðar í þessum mánuði en rúm- lega sjö þúsund eru með lögheimili í Árborg. „Ég fæ fullt af fólki til mín sem er ótrúlega flott og er að standa sig virkilega vel. Algengast er að greiðslugeta þeirra hafi breyst og því sé fólk í vanda,“ segir Hildur Gests- dóttir, félagsráðgjafi hjá Árborg. Þá staðfesti hún að hjón mættu aðeins vera með um tvö hundruð þúsund í tekjur á mánuði til að eiga rétt á fjár- hagsstuðningi frá sveitarfélaginu. Árborg leggi sig alla fram við að af- greiða beiðnir á sem stystum tíma, helst innan við viku og fólki sé bent á hvert það geti leitað meiri aðstoðar. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Við höfum aldrei beðið n Er í vinnu en nær ekki endum saman n Hjón með tekjur yfir 200 þúsundum á mánuði fá ekki fjárhagsaðstoð n Engar jólagjafir í ár um krónu“ „Við erum óvenju rík af börnum og barnabörnum og höfum alltaf unnið mikið. Flókið kerfi Mikil skriffinnska og flókið kerfi reynist mörgum sem leita sér aðstoðar erfitt. Myndin Er sViðsETT selfoss Um fjörutíu manns hafa sótt um aðstoð hjá Árborg í desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.